Samfélagsmiðlar

Skattrannsókn á greiðslum Airbnb til Íslendinga vék fyrir öðrum verkefnum

Niðurstöður greiningar skatt­rann­sókn­ar­stjóra á 25 milljarða króna greiðslum Airbnb til Íslendinga munu ekki liggja fyrir á fyrsta fjórðungi ársins líkt og stefnt var að. „Verkefnið hefur þó engan veginn verið fellt niður."

Mynd: Sigurjón Ragnar/sr-photos.com

Íslendingar voru sú þjóð sem hafði mest upp úr útleigu gegnum bandarísku gistimiðlunina Airbnb árið 2017. Þá námu meðaltekjur íslenskra leigusala 1,2 milljónum króna samkvæmt úttekt frá Airbnb. Á hinum Norðurlöndunum voru tekjurnar innan við fjórðungur af því sem þekktist hér á landi eins og Túristi fjallaði um á sínum tíma.

Árið 2018 óskaði embætti skattrannsóknarstjóra svo eftir gögn­um frá Air­bnb um greiðslur hingað til lands og með aðstoð írskra skattayfirvalda bárust þau í lok síðasta sumars. Um er að ræða greiðslur uppá 25 milljarða króna á árunum 2015 til 2018.

Möguleg brot fyrnast ekki á næstunni

Til stóð að ljúka vinnu við greiningu á þessum gögnum á fyrsta fjórðungi þessa árs. Sá tími er senn á enda og í svari frá embætti skattrannsóknarstjóra segir að vinnu við yfirferð gagnanna sé enn ekki lokið þótt henni hafi miðað áleiðis.

„Hefur verkefni þetta orðið að þoka fyrir öðrum viðfangsefnum sem fallið hafa til. Verkefnið hefur þó engan veginn verið fellt niður heldur mun það verða unnið til enda svo skjótt sem færi gefst, en fyrningarreglur kreppa ekki að hvað þessi mál varðar að svo stöddu,“ segir í svarinu.

Sektin nám helmingi leigutekna

Skammtímaleiga á húsnæði fyrir ferðamenn var mikið í umræðunni hér á landi og víðar þegar uppgangur ferðaþjónustunnar var mjög hraður á seinni hluta síðasta áratugar. Þá sýndu kannanir, meðal annars í Svíþjóð, að hátt hlutfall leigusala taldi ekki fram tekjur með fullnægjandi hætti. Þegar Airbnb þurfti svo að opna bækur sínar vestanhafs kom í ljós að stór hluti þeirra sem leigði út í gegnum Airbnb var með fjölda eigna á sínum snærum.

Greiðslur Airbnb til einstaklinga gátu því numið háum upphæðum og það líka til Íslendinga. Þannig úrskurðaði yfirskattanefnd síðastliðið sumar að einstaklingur hafi á saknæman hátt vanrækt að telja fram tekjur uppá nærri 29 milljónir króna af útleigu húsnæðis til ferðamanna á árunum 2016, 2017 og 2018. Einnig hafði viðkomandi ekki staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum og innheimtum virðisaukaskatti. Leigusalanum var gert að greiða sekt upp á 14,9 milljónir króna.

Nýtt efni

Það er stundum margt um ferðamanninn á Skólavörðustíg og á Laugavegi. Einhverjir tuða vegna þessa, segjast vilja endurheimta miðborgina, en fleiri gera sér grein fyrir því að ferðamenn hafa glætt miðborgina nýju lífi. Það er svo annað mál að ferðamannafjöldi leiðir gjarnan til einhæfni í þjónustu: Ferðamannamenn í miðborginni - MYND: ÓJ Minjagripaverslunum fjölgar óhæfilega, …

Kynnisferðir hf. hagnaðist um rúmlega 1,3 milljarða króna á síðasta ári og tvöfaldaðist hann á milli ára. Tekjur félagsins námu 14,5 milljörðum króna og jukust um 30 prósent frá í fyrra. „Við erum afar stolt af þeim árangri sem náðist í rekstri félagsins á síðasta ári þrátt fyrir hátt vaxtastig og aðrar krefjandi ytri aðstæður. …

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ríkisstjórn hans með Janet Yellen, fjármálaráðherra, fremsta í flokki, hafa nú kynnt fyrstu opinberu leiðbeiningarnar fyrir markað með kolefniseiningar þar í landi. Leiðbeininginum er ætlað auka líkurnar á því að kolefniseiningar sem ganga kaupum og sölum séu af nægilegum gæðum og að verkefnin sem liggi þeim til grundvallar skili raunverulegum árangri, …

„Fyrir þessa aðgerð voru rúmlega 800 manns í störfum sem ekki eru flugtengd og uppsagnirnar náðu eingöngu til þeirra," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, en fyrirtækið samdi í dag um starfslok 82 starfsmanna. Uppsagnirnar náðu ekki til áhafna líkt og FF7 hafði áður greint frá. „Eins og við höfum sagt þá var árið …

Ráðuneyti viðskipta og sjávarútvegsmála í Noregi kynnti fyrir tveimur árum drög að frumvarpi um að þarlendir kjarasamningar og reglur um aðbúnað næðu líka til áhafna erlendra skipa sem færu um norska lögsögu. Litið yrði svo á að um leið og erlent skip færi inn fyrir norska lögsögu giltu um það sömu reglur og alla innlenda …

Fjárfestar lögðu Play til 4,6 milljarða króna í hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 11. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á hópi stærstu hluthafa félagsins. Nú er lífeyrissjóðurinn Birta stærsti einstaki hluthafinn en samanlagt fara sjóðir á vegum Íslandssjóða fyrir enn stærri hlut. Meðal nýrra stórra hluthafa er félag í eigu Einars Sveinssonar og …

Icelandair sagði í dag upp 82 starfsmönnum en um er að ræða starfsfólk úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins. Í tilkynningu er bent á að Icelandair hafi á árunum 2021 til 2023 ráðið og þjálfað um 2.500 starfsmenn og góður árangur hafi náðst við að byggja félagið hratt upp eftir heimsfaraldurinn. Nú er …

Miklar breytingar eru við sjóndeildarhringinn í grænlenskri ferðaþjónustu. Ný flugstöð verður tekin í notkun í Nuuk 28. nóvember. Síðan er ráðgert að ljúka framkvæmdum við nýjar flugstöðvar í Ilulissat og Qaqortoq á Suður-Grænlandi fyrir lok ársins 2026. Nú sinna Air Greenland og Icelandair Grænlandsflugi en færi ættu að skapast til að laða að fleiri flugfélög. …