Samfélagsmiðlar

Samkeppnislög kunna að setja Icelandair Group skorður

Það eru vísbendingar um að hlutdeild systurfélaganna Icelandair og Vita á ferðamarkaðnum sé að aukast umtalsvert.

Icelandair Group hefur fjölgað ferðum til Alicante og Tenerife á næstunni. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlits, segir að eftirlitið og dómstólar hafi á fyrri tíð metið fyrirtæki í Icelandair samstæðunni markaðsráðandi á tilteknum mörkuðum.

Samruni Ferðaskrifstofu Íslands og Heimsferða er skaðlegur samkeppni samkvæmt frummati Samkeppniseftirlitsins. Eftir að forráðamönnum ferðaskrifstofanna tveggja var kynnt þetta frummat afturkölluðu þeir beiðni um samruna sem Samkeppniseftirlitið hafði haft til skoðunar frá því í janúar. Ferðaskrifstofurnar hafa að undanförnu dregið töluvert úr framboði nú í haust og vetur.

Á sama tíma hafa systurfélögin Icelandair og Vita fjölgað ferðum til sólarlanda. Þannig ætlar Vita að bjóða upp á vetrarferðir til Alicante í fyrsta sinn en þotur Icelandair eru nýttar í flugið til spænsku borgarinnar. Stjórnendur Icelandair sjá auk þess tækifæri í bæta við ferðum til Tenerife og fljúga þangað allt að fjórum sinnum í viku. Vita nýtir þessar sömu áætlunarferðir til að flytja sína farþega í pakkaferðir til Tenerife.

Það eru því vísbendingar um að hlutdeild Icelandair og Vita á sólarlandamarkaðnum séu að aukast hratt þrátt fyrir að Play hafi nýverið bæst við.

Aðspurður segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlits, að umsvif Icelandair og Vita hafi verið til skoðunar í tengslum við fyrrnefndan samruna. Páll Gunnar vísar jafnframt til þess að bæði Samkeppniseftirlitið og dómstólar hafi á fyrri tíð metið fyrirtæki í Icelandair samstæðunni markaðsráðandi á tilteknum mörkuðum. Til að mynda í flugi á tilteknum flugleiðum og í flugþjónustu.

„Bann samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu kann því að setja fyrirtækjum í þeirri samstæðu skorður. Samkeppniseftirlitið hefur hins vegar enga afstöðu tekið til þessa.“

Auka líka framboð á skíðaferðum

Það eru þó ekki bara á markaðnum fyrir sólarlandaferðir sem umsvif Icelandair fyrirtækjanna eru að aukast. Þannig bætti flugfélagið sjálft við áætlunarferðum til Salzburg í Austurríki stuttu eftir að Play hóf sölu á ferðum þangað. Vetrarflug til Salzburg var fastur liður á vetrardagskrá Wow Air og var þar stílað inn á íslenskt skíðafólk. Til viðbótar flýgur Icelandair svo viðskiptavinum Vita í skíðaferðir til Ítalíu.

Taka við fleiri vildarpunktum en áður

Þórunn Reynisdóttir forstjóri Úrval-Útsýn, sem heyrir undir Ferðaskrifstofu Íslands, hefur áður gagnrýnt að Vita bjóði viðskiptavinum sínum að greiða hærra hlutfall fargjaldsins með vildarpunktum Icelandair en áður tíðkaðist. Vill Þórunn meina að með þessu sé Icelandair í raun að niðurgreiða ferðir Vita. Talsmaður Icelandair tekur ekki undir þetta sjónarmið og segir Icelandair tilbúið til að leyfa ótengdum ferðaskrifstofum að taka við vildarpunktum.

Tengsl Vita og Icelandair ná þó ekki aðeins til eignarhaldsins því forstjóri Icelandair Group, Bogi Nils Bogason, er stjórnarformaður Vita. Með honum í stjórninni eru tveir af framkvæmdastjórum samstæðunnar.

Nýtt efni

„Samstarf fólks um allt land er forsenda þess að þróunin verði Grænlandi í hag. Ferðamenn virða ekki sveitamörk heldur eru með hugann allan við að njóta áfangastaða sinna. Þess vegna er svo brýnt að við sem áfangastaðurinn Grænland vinnum saman að því að bjóða upp á óaðfinnanlega og heildstæða upplifun - og náum saman, bæði …

Biðinni er brátt lokið og eftirvæntingarfullir aðdáendur írska rithöfundarins Sally Rooney getað andað léttar því að í liðinni viku var tilkynnt af The Wylie Agency, umboðsskrifstofu rithöfundarins, að ný bók væri væntanleg frá henni þriðjudaginn 24. september 2024.  Alex Bowler, talsmaður Faber & Faber, enska forlags rithöfundarins, sendi líka frá sér tilkynningu í tilefni af væntanlegri  …

Farþegar á Keflavíkurflugvelli gátu að jafnaði valið á milli nærri 10 brottfara á dag til höfuðborgar Bretlands í síðasta mánuði. Þetta er viðbót um eina ferð frá sama tíma í fyrra ef tillit er tekið til þess að nú er hlaupaár. London var sú borg sem oftast var flogið til frá Keflavíkurflugvelli í febrúar samkvæmt …

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …