Samfélagsmiðlar

Hópferðir fyrir Íslendinga um Ísland hitta í mark

Á meðan beðið er eftir því að ferðir út í heim verði með eðlilegri hætti þá bjóða Bændaferðir upp á sérferðir innanlands.

Úr fyrstu innanlandshópferð Bændaferða í febrúar sl. Hér er hópurinn við kirkjuna í Haukadal.

Bændaferðir hafa lengi verið með á boðstólum fjölbreyttar hópferðir til útlanda. Vegna heimsfaraldursins hafa þær skiljanlega legið niðri og því gefst viðskiptavinum ferðaskrifstofunnar núna tækifæri á að ferðast saman um eigið land.

Og viðtökurnar hafa farið fram úr væntingum að sögn Hugrúnar Hannesdóttur hjá Bændaferðum sem svaraði nokkrum spurningum Túrista um gang mála.

Eru þetta nýjung hjá ykkur?
Bændaferðir standa nú í fyrsta sinn fyrir skipulögðum hópferðum um Ísland fyrir Íslendinga. Innan fyrirtækisins er áratuga löng reynsla af skipulagningu hópferða um Ísland fyrir erlenda ferðamenn undir merkjum Hey Iceland. Bændaferðir hafa aftur á móti staðið fyrir hópferðum á erlenda grundu fyrir Íslendinga. Við fundum fyrir því að farþegar okkar hafa saknað þess mikið að geta ekki ferðast með Bændaferðum og þess frábæra félagsskap sem fólk fær í ferðunum. Það voru því í rauninni farþegarnir okkar sem voru aðal hvatinn að skipulagningu Íslandsferðanna. Við vildum gefa fólki tækifæri til að ferðast saman þó ekki væri það til útlanda að þessu sinni.

Hvernig hafa viðtökurnar verið?
Segja má að við séum með tvær vörulínur. Annars vegar ferðir þar sem hugsunin er að leyfa farþegum að kynnast „hinni hliðinni“ á fararstjórunum okkar. Að farið sé á svæði sem fararstjórarnir þekkja sérstaklega eða hafa persónulega tengingu við, jafnvel þeirra heimaslóðir. Hins vegar er um að ræða hálendisferðir þar sem farið er um svæði sem hinn venjulegi fólksbíll á ekkert erindi. Í stuttu máli hafa viðtökurnar verið algerlega framar væntingum og í sumum tilfellum hefur verið nánast rifist um sætin.

Hvernig er staðið að sóttvörnum í ferðunum?
Farið er í hvívetna samkvæmt leiðbeiningum embættis landlæknis og höfum við farið yfir fyrirkomulag ferðanna með fulltrúa frá þeim. Rútufyrirtæki, gististaðir og veitingastaðir þurfa auðvitað að fara eftir þeim leiðbeiningum sem embætti landlæknis gefur hverju sinni. Við veitum farþegunum upplýsingar um þær reglur sem gilda hverju sinni í ferðagögnum og passað er að hópastærðin sé hófleg. Þannig tryggjum við bil á milli farþega í rútum, á þeim stöðum sem stoppað er og á veitingastöðum. Notkun á grímum og spritti er líka orðið öllum tamt eftir liðið ár.

Kemur til greina að fjölga ferðunum þegar líður á sumarið eða færist þá fókusinn á ferðir út í heim?
Við höldum því einmitt opnu að bæta við auka brottförum fyrir vinsælustu innanlandsferðirnar þegar að líður á sumarið. Auðvitað fer þetta allt eftir því hvernig ferðasumarið bæði hér heima og erlendis þróast. Fókusinn hjá okkur er nú þegar á haustið og veturinn hvað ferðir út í heim varðar. Úrval ferða á aðventunni hefur t.d. aldrei verið eins mikið hjá okkur enda hefur engin önnur íslensk ferðaskrifstofa skipulagt hópferðir eins lengi á aðventumarkaðina í Mið-Evrópu og við hjá Bændaferðum. Þær ferðir eiga því sérstakan sess í hjarta okkar. Í júní hefjum við svo sölu á skíðagönguferðum næsta árs.

Nýtt efni

Árið 1970 barst Pattie Boyd nafnlaust og dularfullt ástarbréf frá einhverjum sem þráði hana afar heitt. Vandinn var bara sá að Pattie var þegar gift öðrum manni og ekki ófrægum; hún og George Harrison gítarleikari The Beatles höfðu búið saman í sex ár þegar bréfið barst Pattie.  „Ég skrifa þér þessa orðsendingu í þeim megintilgangi …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …