Samfélagsmiðlar

Ólíku saman að (kolefnis)jafna

Flugfélögum og samtökum sem bjóða farþegum kolefnislosun ber ekki saman um hversu mikil mengunin er í raun af flugferðum milli borga. Einnig er deilt um hvort gróðursetning á norðurhveli jarðar sé rétta leiðin til að létta á flugviskubitinu.

Áhrif af losun eldsneytis í háloftunum eru vanmetin að mati samtaka sem sérhæfa sig í útreikningum á kolefnislosun.

Að reikna út losun gróðurhúsalofttegunda á hvern farþega í flugvél er ekki einfalt. Taka þarf tillit til tegundar og aldurs þotunnar, hversu margir farþegar eru um borð, í hvaða hæð er flogið, þyngd fraktarinnar og svo mætti áfram telja. Meðal annars af þessum sökum er niðurstaðan nokkuð mismunandi þegar hinar ýmsu reiknivélar eru nýttar til að finna út hversu mikið hver flugferð losar á hvern farþega. Minnst virðist losunin þó vera samkvæmt útreikningum flugfélaganna sjálfra. Reiknivél Icelandair er nýjasta dæmið um það en hún sýnir meðal annars hversu miklu meiri losunin er vegna farþega á Saga farrými.

Samkvæmt reiknivél Icelandair þá nemur losun af koltví­sýr­ingi á hvern farþega, á almennu farrými, um 400 kílóum ef flogið er héðan til Frankfurt og heim aftur. Ef notuð er þýska reiknivélin Atmosfair, sem breska dagblaðið Guardian hefur mælt með, þá er losun á hvern farþega Icelandair, í flugi til og frá þýsku borginni, um eitt tonn af gróðurhúsalofttegundum. Sænska reiknivélin Klimatsmart, sem danska blaðið Politiken styðst jafnan við, fer bil beggja og segir losunina af flugi milli Íslands og Frankfurt nema 783 kílóum.

Í svari Atmosfair, við fyrirspurn Túrista, segir að skýringin á þessu misræmi sé helst sú að flugfélög og líka flugstofnun Sameinuðu þjóðanna horfi aðeins til eldsneytisnotkunar óháð því hvar losunin á sér stað. Bent er á að flugfélög taki ekki tillit til þess að brennsla á olíu í háloftunum er margfalt skaðlegri en á jörðu niðri. Þannig þrefaldist umhverfisáhrifin af losuninni þegar flogið er í að minnsta kosti níu þúsund metra hæð.

Svörin frá svissnesku samtökunum Myclimate eru á sama veg. Þar á bæ er líka horft til þessara margföldunar áhrifa sem brennsla á þotueldsneyti veldur í háloftunum og nemur losunin af flugferð héðan til Frankfurt 864 kg. samkvæmt reiknivél á heimasíðu Myclimate sjálfs. Aftur á móti eru niðurstöður Myclimate allt aðrar þegar reiknivél samtakanna á vefsíðu Lufthansa flugfélagsins er notuð. Þá segir að losun á hvern farþega þýska flugfélagsins nemi 312 kílóum af koltví­sýr­ingi ef flogið er frá Íslandi til Frankfurt, báðar leiðir.

Aðspurður um þennan mikla mun þá segir Kai Landwehr, blaðafulltrúi Myclimate, að í reiknivél Lufthansa sé aðeins horft til losunar vegna eldsneytisnotkunar en ekki til fyrrnefndra heildaráhrifa vegna flughæðar. Landwehr bendir hins vegar á að þegar losun í tengslum við Lufthansa flug er reiknað út eitt og sér þá er horft til raunverulegra gagna um eldsneytisnotkun og sætanýtingu frá flugfélaginu sjálfu. Og það mun líka vera raunin í leitarvél Icelandair sem unnin er í samstarfi við Klappir.

Í Íslandsflug sitt frá Frankfurt notar Lufthansa að jafnaði átta ára gamlar Airbus þotur á meðan flugvélar Icelandair eru flestar í dag framleiddar um aldamótin. Aldur flugflota Icelandair skýrir þó sennilega ekki allan muninn því íslenska félagið flytur oftar en ekki nokkru meiri frakt, til og frá landinu, en erlendu félögin gera. Þar með eykst olíuþörfin og til marks um það þá notar Delta líka eldri gerðir af Boeing 757 þotum í áætlunarferðir sínar hingað frá New York. Samt kemur félagið aðeins betur út úr mælingum Atmosfair eins og sjá má hér fyrir neðan.

Hin hliðin á kolefnisjöfnuninni er svo hvernig staðið er að því að jafna út mengunina sem af fluginu verður. Það fé sem farþegar Icelandair leggja til kolefnisjöfunar fer til að mynda í kaup á plöntum sem gróðursettar eru hér á landi á vegum Kolviðs. Skilvirkni þess að binda kolefni í jörðu með gróðursetningu skóga á norðurhveli jarðar er hins vegar umdeild og þannig eru íslenskir sérfræðingar ekki á einu máli. Þannig benti til dæmis dr. Anna Guðrún Þór­halls­dótt­ir, beit­ar­vist­fræðing­ur og pró­fess­or við Há­skól­ann á Hól­um, á að skógar á norður­slóðum kæl­i ekki held­ur hit­i í viðtali við Morgunblaðið í síðustu viku. Sérfræðingar Skógræktarinnar halda hins vegar öðru fram.

Hvað sem því líður þá hefur jafnframt verið á það bent að Kolviður er ekki með neinar alþjóðlegar vottanir á sviði kolefnisjöfnunar. Í svari samtakanna til Túrista segir að verið sé að vinna að þeim málum og mismunandi vottunaraðila til skoðunar. Gróðursetning er þó ekki eina leiðin til að kolefnisjafna flugferðir. Kaup á umhverfisvænni eldavélum fyrir fátæk heimili í Kenýa og gróðursetning í Nicaragua er meðal þeirra verkefna sem hægt er styrkja með því kolefnisjafna flugferð hjá Myclimate og Lufthansa.

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …