Samfélagsmiðlar

Vonast til að margfalt fleiri farþegar Play kolefnisjafni þrátt fyrir tvöfalt hærra gjald

Nú býðst farþegum Play líka að kolefnisjafna flugferðir sínar. Reynsla Icelandair sýnir að farþegar félagsins eru ekki líklegir til að velja þann kost.

Um langt árabil hefur Icelandair boðið farþegum sínum að kolefnisjafna flugferðir sínar með því að borga fyrir gróðursetningu á trjám. Flugfélagið setti aukinn kraft í þetta átak haustið 2019 en engu að síður nýta fáir farþegar sér þennan valkost.

Á síðasta ári greiddu farþegar félagsins fyrir gróðursetningu á fimm þúsund trjám sem þýðir í raun að það hafi í besta falli verið um 3.300 farþegar Icelandair sem nýttu sér þennan valkost. Sá útreikningur Túrista byggir á þeirri staðreynd að það þarf að lágmarki að gróðursetja eitt og hálft tré til að kolefnisjafna flugferð með Icelandair samkvæmt reiknivél á heimasíðu flugfélagsins.

Lægra hlutfall en gengur og gerist

Icelandair flutti nærri 1,5 milljón farþega í fyrra og það var því rétt um 0,3 prósent farþega sem nýtti sér kolefnisjöfnun félagsins. Þetta er sambærilegt við það sem var hjá Icelandair í árslok 2019 en um leið miklu lægra hlutfall en almennt gerist í Evrópu. Þannig sýnir reynsla samtakanna Myclimate, sem sér m.a. um kolefnislosun Lufthansa Group, að 1 til 2 prósent farþega borgi aukalega fyrir þessa þjónustu.

Hlutfallið margfaldast ef flugfélögin setja kolefnisjöfnuna inn í bókunarferlið þar sem gengið er frá kaupum á farmiðunum sjálfum. Hjá Icelandair er þessi kolefnisjöfnun ekki hluti af bókunarferlinu og er hvergi auglýst á forsíðu heimasíðu flugfélagsins í dag.

Ekki hluti af bókunarferlinu

Hjá Play var kolefnisjöfnun fyrir farþega kynnt til sögunnar í byrjun þessa mánaðar og í svari upplýsingafulltrúa Play til Túrista segir að vonast sé til að minnsta kosti 1,5 prósent farþega kolefnisjafni flugið sitt.

Play fer þó sömu leið og Icelandair og býður farþegum sínum ekki upp á að kaupa kolefnisjöfnun á sama tíma og þeir kaupa farmiða og greiða fyrir farangur og val á sætum. Þrátt fyrir að sú leið hafi reynst áhrifaríkari út í heimi sem fyrr segir.

Nærri tvöfaldur verðmunur

Hjá Icelandair er bara einn valkostur í boði varðandi kolefnislosun og hann er sá að gróðursetja tré hér á landi í gegnum Kolvið. Skilvirkni þess að binda kolefni í jörðu með gróðursetningu skóga á norðurhveli jarðar er hins vegar umdeild og eins er Kolviður ekki með alþjóðlega vottun á þessu sviði.

Hjá Play hafa geta farþegar valið á milli ólíkra lausna við kolefnisjöfnun og sá ódýrasti er gróðursetning á trjám í gegnum vottað danskt félag. Farþegar Play borga líka töluvert meira fyrir gróðursetninguna en farþegar keppinautsins gera.

Farþegi Icelandair sem flýgur til Kaupmannahafnar og heim aftur þarf til að mynda að borga 673 krónur fyrir jöfnunina á meðan farþegi Play, á sömu leið, borgar 1.194 krónur. Munurinn er líka nærri tvöfaldur ef flogið er yfir á austurströnd Bandaríkjanna.

Aðspurður um þennan verðmun þá bendir talsmaður Play á að þar geti farþegar valið á milli mismunandi leiða til kolefnisjöfnunnar sem byggi á ólíkri tækni og allt ferlið sé vottað.

Nota neðri mörkin

Reiknivélar flugfélaganna eru nokkuð samstíga í útreikningum á losun á hvern farþega. Báðar reikna þær með 600 kílóum á hvern og einn þegar flogið er til Boston og heima aftur. Ef ferðinni er heitið til Kaupmannahafnar segir Icelandir að losunin muni nema 300 kílóum en Play reiknar með 400 kílóum.

Ef reiknivél Myclimate er notuð þá sýnir niðurstaðan um tvöfalt meiri losun. Útreikningar Atmosfair sýna ennþá meiri losun. Skýringin á þessum mun liggur m.a. í þeirri staðreynd að flugfélögin sjálf taka ekki tillit til þess að brennsla á olíu í háloftunum er margfalt skaðlegri en á jörðu niðri. Þannig geta umhverfisáhrif losunar þrefaldast þegar flogið er í að minnsta kosti níu þúsund metra hæð samkvæmt útskýringum frá Myclimate og Túristi fjallaði um á sínum tíma.

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …