Samfélagsmiðlar

Vonast til að margfalt fleiri farþegar Play kolefnisjafni þrátt fyrir tvöfalt hærra gjald

Nú býðst farþegum Play líka að kolefnisjafna flugferðir sínar. Reynsla Icelandair sýnir að farþegar félagsins eru ekki líklegir til að velja þann kost.

Um langt árabil hefur Icelandair boðið farþegum sínum að kolefnisjafna flugferðir sínar með því að borga fyrir gróðursetningu á trjám. Flugfélagið setti aukinn kraft í þetta átak haustið 2019 en engu að síður nýta fáir farþegar sér þennan valkost.

Á síðasta ári greiddu farþegar félagsins fyrir gróðursetningu á fimm þúsund trjám sem þýðir í raun að það hafi í besta falli verið um 3.300 farþegar Icelandair sem nýttu sér þennan valkost. Sá útreikningur Túrista byggir á þeirri staðreynd að það þarf að lágmarki að gróðursetja eitt og hálft tré til að kolefnisjafna flugferð með Icelandair samkvæmt reiknivél á heimasíðu flugfélagsins.

Lægra hlutfall en gengur og gerist

Icelandair flutti nærri 1,5 milljón farþega í fyrra og það var því rétt um 0,3 prósent farþega sem nýtti sér kolefnisjöfnun félagsins. Þetta er sambærilegt við það sem var hjá Icelandair í árslok 2019 en um leið miklu lægra hlutfall en almennt gerist í Evrópu. Þannig sýnir reynsla samtakanna Myclimate, sem sér m.a. um kolefnislosun Lufthansa Group, að 1 til 2 prósent farþega borgi aukalega fyrir þessa þjónustu.

Hlutfallið margfaldast ef flugfélögin setja kolefnisjöfnuna inn í bókunarferlið þar sem gengið er frá kaupum á farmiðunum sjálfum. Hjá Icelandair er þessi kolefnisjöfnun ekki hluti af bókunarferlinu og er hvergi auglýst á forsíðu heimasíðu flugfélagsins í dag.

Ekki hluti af bókunarferlinu

Hjá Play var kolefnisjöfnun fyrir farþega kynnt til sögunnar í byrjun þessa mánaðar og í svari upplýsingafulltrúa Play til Túrista segir að vonast sé til að minnsta kosti 1,5 prósent farþega kolefnisjafni flugið sitt.

Play fer þó sömu leið og Icelandair og býður farþegum sínum ekki upp á að kaupa kolefnisjöfnun á sama tíma og þeir kaupa farmiða og greiða fyrir farangur og val á sætum. Þrátt fyrir að sú leið hafi reynst áhrifaríkari út í heimi sem fyrr segir.

Nærri tvöfaldur verðmunur

Hjá Icelandair er bara einn valkostur í boði varðandi kolefnislosun og hann er sá að gróðursetja tré hér á landi í gegnum Kolvið. Skilvirkni þess að binda kolefni í jörðu með gróðursetningu skóga á norðurhveli jarðar er hins vegar umdeild og eins er Kolviður ekki með alþjóðlega vottun á þessu sviði.

Hjá Play hafa geta farþegar valið á milli ólíkra lausna við kolefnisjöfnun og sá ódýrasti er gróðursetning á trjám í gegnum vottað danskt félag. Farþegar Play borga líka töluvert meira fyrir gróðursetninguna en farþegar keppinautsins gera.

Farþegi Icelandair sem flýgur til Kaupmannahafnar og heim aftur þarf til að mynda að borga 673 krónur fyrir jöfnunina á meðan farþegi Play, á sömu leið, borgar 1.194 krónur. Munurinn er líka nærri tvöfaldur ef flogið er yfir á austurströnd Bandaríkjanna.

Aðspurður um þennan verðmun þá bendir talsmaður Play á að þar geti farþegar valið á milli mismunandi leiða til kolefnisjöfnunnar sem byggi á ólíkri tækni og allt ferlið sé vottað.

Nota neðri mörkin

Reiknivélar flugfélaganna eru nokkuð samstíga í útreikningum á losun á hvern farþega. Báðar reikna þær með 600 kílóum á hvern og einn þegar flogið er til Boston og heima aftur. Ef ferðinni er heitið til Kaupmannahafnar segir Icelandir að losunin muni nema 300 kílóum en Play reiknar með 400 kílóum.

Ef reiknivél Myclimate er notuð þá sýnir niðurstaðan um tvöfalt meiri losun. Útreikningar Atmosfair sýna ennþá meiri losun. Skýringin á þessum mun liggur m.a. í þeirri staðreynd að flugfélögin sjálf taka ekki tillit til þess að brennsla á olíu í háloftunum er margfalt skaðlegri en á jörðu niðri. Þannig geta umhverfisáhrif losunar þrefaldast þegar flogið er í að minnsta kosti níu þúsund metra hæð samkvæmt útskýringum frá Myclimate og Túristi fjallaði um á sínum tíma.

Nýtt efni

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …