Samfélagsmiðlar

Hefur ekki áhyggjur af markaðshlutdeild Icelandair

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.

Framboð á Evrópuflugi hjá bandaríska flugfélaginu United verður meira á næsta ári en það var árið 2019 og þotur Delta munu fljúga til fleiri evrópskra áfangastaða næsta sumar en áður. Stjórnendur evrópskra flugfélaga eru líka að búa sig undir að spenna bogann. Hjá IAG, móðurfélagi British Airways, er gert ráð fyrir að framboðið næsta sumar verði á pari við það sem var 2019.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, ætlar hins vegar ekki að fara eins hratt af stað. Í Morgunblaðinu í gær boðaði hann að sætaframboðið á næsta ári yrði áttatíu prósent af því sem var 2019.

Óttist þið ekki að missa markaðshlutdeild í flugi yfir Norður-Atlantshafið með minna framboði?

„Nei, við höfum ekki áhyggjur af því hvort markaðshlutdeild breytist eitthvað örlítið upp eða niður á einstökum stórum borgarpörum yfir hafið. Við gerum okkur jafnframt grein fyrir því að þessi framboðsmynd á eftir að þróast byggt á eftirspurn og markaðsaðstæðum. Við höfum mikinn sveigjanleika til að bregðast við slíkri þróun ef þörf er á,“ svarar Bogi.

Hann segir að nú sé félagið með í sölu um áttatíu prósent af því sem var og geti bætt við og dregið úr í takt við eftirspurn.

„Núna erum við að byggja starfsemina skynsamlega upp og á þann hátt að viðskiptalíkanið virki í heild sinni, hvort sem um er að ræða flug til og frá Íslandi eða á milli Evrópu og Norður-Ameríku. Við vorum í 50 prósentum á þriðja fjórðungi, förum í 65 prósent á þeim fjórða og svo 80 prósent á næsta ári. Þetta er að minnsta kosti það sem við erum að vinna með núna. Við fylgjumst hins vegar að sjálfsögðu vel með markaðnum og sem fyrr hyggjumst við nýta sveigjanleika félagsins til þess að grípa þau tækifæri sem geta skapast hverju sinni. Það eru ýmsir kraftar sem hafa áhrif á markaðinn og eftirspurnina eins og t.d. þróun Covid, eldsneytisverð o.s.frv. Því er m.a. spáð að Asíu- og Kyrrahafsmarkaðir taki hægar við sér en Atlantshafið og því eru sum flugfélög að færa lausa framleiðslugetu á milli markaða,“ útskýrir Bogi.

Í því samhengi má nefna að stjórnendur Lufthansa sjá fram á að framboðið á næsta ári verði um tuttugu prósent minna en það var árið 2019. Skýringin á því liggur að miklu leyti á þeirri staðreynd að flug til Asíu er ennþá mjög takmarkað. Á sama tíma er flug á milli Norður-Ameríku og Evrópu að komast á siglingu eftir að bólusettum Evrópubúum var á ný hleypt yfir bandarísk landamæri. Hluti af þeim flugvélum sem hefðu undir eðlilegum kringumstæðum verið á flugi milli Evrópu og Asíu verða því í staðinn á ferðinni yfir Atlantshafinu.

Play komið til sögunnar

Að horfa til ársins 2019 segir hins vegar ekki alla söguna þegar spáð í er umsvifum Icelandair á næsta ári. Sumarið 2018 var framboðið nefnilega meira því þá stóð eltingaleikur Icelandair og Wow Air sem hæst. Á þessum tíma setti útrás Norwegian líka mikla pressu á fargjöldin í flugi milli Evrópu og Norður-Ameríku.

Núna er Wow Air hætt og Norwegian hefur dregið sig út af bandaríska markaðnum. Play er aftur á móti komið til sögunnar og í sumaráætlun félagsins er pláss fyrir allt að 24 ferðir í viku til Bandaríkjanna. Til samanburðar flugu þotur Wow Air 33 ferðir í viku til Norður-Ameríku sumarið 2017 en það ár skilaði félagið myndarlegum hagnaði.

Írska útgáfan að Icelandair með meira framboð

Svo má ekki gleyma samkeppni Icelandair við Aer Lingus. Þetta írska félag rær nefnilega á svipuð mið og Icelandair, bæði gera nefnilega út á farþega sem eru til í að millilenda á leiðinni yfir hafið í skiptum fyrir ódýrari fargjöld og einfaldari þjónustu. Og hjá írska félaginu er stefnt á að framboðið í sumar verði 90 prósent af því sem var sumarið 2019.

Ef þessar spá forsvarsmanna flugfélaganna ganga eftir þá gæti farið svo að Icelandair búi til rými fyrir stóru keppinautanna í flugi milli Evrópu og Ameríku en líka nýliða eins og Play.

Nýtt efni

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …

Norska flugfélagið Norwegian gerði upp annan ársfjórðung í gær en hlutabréf í félaginu féllu um 16 prósent í síðustu viku þegar afkomuspá ársins var lækkuð. Fjárfestar tóku þó uppgjör gærdagsins vel því bréfin hækkuðu um fimm af hundraði. Niðurstaðan hljóðaði upp á 477 milljónir norskra króna í hagnað fyrir skatt eða 6,1 milljarð íslenskra kr. …

Play mun fækka flugferðunum sínum til Norður-Ameríku um fjórðung í vetur í samanburði við þann síðasta líkt og FF7 greindi frá. Til viðbótar hefur félagið gert breytingar á flugáætlun sinni til Evrópu. Í sumum tilfellum fjölgar ferðunum en þeim fækkar í öðrum. Þannig gerir áætlunin fyrir september ráð fyrir tíu prósent færri ferðum en í …

Play er með fjóra áfangastaði Bandaríkjunum og einn í Kanada og býður félagið nú upp á daglegar ferðir til þeirra allra nærri allt árið um kring. Yfir vetrarmánuðina hefur Play þó dregið úr framboði en næsta vetur verður niðurskurðurinn meiri en áður. Næstkomandi nóvember er aðeins reiknað með 99 brottförum frá Keflavíkurflugvelli til Bandaríkjanna og …

Nú í vikunni hafa mælingar í Noregi og Bandaríkjunum sýnt að verðlag í þessum tveimur löndum hjaðnar hraðar en greinendur höfðu reiknað með. Það sama er upp á teningnum í Svíþjóð en í morgun birti hagstofan þar í landi nýjar verðlagsmælingar sem sýna að verðbólga sl. 12 mánuði mælist nú 2,6 prósent. Ef vaxtakostnaður er …

Gengi hlutabréf í Icelandair hefur nú fallið um 61 prósent síðustu 12 mánuði og kostar hver hlutur í dag 86 aura. Í hlutafjárútboðinu sem efnt var til í september 2020, til að koma flugfélaginu í gegnum heimsfaraldurinn, var hluturinn seldur á 1 krónu. Stuttu eftir útboðið fór gengið eins langt niður og það er í …

Á fyrri helmingi ársins komu aðeins færri Bandaríkjamenn til Íslands en á sama tíma í fyrra þrátt fyrir tíðari flugferðir. Há verðbólga vestanhafs er væntanlega ein af skýringunum á þessum samdrætti enda hafa skuldsettir Bandaríkjamenn nú minna á milli handanna. Nú gæti hagur þess hóps vænkast því verðlag í Bandaríkjunum lækkaði meira í síðasta mánuði …

Vestanhafs er hefur ekkert flugfélag verið rekið með meiri hagnaði en Delta síðustu ár. Á nýafstöðnum öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, voru tekjur félagsins hærri en nokkru sinni áður á þessum hluta árs en aftur á móti var kostnaðurinn líka hærri. Þar með lækkaði hagnaðurinn um 30 prósent á milli ára samkvæmt uppgjöri sem flugfélagið …