Samfélagsmiðlar

Einn stærsti hluthafinn í Icelandair lýsir yfir stuðningi við Stein Loga

Pálmi Haraldsson á um tvö prósent hlut í Icelandair Group og hann fagnar nýju framboði til stjórnar félagsins.

Steinn Logi Björnsson, fyrrum framkvæmdastjóri hjá Icelandair, ætlar að sækjast eftir sæti í stjórn Icelandair á aðalfundi flugfélagsins sem fram fer í byrjun mars líkt og Túristi greindi frá í morgun.

Pálmi Haraldsson, einn stærsti hluthafinn í Icelandair, lýsir yfir stuðningi sínum við Stein Loga.

„Ég lagði það til á fundi mínum með tilnefningarnefnd Icelandair fyrr í vetur að Steinn Logi Björnsson yrði einn þeirra fimm sem tæki sæti í stjórn félagsins eftir næsta aðalfund. Ég tel að hann búa yfir yfirburðaþekkingu á fluggeiranum og reynslu af starfsemi Icelandair. Það væri því mikill akkur í því fyrir fyrirtækið að fá hann að borðinu og sérstaklega núna á þessum óvenjulegu tímum,“ segir Pálmi Haraldsson í samtali við Túrista.


Tilnefningarnefndin leggur hins vegar til að þau fimm sem mynda stjórn Icelandair í dag verði endurkjörinn.

Í gegnum félög sín fer Pálmi fyrir um tvö prósent hlut í Icelandair samsteypunni og hann segir tímabært að gera breytingar á stjórn félagsins.

„Ég er ekki í nokkrum vafa um hvernig ég mun greiða atkvæði á aðalfundinum og mun skora á aðra hluthafa að kjósa frambjóðendur með reynslu í stað þess að standa vörð um völd útvaldra,“ bætir Pálmi við.

Nýtt efni

Það voru þrjú norræn alþjóðaflugfélög sem hófu flugrekstur í Covid-faraldrinum. Hér á landi var það Play en Flyr og Norse í Noregi. Öll þrjú leigðu árið 2021 þotur á lægra verði en áður hafði þekkst og efndu til hlutafjárútboða meðal fagfjárfesta og almennings. Í byrjun síðasta árs varð Flyr gjaldþrota en rekstur þess byggði á …

Ein árangursríkasta loftslagsaðgerð síðari ára á Íslandi er líklega sú að banna urðun lífræns úrgangs. Þetta bann tók gildi í upphafi árs 2023 og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Smám saman hafa jákvæðar tölur verið að berast, sem gefa tilefni til bjartsýni. Það er semsagt hægt að ná árangri í loftslagsmálum, þótt margir …

Barselóna er ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu en óþol íbúa vegna ágangsins hefur farið vaxandi á síðustu árum - ekki síst vegna húsnæðisvanda ungs fólks sem ekki getur keppt við ferðaþjónustuna í leiguverði. Fyrri borgaryfirvöld hættu útgáfu nýrra leyfa til útleigu og lokað mörgum ferðamannaíbúðum en nú eru í farvatninu enn meiri breytingar. Airbnb og öðrum …

Í Svíþjóð kalla sumarsólstöður, eða Midsommar, á mikil hátíðarhöld þar sem síld og snaps hafa lengstum verið í aðalhlutverki. Sölutölur sænskra kaupmanna sýna þó að vinsældir síldarinnar dala ár frá ári og nú er svo komið að salan hefur helmingast frá árinu 2008. Frá þessu greinir Sænska ríkisútvarpið. Skýringin á þessari þróun liggur í bragðlaukum …

Ferðahópur á Þingvöllum

Alþingi hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar, sem ferðamálaráðherra lagði fram í apríl, um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Öðlast þingsályktunin þegar gildi en mótun stefnunar var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira …

Ásgeir Baldurs, framkvæmdastjóri Arctic Adventures

Arctic Adventures er eitt stærsta fyrirtæki landsins í ferðaþjónustu og hefur verið að stækka starfssvið sitt, síðast með kaupum á Special Tours, sem sinnir skoðunarferðum á slóðum hvala og lunda, auk þess að reka Hvalasafnið (Whales of Iceland) í Reykjavík.  Ásgeir Baldurs tók við starfi forstjóra Arctic Adventures fyrir rúmu ári, þegar margir bundu vonir við …

Kínversku bílaframleiðendurnir BYD og SAIC, sem er eigandi framleiðslufyrirtækis MG-rafbílana vinsælu, hafa ekki ákveðið enn hvort verð á rafbílum sem seldir verða í Evrópu eftir 4. júlí hækka í verði. Þá tekur gildi umtalsverð hækkun tolla á kínversku rafbílana. Samkvæmt heimildum Reuters verður engin verðbreyting ákveðin fyrir þann tíma. Evrópusambandið ákvað að tollur á MG-bílum …

Gengi hlutabréfa í Norwegian féll í gærdag eftir að greinendur norska bankans DNB færðu niður verðmat sitt á félaginu úr 19 norskum krónum á hlut niður í 17 kr. Hið nýja verðmat var engu að síður 30 prósent yfir markaðsgenginu, 14 norskar kr., en engu að síður féll gengið um tíu prósent í gær og …