Samfélagsmiðlar

Árni og Sveinbjörn ekki lengur í stjórn

Í tengslum við sameiningu Eldeyjar og Kynnisferða þá hefur forstjóri Isavia látið af stjórnarstörfum fyrir fjárfestingarsjóðinn og það hefur líka framkvæmdastjóri Iceland Travel gert.

Fjárfestingasjóðurinn Eldey, sem er í vörslu Íslandssjóða, hefur síðustu ár keypt hluti í fyrirtækjum sem sérhæfa sig í afþreyingu fyrir ferðamenn. Sjóðurinn hefur verið rekinn með tapi allt frá stofnun árið 2015.

Og nú er beðið eftir úrskurði Samkeppniseftirlitsins varðandi samruna Kynnisferða og hluta af eignum Eldeyjar. Unnið var að sameiningunni stærstan hluta síðasta árs.

Lýsti yfir vanhæfi

Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, er einn þeirra fimm sem setið hefur í stjórn Eldeyjar síðustu ár en ennþá er óútkljáð dómsmál Kynnisferða og Isavia vegna útboðs á aðstöðu við Leifsstöð.

Túristi hafði það eftir Sveinbirni sl. vor að hann hefði lýst yfir vanhæfni í stórn Eldeyjar í allri umfjöllun um Kynnisferðir ætlaði sér ekki að taka sæti í stjórn sameiginlegs félags ef af samruni yrði. Sem fyrr segir hefur Samkeppniseftirlitið ekki ennþá birt úrskurð um samrunann en Sveinbjörn fór engu að síður úr stjórn Eldeyjar í byrjun þessa árs. Það gerði Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Iceland Travel, einnig.

Allt gert í góðu samkomulagi

„Það voru tveir stjórnarmenn sem drógu sig til hlés um mánaðarmótin janúar-febrúar. Skýringin á því er sú að þegar kaupsamningurinn við Kynnisferðir var undirritaður í desember sl. þá var ljóst að hlutverk félagsins myndi á næstu vikum snúast mikið til um að ljúka vinnu í tengslum við kaupin og undirbúa í framhaldinu samrunann, m.a. tilkynningu til Samkeppniyfirvalda. Líkt og fram hefur komið í frétt á Túrista þá hafði Sveinbjörn þegar lýst yfir vanhæfi við meðferð og afgreiðslu í Kynnisferðamálinu og hann taldi því rétt í því ljósi að láta af stjórnarstörfum á þessum tímapunkti. Hið sama á við um Árna Gunnarsson framkvæmdastjóra frá þeim tíma sem Iceland Travel var sett í formlegt söluferli. Þetta er allt gert í góðu samkomulagi enda eru þeir báðir verið mikils metnir og öflugir stjórnarmenn,“ segir Hrönn Greipsdóttir, framkvæmdastjóri Eldeyjar aðspurð um stjórnarbreytinguna.

Einnig formaður stjórnar Íslandsstofu

Hún bætir því við að þar sem ekki sé varamönnum til að dreifa þá verða stjórnarmenn þrír fram að næsta aðalfundi sem verður haldinn í vor. „Stjórn Eldeyjar í dag skipa því Hildur Árnadóttir sem jafnframt er stjórnarformaður, Arnar Þórisson og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.“

Þess má geta að Hildur er jafnframt stjórnarformaður Íslandsstofu sem hefur meðal annars það hlutverk að kynna Ísland sem áfangastað erlendra ferðamanna. Þórdís Lóa er borgarfulltrúi Viðreisnar og Arnar er annar eigenda Íslenskrar fjárfestingar sem er meðal hluthafa í Eldey. Það eru hins vegar íslenskir lífeyrissjóðir sem fara fyrir bróðurparti hlutafjár í sjóðnum.

Skásta afkoman árið 2017

Túristi hefur síðustu mánuði fjallað um málefni Eldeyjar og í þeim greinum hefur verið minnst á taprekstur sjóðsins síðustu ár. Þar hefur ekki komið skýrt fram að sjóðurinn hefur í raun verið rekinn með tapi allt frá stofnun árið 2015. Ekki aðeins frá árinu 2017 sem framkvæmdastjórinn lýsti sem „Annus horribilis!“

Árið 2015 var tapið þrettán milljónir, 72 milljónir árið og svo ein milljón árið 2017. Tap Eldeyjar nam 355 milljónum árið 2018 og þrefaldaðist svo árið 2019. Þá niðurstöðu mátti að mestu rekja til ástandsins sem Covid-19 hefur valdið í ferðaþjónustunni.

Nýtt efni

Þegar blaðamaður gengur inn á Dill á Laugavegi 59 um miðjan dag í miðri viku er starfsfólkið að undirbúa kvöldið, útbúa ýmislegt fyrirfram sem fylgir 18 rétta matseðli kvöldsins. Það kostar vinnu og hæfileika að tryggja að gestir njóti þeirrar upplifunar sem þeir vænta með því að bóka borð löngu fyrirfram á þessum íslenska Michelin-stað.  …

„Íbúar þessa lands búa í ósamþykktu atvinnuhúsnæði á meðan ferðafólk gistir í íbúðarhúsnæði,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, í óundirbúinni fyrirspurn á Alþingi í gær. Þar gagnrýndi hún þær reglur sem settar voru í tíð Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur í ráðuneyti ferðamála árið 2018. Sagði Kristrún reglurnar gera fyrirtækjum, með fjölda íbúða í skammtímaleigu til …

Ég hitti dræverinn minn við terminalinn í Keflavík. Hann var að koma úr transferi  frá Selfossi. Ég spurði  hvort hann væri á Sprinternum, „Nei ég er á nýja Benzinum  hjá  Ice-eitthvað. En hvað eigum við að taka marga pax spurði hann og eru allir með vácera eða eiga þeir að borga kontant?“  Daman á deskinum …

Nú eru 10 þotur á vegum Play í háloftunum en þær voru sex fyrir ári síðan. Umsvifin hafa því aukist  um meira en helming og í nýliðnum nóvember flutti félagið 107 þúsund farþega. Það er viðbót um 42 prósent frá sama tíma í fyrra. Viðbótin er minni en sem nemur auknu framboði og sætanýtingin var …

Rebecca Yarros er sex barna móðir. Hún þjáist af sjaldgæfum sjúkdómi sem kallast Ehlers-Danlos og hún á erfitt með svefn. Í mörg ár hefur hún vaknað um miðjar nætur og legið andvaka tímunum saman. Á hinum svefnlausu nóttum vandi hún sig á að setjast upp og lesa svokallaðar ástarsögur eða romance á fræðimáli bókaútgefenda. Þegar …

Vefmiðillinn Túristi hóf sitt ferðalag fyrir 14 árum en í dag birtist hann lesendum undir nýju nafni og í breyttum búningi, sem ekki er þó fullskapaður heldur í mótun: FF7 - Frásagnir og fréttir alla daga. Áfram verða ferðamál í öndvegi en leitað fanga víðar, birtar áhugaverðar og skemmtilegar frásagnir af ýmsu tagi og fréttir …

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir

Aðlögunarhæfni er meðal helstu styrkleika ferðaþjónustunnar. Það sýndi hún vel í kórónaveirufaraldrinum og það á örugglega eftir að reyna á þennan eiginleika aftur. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, kom inn á þetta í ávarpi sínu á morgunfundi SAF og SA um skattspor ferðaþjónustunnar. Ekki er langt síðan Þórdís Kolbrún gegndi starfi utanríkisráðherra og …

Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur, kynnti niðurstöður skýrslu sem Reykjavík Economics vann fyrir SAF um skattspor ferðaþjónustunnar - um það hvert raunverulegt framlag hennar er til samfélagsins. Byggt er á tölum frá 2022 og er meginniðurstaðan sú að skattspor ferðaþjónustunnar hafi verið rúmir 92 milljarðar króna en rúmir 155 milljarðar ef virðisaukaskattur er meðtalinn. Þetta eru …