Samfélagsmiðlar

Hefja sölu á þriðja áfangastaðnum og sá er líka á Spáni

Frá La Barceloneta hverfinu í Barcelona. Þangað ætlar Play að fljúga næsta sumar.

Nú í sumar hafa þotur Play flogið reglulega til sjö borga en ennþá bíður félagið með að setja í sölu farmiða til meirihluta þessara staða frá og með næsta vori. Á þetta benti Túristi í vikunni en þá var eingöngu hægt að bóka far með félaginu til Alicante og Tenerife frá lokum mars á næsta ári.

Núna hefur félagið bætt Barcelona við og er reiknað með að fyrsta ferðin þangað verði farin þann 22. apríl. Þar með eru þrír spænskir staðir komnir í sölu hjá Play fyrir næstu sumarvertíð og þar með er framboðið upptalið.

Þeir Íslendingar sem búsettir eru í Kaupmannahöfn, London, Berlín og París og eru ákveðnir í að koma heim næsta sumar geta nefnilega ekki ennþá borið saman fargjöldin hjá Play við það sem keppinautarnir bjóða. Það sama á við um þær ferðaskrifstofur sem nú eru að skipuleggja dagskrána fyrir Íslandsferðir næsta sumars.

Icelandair og aðrir keppinautar Play í flugi frá þessum borgum til Íslands eru hins vegar með farmiða í sölu allt fram á haustið 2022.

Play er þó fyrst til að hefja sölu á farmiðum frá Keflavíkurflugvelli til Barcelona á næsta ári. Hvorki Icelandair né Vueling, sem hafa flogið þangað í sumar, hafa sett áætlunarflug ársins 2022, milli Íslands og höfuðborgar Katalóníu, í sölu.

Nýtt efni

Almennu hlutafjárútboði Play lauk í gær og bárust tilboð upp á 105 milljónir króna en lagt var upp með að selja nýtt hlutafé fyrir allt að 500 milljónir króna. Þátttaka almennings í hlutafjáraukningu Play í nóvember 2022 var heldur ekki í takt við framboð. Þá lögðu stærstu hluthafar félagsins því til 2,3 milljarða króna. Það …

Bandarísk flugfélög hvetja Biden-stjórnina í Bandaríkjunum til að gefa ekki út fleiri flugleyfi fyrir kínverska keppinauta þeirra í flugi milli Kína og Bandaríkjanna. Vísað er til samkeppnishindrana sem flugmálayfirvöld í Kína beita erlend flugfélög. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu. Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna gaf það út í febrúar að kínversk flugfélög gætu boðið allt að 50 flugferðir á …

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Fyrir áttu Kynnisferðir 51% hlut í félaginu á móti Tobias Klose. Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta …

„Ég myndi halda að við værum stærsta flugfélagið fyrir þá sem eru að fljúga frá Íslandi," sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, á kynningarfundi hlutafjárútboðs félagsins, á þriðjudaginn. Máli sínu til stuðnings sýndi hinn nýi forstjóri og fyrrum stjórnarformaður flugfélagsins glæru þar sem sjá mátti hvernig hlutdeild Play á heimamarkaði hefur aukist og farið upp …

Árið 2018 kynnti netverslunin Amazon nýjung á bandarískum smásölumarkaði: Amazon Just Walk Out-Stores. Verslunin var kynnt sem mikil bylting og í rauninni væri lausn Amazon framtíðarlausn fyrir aðrar smásöluverslanir. Maður skannaði símann sinn þegar gengið var inn í Just Walk Out-verslun Amazon, valdi þær vörur sem maður girntist, setti þær í innkaupakörfu og síðan gat …

MYND: ÓJ

Fyrir heimsfaraldur voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu litlar, takmörkuðust lengst af við sumarferðir til Mílanó. Á þessu hefur orðið mikil breyting því nú er hægt að fljúga héðan allt árið til Rómar og Mílanó og á sumrin eykst úrvalið enn frekar.  Ítölsku ferðafólki hefur fjölgað verulega í takt við þessar auknu samgöngur og var …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …

Kínverski bílaframleiðandinn Chery virðist vera að ná samningum um að eignast fyrstu verksmiðju sína í Evrópu, nánar tiltekið í katalónska höfuðstaðnum Barselóna á Spáni. Um er að ræða verksmiðju sem Nissan lokaði árið 2021 og er markmið yfirvalda á Spáni og héraðsstjórnarinnar í Katalóníu að endurheimta þau 1.600 störf sem þá glötuðust. Nú hefur katalónski …