Samfélagsmiðlar

Gefa ekkert upp um aðkomu bankans að stækkunaráformum hótelkeðjunnar

Hótel KEA og Hótel Borg tilheyra Keahótelunum. Landsbankinn stærsti hluthafinn.

Forstjóri Keahótelanna segir fyrirtækið standa styrkum fótum eftir endurskipulagningu og endurfjármögnun í viðtali við viðskiptakálf Morgunblaðsins í fyrradag. Í umfjöllun blaðsins er ekki minnst á að K-acquisitions, móðurfélag Keahótelanna, varð gjaldþrota í ársbyrjun. Kröfur í þrotabúið námu 3,8 milljörðum króna en engar eignir fundust.

Allt hlutafé í Keahótelunum var áður helsta eign K-acquisitions en eigendur þess stofnuðu í lok síðasta árs nýtt félag sem fékk heitið Prime hotels ehf. Það félag hélt eftir 65 prósent hlut sinn í hótelkeðjunni á móti Landsbankanum sem breytti skuldum í hlutafé.

Hversu háar fjárhæðir bankinn afskrifaði vegna þessa hefur ekki fengist upplýst en gamla móðurfélagið skuldaði bankanum 1,8 milljarð króna í árslok 2019. Sú skuld er tilkomin vegna fjármögnunar bankans á kaupum K-acquisitions á Keahótelunum árið 2017. Þar seldi sjóður í vörslu Landsbréfa, dótturfélags bankans, stóran hlut.

Engar upplýsingar veittar

Landsbankinn er í dag stærsti hluthafinn í Keahótelunum en þar á bæ fást engin svör um hvort bankinn ætli eða hafi lagt fé í þá stækkun sem forstjórinn hótelkeðjunnar boðar. Svar bankans við fyrirspurn Túrista er einfaldlega svohljóðandi: „Landsbankanum er óheimilt að tjá sig um málefni einstakra viðskiptavina.“

Túristi hefur einnig óskað ekki fengið svör frá forstjóra Keahótelanna um hvort meðeigendur Landsbankans hafi lagt félaginu til aukið fé. En samkvæmt tilkynningu sem þeir sendu út í ársbyrjun þá lögðu þeir á þriðja hundrað milljónir í reksturinn í tengslum við breytingar á eignarhaldi hótelkeðjunnar. Ekkert svar hefur borist.

Kínverskir hluthafar

Sjóður í vörslu bandaríska fjárfestingafélagsins Pt Capital átti helmingshlut í gamla móðurfélagi Keahótelanna og fer því í dag með nærri þriðjung í Keahótelunum. Ögn minna en Landsbankinn. Meðal hluthafa í sjóði Pt Capital er dóttir og einn fjárfestingarstjóra kínversks milljarðamærings sem handtekinn var á síðasta ári vegna meints fjármálamisferlis í heiamlandinu. Frá þessu greindi Viðskiptablaðið í gær.

Auk eignarinnar í Keahótelunum á þessi bandaríski sjóður líka símafyrirtækið Nova.

Nýtt efni

Play mun fækka flugferðunum sínum til Norður-Ameríku um fjórðung í vetur í samanburði við þann síðasta líkt og FF7 greindi frá. Til viðbótar hefur félagið gert breytingar á flugáætlun sinni til Evrópu. Í sumum tilfellum fjölgar ferðunum en þeim fækkar í öðrum. Þannig gerir áætlunin fyrir september ráð fyrir tíu prósent færri ferðum en í …

Play er með fjóra áfangastaði Bandaríkjunum og einn í Kanada og býður félagið nú upp á daglegar ferðir til þeirra allra nærri allt árið um kring. Yfir vetrarmánuðina hefur Play þó dregið úr framboði en næsta vetur verður niðurskurðurinn meiri en áður. Næstkomandi nóvember er aðeins reiknað með 99 brottförum frá Keflavíkurflugvelli til Bandaríkjanna og …

Nú í vikunni hafa mælingar í Noregi og Bandaríkjunum sýnt að verðlag í þessum tveimur löndum hjaðnar hraðar en greinendur höfðu reiknað með. Það sama er upp á teningnum í Svíþjóð en í morgun birti hagstofan þar í landi nýjar verðlagsmælingar sem sýna að verðbólga sl. 12 mánuði mælist nú 2,6 prósent. Ef vaxtakostnaður er …

Gengi hlutabréf í Icelandair hefur nú fallið um 61 prósent síðustu 12 mánuði og kostar hver hlutur í dag 86 aura. Í hlutafjárútboðinu sem efnt var til í september 2020, til að koma flugfélaginu í gegnum heimsfaraldurinn, var hluturinn seldur á 1 krónu. Stuttu eftir útboðið fór gengið eins langt niður og það er í …

Á fyrri helmingi ársins komu aðeins færri Bandaríkjamenn til Íslands en á sama tíma í fyrra þrátt fyrir tíðari flugferðir. Há verðbólga vestanhafs er væntanlega ein af skýringunum á þessum samdrætti enda hafa skuldsettir Bandaríkjamenn nú minna á milli handanna. Nú gæti hagur þess hóps vænkast því verðlag í Bandaríkjunum lækkaði meira í síðasta mánuði …

Vestanhafs er hefur ekkert flugfélag verið rekið með meiri hagnaði en Delta síðustu ár. Á nýafstöðnum öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, voru tekjur félagsins hærri en nokkru sinni áður á þessum hluta árs en aftur á móti var kostnaðurinn líka hærri. Þar með lækkaði hagnaðurinn um 30 prósent á milli ára samkvæmt uppgjöri sem flugfélagið …

Þessa dagana er mikið rætt um samdrátt í íslenskri ferðaþjónustu miðað við síðasta ár en þá er einblínt á að vöxturinn haldi ekki áfram á sama hraða og hann hefur gert eftir heimsfaraldur. Ef bornar eru saman tölur um komur erlendra ferðamanna á fyrstu fimm mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil 2019 sést að …

Það fóru 212 þúsund farþegar með erlend vegabréf í gegnum vopnaleitinni á Keflavíkurflugvelli í júní en þessi talning er notuð til að leggja mat á fjölda ferðamanna hér á landi. Í júní í fyrra var þessi hópur 20 þúsund farþegum fjölmennari og miðað við aukið flugframboð á milli ára þá mátti gera ráð fyrir viðbót …