Samfélagsmiðlar

Nýtt framboð til stjórnar Icelandair að frumkvæði hóps hluthafa

Marty St. George hefur langa reynslu af stjórnunarstörfum í fluggeiranum. Hann segist hafa margar hugmyndir um hvernig megi bæta rekstur Icelandair.

Marty St. George er í framboði til stjórnar Icelandair. Hann segir að sér þyki mikið til viðskiptamódels flugfélagsins koma. Að mæta bæði eftirspurn eftir ferðalögum til Íslands og um leið starfrækja miðstöð fyrir lágfargjaldaflug yfir Norður-Atlantshafið.

Einn þeirra níu sem eru í framboði til fimm manna stjórnar Icelandair er Bandaríkjamaðurinn Marty St. George. Hann er í dag einn framkvæmdastjóra S-Ameríska flugfélagsins LATAM og hefur meira en þriggja áratuga reynslu úr fluggeiranum. St. George var um langt árabil framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs bandaríska flugfélagsins JetBlue Airways.

Hann hefur einnig sinnt stjórnurnarstöðum hjá United Airlines og US Airways. Í lok árs 2019 tók hann að sér tímabundið að sitja í framkvæmdastjórn Norwegian flugfélagsins og fór þá fyrir sölu- og markaðmálum félagsins.

„Ég hef varið öllum mínum starfsferli í fluggeiranum og þekki því til Icelandair og þeirra hlutfallslega miklu áhrifa sem félagið hefur haft síðustu áratugi. Núna þegar við erum að komast út úr heimsfaraldrinum þá verða flugfélög um leið að endurskilgreina viðskiptamódel sín. Ég tel að sterk staða Icelandair á markaði fyrir almenn ferðalög („leisure“) sé traustur grunnur til að byggja á,“ segir Marty St. George, um áhuga sinn á að sækjast eftir sæti í stjórn Icelandair.

Aðspurður segir hann að hópur hluthafa í Icelandair hafi leitað til sín um framboð og hann njóti stuðnings þeirra. „Ég hef átt í viðræðum við ákveðna hluthafa og hlakka til að halda því samtali áfram verði ég það lánsamur að vera kjörinn,“ segir St. George í svari til Túrista.

Í því samhengi má rifja upp að tilnefninganefnd Icelandair Group leggur til að núverandi stjórn verði endurkjörin.

Sem fyrr segir þá starfaði St. George lengi hjá hinu bandaríska JetBlue en það er oft flokkað á sama hátt og Icelandair, þ.e. flugfélag sem staðsetur sig mitt á milli þeirra hefðbundnu og lágfargjaldaflugfélaga.

Stjórnarframbjóðandinn hefur einnig unnið fyrir Norwegian sem hefur verið einn helsti keppinautur íslenska félagsins í flugi milli Evrópu og Norður-Ameríku.

Á hvaða hátt getur reynslan frá þessum tveimur flugfélögum komið að notum við stjórnarborðið hjá Icelandair?

„Ég hef notið þess að vinna hjá flugfélögum sem eru að fara í gegnum breytingar. Bæði þessi flugfélög voru í taprekstri eftir mikið vaxtarskeið og urðu að breyta viðskiptamódeli sínu til að verða sjálfbær fyrirtæki. Þessar breytingar náðu til tekjumódelsins og aukins kostnaðarhagræðis. Ég hlakka til að hjálpa stjórnendum Icelandair Group að ná þessum markmiðum.”

Marty St. George segir að sér þyki mikið til viðskiptamódels Icelandair koma, að mæta bæði eftirspurn eftir ferðalögum til Íslands og um leið starfrækja miðstöð fyrir lágfargjaldaflug yfir Norður-Atlantshafið.

„Ég tel að brotthvarf lágfargjaldaflugfélags eins og Norwegian skapi enn fleiri tækifæri fyrir Icelandair,” bætir hann við.

Spurður hvar helstu möguleikarnir eru til að bæta rekstur Icelandair þá segir St. Marty að hann hafi, í ljósi fyrri starfa, margar hugmyndir en telji ekki tímabært að ræða þær fyrir en hann hafi verið valinn í stjórnina og hafi hitt stjórnendur Icelandair.

Nýtt efni

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …

Toyota í Japan tilkynnti í morgun að framleiðsla fyrirtækisins hefði aukist um sjö prósent í janúar og að þetta væri þrettándi mánuðurinn í röð sem fleiri bílar væru framleiddir en í sama mánuði árið á undan. Meginskýringin er sögð mikil eftirspurn í Bandaríkjunum. Í janúar runnu rúmlega 740 þúsund fleiri Toyotur af færiböndum verksmiðjanna en …

Við þeim sem fara um Ráðhústorg í Kaupmannahöfn þessa dagana blasir við risastór auglýsing frá Icelandair. Velunnari FF7 var þar á ferð í vikunni og sendi meðfylgjandi mynd. Auglýsingin er á húsi númer fjögur við Ráðhústorg og fyrir hornið á vegg sem snýr að H.C. Andersen Boulevard, sem er mikil umferðaræð í gegnum miðborgina. Unnið …

Tæknirisinn Apple hefur síðastliðinn áratug unnið að þróun rafknúinna og sjálfstýrðra ökutækja sem þó aldrei hafa verið formlega kynnt. Og það verður varla úr þessu því nú hefur þessari þróunarvinnu verið hætt samkvæmt frétt Bloomberg. Þriðjungurinn af þeim mörg hundruð manns sem unnið hafa að bílaverkefninu verða færð yfir á svið gervigreindar hjá Apple en …

Útibú Arion banka á Keflavíkurflugvelli lokaði í janúar og við fjármálaþjónustu í flugstöðinni tók Change Group sem hátti hagkvæmasta tilboðið í þennan rekstur í útboði sem Isavia efndi til í fyrra. Ennþá er Change Group þó ekki komin með tilskilin leyfi til að sinna gjaldeyrisviðskiptum hér á landi samkvæmt því sem FF7 kemst næst og …

Hún er svo vinsæl, bandaríski rithöfundurinn Sarah J. Maas, að þegar þriðja bindið í Crescent City-bókaflokknum kom út þann 30. janúar síðastliðinn stóðu aðdáendur hennar í löngum röðum í vetrarkuldanum fyrir framan bókabúðirnar sem höfðu ákveðið að opna búðir sínar á miðnætti á útgáfudeginum í New York og víðar um Bandaríkin. Þessar raðir fyrir framan …

Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur áætlað að af öllum mat sem framleiddur er í heiminum fari um þriðingur í ruslið, eða 1,3 milljarðar tonna á ári. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur áætlað að á heimsvísu fari um 17 prósent af öllum mat í matvöruverslunum, á veitingastöðum og á heimilum í ruslið. Það er gríðarlegt magn af prýðisgóðri næringu sem þar fer …