Samfélagsmiðlar

Góður stígandi í Íslandsferðum Bandaríkjamanna

Nú í sumar hefur Delta boðið upp á daglegar ferðir til Íslands frá þremur bandarískum borgum.

Þotur Icelandair flugu helmingi sjaldnar til Bandaríkjanna í ágúst í samanburði við sama mánuð í hittifyrra. Þrátt fyrir það var samdrátturinn í fjölda bandarískra ferðamanna á Íslandi hlutfallslega miklu minni.

Hingað komu nefnilega 57.555 bandarískir ferðamenn í ágúst samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Það er um fimm þúsund færri en í ágúst 2019 sem jafngildir átta prósent niðursveiflu. Í júlí var bilið 22 prósent og 64 prósent í júní.

Í heildina dróst framboð á flugi til Íslands frá Bandaríkjunum engu að síður saman um 36 prósent í síðasta mánuði samkvæmt talningum Túrista. Munar þar mestu um fyrrnefndan samdrátt hjá Icelandair en einnig lét American Airlines ekki sjá sig hér á landi í sumar. Í hittifyrra bauð félagið upp á daglegar ferðir hingað frá Dallas í Texas.

Sókn bandarísku flugfélaganna Delta og United Airlines inn á íslenska markaðinn vegur hins vegar upp á móti. Þannig flugu þotur Delta helmingi fleiri ferðir hingað í ágúst en á sama tíma árið 2019. Umsvif United tvöfölduðust og hlutdeild þessara tveggja flugfélaga í Íslandsflugi frá Bandaríkjunum jókst því eins og sjá má grafinu hér fyrir neðan.

Miklu fleiri túristar í hverri ferð

Bandaríkin eru ennþá lokuð ferðafólki frá Evrópu og í raun eingöngu Bandaríkjamenn sem geta nýtt sér flugferðirnar hingað. Og þeir urðu fleiri og fleiri í þotunum eftir því sem leið á sumarið. Í júni voru að jafnaði 84 bandarískir ferðamenn í hverri þotu sem flaug frá Keflavíkurflugvelli en í júli fór meðaltalið upp í 121 ferðamann. Í nýliðnum ágúst voru svo 129 bandarískir túristar í hverri þotu.

Í ágúst 2019 var meðaltalið miklu lægra eða 91 ferðamaður eins og sjá má á grafinu hér fyrir neðan.

Skýringarnar á fleiri bandarískum ferðamönnum í þotunum eru þessar helstar. Í fyrsta lagi er ennþá einstefna í flugi frá Bandaríkjunum ef svo má segja. Ferðamenn frá Evrópu fá ekki að fara yfir bandrísk landamærli en bólusettir Bandaríkjamenn hafa verið velkomnir til Evrópu. Hinn skýringin er sú að í venjulegu árferði, eins og sumarið 2019, þá eru skiptifarþegar stærsti hópurinn hjá Icelandair. Svo er ekki núna en aftur á móti hefur Íslandsflug bandarískur flugfélaganna alltaf gengið út á að flytja ferðamenn til Íslands.

Það bera að hafa í huga að hér að ofan gefum við okkur að allir bandarískir ferðamenn sem taldir eru í Leifsstöð séu á leið til Bandaríkjanna. Vissulega er heimurinn ekki svo einfaldur en skekkjan er þó líklegast ekki stór.

Nýtt efni

Víðast hvar eru gistinætur útlendinga helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustu enda nær eingöngu eyríki að telja ferðafólk við landamæri með einföldum hætti. Hjá frændþjóðum okkar eru gistinæturnar því aðalmálið og nú fjölgar erlendu gestunum í Noregi þónokkuð frá fyrra ári en forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hefur undanfarna mánuði bent á harðnandi samkeppni við þau …

Icelandair var stundvísasta flugfélag Evrópu í nýliðnum júní samkvæmt lista greiningafyrirtækisins Cirium. Að jafnaði voru 84 prósent ferða Icelandair á réttum tíma í síðasta mánuði sem er á pari við stundvísina í maí. Í öðru sæti á lista Cirum er Iberia Express og Iberia í þriðja sæti. SAS varð í fjórða og Finnair í fimmta …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …

„Ef maður vill færa út kvíarnar þá verður að taka áhættuna þegar „eina raunverulega" vöruhúsakeðjan í Evrópu er til sölu," segir Ayad Al-Saffar, stofnandi Axcent of Scandinavia, sem um helgina keypti belgíska verslunarfélagið Inno í félagi við fjárfestingafélagið Skel. Stjórnarformaður þess síðastnefnda er Jón Ásgeir Jóhannesson sem jafnframt fer fyrir meirihluta í fjárfestingafélaginu en Jón …

Kaupmannahafnarflugvöllur er fjölfarnasta flughöfn Norðurlanda og fóru hátt í 2,9 milljónir farþega þar um í júní eða ríflega þrefalt fleiri en um Keflavíkurflugvöll á sama tíma. Íslenski flugvöllurinn kemst þó á blað yfir vinsælustu áfangastaðina fyrir farþega í Kaupmannahöfn og er í níunda sæti á topplistanum fyrir júní. Í þeim mánuði nýttu 55.515 farþegar sér …

Þegar heimsfaraldurinn hófst í febrúar árið 2020 lækkaði gengi hlutabréfa í ferðaþjónustufyrirtækjum hratt og hjá Icelandair fór það niður um þrjá fjórðu fyrstu mánuðina eftir að landamærum var lokað til að hefta útbreiðslu veirunnar. Gengið hélt svo áfram að lækka fram á haustið þegar efnt til hlutafjárútboðs þar sem hver hlutur var seldur á 1 …

Aðdáun Indverja á vískíi er ekki ný af nálinni. Þó var það ekki fyrr en í kringum árið 2010 að framleiðandinn Amrut, sem var stofnaður árið 1948, kynnti Indian Single Malt viskí sem átti sérstaklega góðu gengi að fagna í Skotlandi, af öllum stöðum, áður en það hélt áfram til Bandaríkjanna þar sem það mæltist …

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …