Samfélagsmiðlar

Hópferðir fyrir Íslendinga um Ísland hitta í mark

Á meðan beðið er eftir því að ferðir út í heim verði með eðlilegri hætti þá bjóða Bændaferðir upp á sérferðir innanlands.

Úr fyrstu innanlandshópferð Bændaferða í febrúar sl. Hér er hópurinn við kirkjuna í Haukadal.

Bændaferðir hafa lengi verið með á boðstólum fjölbreyttar hópferðir til útlanda. Vegna heimsfaraldursins hafa þær skiljanlega legið niðri og því gefst viðskiptavinum ferðaskrifstofunnar núna tækifæri á að ferðast saman um eigið land.

Og viðtökurnar hafa farið fram úr væntingum að sögn Hugrúnar Hannesdóttur hjá Bændaferðum sem svaraði nokkrum spurningum Túrista um gang mála.

Eru þetta nýjung hjá ykkur?
Bændaferðir standa nú í fyrsta sinn fyrir skipulögðum hópferðum um Ísland fyrir Íslendinga. Innan fyrirtækisins er áratuga löng reynsla af skipulagningu hópferða um Ísland fyrir erlenda ferðamenn undir merkjum Hey Iceland. Bændaferðir hafa aftur á móti staðið fyrir hópferðum á erlenda grundu fyrir Íslendinga. Við fundum fyrir því að farþegar okkar hafa saknað þess mikið að geta ekki ferðast með Bændaferðum og þess frábæra félagsskap sem fólk fær í ferðunum. Það voru því í rauninni farþegarnir okkar sem voru aðal hvatinn að skipulagningu Íslandsferðanna. Við vildum gefa fólki tækifæri til að ferðast saman þó ekki væri það til útlanda að þessu sinni.

Hvernig hafa viðtökurnar verið?
Segja má að við séum með tvær vörulínur. Annars vegar ferðir þar sem hugsunin er að leyfa farþegum að kynnast „hinni hliðinni“ á fararstjórunum okkar. Að farið sé á svæði sem fararstjórarnir þekkja sérstaklega eða hafa persónulega tengingu við, jafnvel þeirra heimaslóðir. Hins vegar er um að ræða hálendisferðir þar sem farið er um svæði sem hinn venjulegi fólksbíll á ekkert erindi. Í stuttu máli hafa viðtökurnar verið algerlega framar væntingum og í sumum tilfellum hefur verið nánast rifist um sætin.

Hvernig er staðið að sóttvörnum í ferðunum?
Farið er í hvívetna samkvæmt leiðbeiningum embættis landlæknis og höfum við farið yfir fyrirkomulag ferðanna með fulltrúa frá þeim. Rútufyrirtæki, gististaðir og veitingastaðir þurfa auðvitað að fara eftir þeim leiðbeiningum sem embætti landlæknis gefur hverju sinni. Við veitum farþegunum upplýsingar um þær reglur sem gilda hverju sinni í ferðagögnum og passað er að hópastærðin sé hófleg. Þannig tryggjum við bil á milli farþega í rútum, á þeim stöðum sem stoppað er og á veitingastöðum. Notkun á grímum og spritti er líka orðið öllum tamt eftir liðið ár.

Kemur til greina að fjölga ferðunum þegar líður á sumarið eða færist þá fókusinn á ferðir út í heim?
Við höldum því einmitt opnu að bæta við auka brottförum fyrir vinsælustu innanlandsferðirnar þegar að líður á sumarið. Auðvitað fer þetta allt eftir því hvernig ferðasumarið bæði hér heima og erlendis þróast. Fókusinn hjá okkur er nú þegar á haustið og veturinn hvað ferðir út í heim varðar. Úrval ferða á aðventunni hefur t.d. aldrei verið eins mikið hjá okkur enda hefur engin önnur íslensk ferðaskrifstofa skipulagt hópferðir eins lengi á aðventumarkaðina í Mið-Evrópu og við hjá Bændaferðum. Þær ferðir eiga því sérstakan sess í hjarta okkar. Í júní hefjum við svo sölu á skíðagönguferðum næsta árs.

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …