Samfélagsmiðlar

Áhersla á fjölbreytni og jafnrétti við ráðningar á nýjum framkvæmdastjórum

Breytingar á skipulagi Icelandair Group voru kynntar í vikunni og nú eru tvær framkvæmdastjórastöður lausar fyrirtækinu.

„Okkur fannst því rétt að gera breytingar á þessum tímapunkti og höfum við heilt yfir fengið mjög jákvæð viðbrögð frá starfsfólki," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.

Túristi spurði Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair Group, út í komandi ráðningaferli, endurteknar uppstokkanir á sölu- og markaðssviði og hvort það væri ennþá þörf á því að skilgreina fyrirtækið sem „Group“ nú þegar reksturinn takmarkast við flug.

Það eru sex karlar og ein kona í framkvæmdastjórninni í dag. Má búast við að konur verði ráðnar í þær tvær stöður sem núna eru lausar til að minnka kynjahallann?

Í því ráðningarferli sem er framundan er lykilmarkmiðið að búa til mjög sterkt framkvæmdastjórnarteymi. Fjölbreytni skiptir þar miklu máli. Félagið leggur jafnframt mikla áherslu á jafnréttismál og höfum við sett okkur skýr markmið á því sviði. Það er því ljóst að sjónarmið um fjölbreytni og jafnrétti munu hafa mikið vægi við ráðningarnar.

Þið ætlið að stokka upp sölu- og markaðsviðið á nýjan leik. Það hafa fjórar einstaklingar leitt þetta svið í einni eða annarri mynd síðustu fimm ár. Hvernig hafa almennir starfsmenn tekið þessum tíðu breytingum og þeirri staðreynd að nú munu verkin skiptast á tvö mismunandi svið.

Við erum öll sammála því að nú er mikilvægt að koma á ákveðnum stöðugleika. Í þessu samhengi verður samt að hafa í huga að þegar Covid-19 fór að hafa mikil áhrif á félagið þá var starfsemin skorin verulega niður og breytingar gerðar á skipulaginu. Þá sögðum við að við myndum endurskoða skipulagið aftur þegar við værum komin út úr Covid. Þrátt fyrir að heimsfaraldurinn sé ekki liðinn hjá þá er félagið komið á allt annan stað og við höfum verið í mikilli uppbyggingu síðustu mánuði. Okkur fannst því rétt að gera breytingar á þessum tímapunkti og höfum við heilt yfir fengið mjög jákvæð viðbrögð frá starfsfólki. Þær endurspegla vel áherslur í okkar starfsemi og styðja enn betur við lykilmarkmið okkar, sem er að mæta þörfum viðskiptavina okkar í síbreytilegu umhverfi og stuðla að ánægjulegu og þægilegu ferðalagi.

Kom til greina að fella niður „Group“ í heiti fyrirtækisins í tengslum við þessar skipulagsbreytingar nú þegar búið er að selja Icelandair hótelin og Iceland Travel?

Það kom ekki til skoðunar að fella Group nafnið niður við þessar breytingar. Hins vegar hefur starfsemi og skipulag félagsins breyst verulega á undanförnum árum. Nú er það rekstrarfélag sem er eingöngu í flugi og flugtengdri starfsemi. Við höfum einfaldað skipulagið mjög mikið en fyrir nokkrum árum var sérstakt stjórnunarteymi hjá móðurfélaginu en þar er enginn starfsmaður lengur. Við samþættingu innanlands- og millilandaflugs einfölduðum við skipulagið enn frekar og stjórnendum fækkaði. Svo er búið að selja hótelin og Iceland Travel eins og þú segir. Við erum því ekki að horfa á félagið lengur sem samsteypu og það endurspeglast í stjórnskipulaginu og hvernig félagið er rekið. Hins vegar er Icelandair Group skráða félagið og þar eru ýmsir samningar sem tengjast til dæmis fjármögnun. Það væri því talsverður kostnaður og vinna fólgin í því að leggja Icelandair Group niður og við höfum ekki tekið ákvörðun um að gera það á þessu stigi, hvað sem síðar verður. Það sem öllu máli skiptir er að við sem störfum hjá félaginu horfum á það sem rekstrarfélag, ekki eignarhaldssamsteypu. Þannig höfum við jafnframt verið að kynna félagið út á við.

Nýtt efni

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …

Karólínska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi er það sjöunda besta í heimi samkvæmt árlegum lista bandaríska tímaritsins Newsweek. Þetta er fimmta árið í röð sem Karólínska er á lista yfir þau 10 bestu en Björn Zoëga hefur verið forstjóri sjúkrahússins öll þau ár. Björn sagði stöðunni upp nú í ársbyrjun og lætur af störfum í næstu viku. …

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …