Samfélagsmiðlar

Heimild fyrir 2,5 milljarða króna ríkisláni til flugfélags Íslendinga á Grænhöfðaeyjum

Samkomulag milli hluthafa um aðkomu að endurskipulagningu Cabo Verde Airlines er meðal þeirra skilyrða sem sett eru fyrir ríkisláni til flugfélagsins. Icelandair Group og aðrir íslenskir fjárfestar fara fyrir meirihluta í félaginu.

Í flugflota Cabo Verde Airlines eru þotur í eigu Icelandair samsteypunnar.

Flugrekstur Cabo Verde Airlines hefur legið niðri frá því að heimsfaraldurinn hófst í mars í fyrra. Þann tíma hafa staðið yfir viðræður um fjármögnun fyrirtækisins. Fyrir áramót fékk það lán frá stjórnvöldum á eyjunum til að standa skil á launum starfsmanna.

Og nú hefur ríkisstjórn Grænhöfðaeyja veitt fjármálaráðherra landsins heimild til að gefa út ríkisábyrgð fyrir lánum að upphæð sextán milljónum evra til flugfélagsins. Sú upphæð jafngildir nærri tveimur og hálfum milljarði króna.

Kröfuhafar verða líka að koma að borðinu

Til þess að Cabo Verde Airlines fái aðgang að þessum peningum þarf það að ljúka samningum við banka um lánafyrirkomulag og einnig að uppfylla skilyrði ríkistjórnarinnar fyrir ábyrgðinni að sögn Erlends Svavarssonar, forstjóra Cabo Verde Airlines.

„Hluti þeirra skilyrða er að undirritað verði samkomulag milli hluthafa um aðkomu að endurskipulagningu á rekstri félagsins í ljósi breyttra aðstæðna í kjölfar Covid faraldursins. Einnig er skýr krafa um að kröfuhafar félagsins komi til móts við stöðu félagsins með niðurfellingu skulda og lengri greiðslufrestum,“ útskýrir Erlendur.

Íslendingarnir með 51 prósent

Hann ríkislánið ekki vera beinan ríkisstyrk né aukið hlutafé og eignarhlutföll hluthafa breytist því ekki. Í dag á ríkissjóður Grænhöfðaeyja 39 prósent í flugfélaginu. Icelandair samsteypan fer fyrir 36 prósent hlut og íslenskir fjárfestar, þar á meðal Björgólfur Jóhannsson, fyrrum forstjóri Icelandair, eiga fimmtán prósent. Hlutur starfsmanna jafngildir svo tíund.

Sem fyrr segir hefur flugrekstur Cabo Verde Airlines legið niðri nærri allt frá því að heimsfaraldurnn hófst í byrjun síðasta árs. Erlendur segir að framgangur bólusetninga, bæði á eyjunum og í helstu markaðslöndum, muni ráða mestu um hvenær unnt verður að hefja áætlunarflug að nýju.

Markmiðið áfram að tengja saman fjórar heimsálfur

„Starfsfólk félagsins vinnur nú hörðum höndum að undirbúningi og umbótum á flugrekstri og sölustarfsemi fyrirtækisins með það fyrir augum að allt verði til reiðu þegar för farþega verður frjálsari á ný. Þá mun staða Cabo Verde Airlines verða sterk þar sem eyjaklasinn er frábær áfangastaður fyrir sólarþyrsta ferðalanga sem þrá að heimsækja nýjar og framandi slóðir eftir langa einangrun á tímum faraldursins,“ segir Erlendur.

Spurður hvort þessar umbæturnar á flugrekstrinum nái til flugflota og leiðakerfis félagsins þá segir Erlendur að hvort tveggja verði lagað að minni eftirspurn í kjölfar faraldursins. „Markmið félagsins til lengri tíma verður samt áfram að tengja fjórar heimsálfur í tengimiðstöðinni á Sal eyju.“

Líkt og Túristi fjallaði um á sínum tíma þá hafði Cabo Verde Airlines fjölgað áfangastöðum sínum töluvert eftir að Íslendingarnir tóku við stjórnartaumunum. Flugfloti félagsins hefur síðan þá samanstaðið af Boeing 757 þotum sem tilheyra Icelandair samsteypunni.

Þess má geta að Icelandair Group hefur fært niður eignarhlut sinn í Cabo Verde Airlines að fullu.

Nýtt efni

Biðinni er brátt lokið og eftirvæntingarfullir aðdáendur írska rithöfundarins Sally Rooney getað andað léttar því að í liðinni viku var tilkynnt af The Wylie Agency, umboðsskrifstofu rithöfundarins, að ný bók væri væntanleg frá henni þriðjudaginn 24. september 2024.  Alex Bowler, talsmaður Faber & Faber, enska forlags rithöfundarins, sendi líka frá sér tilkynningu í tilefni af væntanlegri  …

Farþegar á Keflavíkurflugvelli gátu að jafnaði valið á milli nærri 10 brottfara á dag til höfuðborgar Bretlands í síðasta mánuði. Þetta er viðbót um eina ferð frá sama tíma í fyrra ef tillit er tekið til þess að nú er hlaupaár. London var sú borg sem oftast var flogið til frá Keflavíkurflugvelli í febrúar samkvæmt …

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …