Samfélagsmiðlar

Þurfa að minnsta kosti 124 milljarða til að halda félaginu gangandi

Stærstu hluthafar SAS munu ekki koma félaginu til bjargar að mati forstjórans.

Anko van der Werff, forstjóri SAS.

Stjórnendur skandinavíska flugfélagsins SAS birtu í morgun uppgjör fyrir febrúar til apríl í ár og niðurstaðan er tap upp á 1,6 milljarð sænskra króna fyrir skatt. Upphæðin jafngildir um 21 milljarði íslenskra króna. Rekstrartapið (Ebit) nam rétt um 10 milljörðum króna en til samanburðar var tapið af rekstri Icelandair, á fyrsta fjórðungi, janúar til mars, 7,5 milljarðar króna og 1,7 milljarður króna hjá Play.

Í þessum samanburði verður að hafa í huga að tímabilin eru ólík. Hjá íslensku félögum er janúar meðtalinn en hann var miklu verri mánuður en apríl sem er hluti af uppgjöri SAS.

Mesti spenningurinn í kringum uppgjörið í morgun tengdist gangi mála í fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtæksins. Stjórnendur SAS vinna nefnilega að því að sannfæra áhafnir um að taka á sig kjaraskerðingu og kröfuhafa að breyta skuldum í hlutafé.

Þetta tvennt nægir þó ekki því félagið þarf að minnsta kosti 9,5 milljarða sænskra króna, um 124 milljarða kr., í nýtt hlutafé. Þetta kom fram í máli Anko van der Werff, forstjóra flugfélagsins, í morgun. Í viðtali við Dagens Næringsliv bætti hann við að það væri óhugsandi að stærstu eigendurnir, danska og sænska ríkið, myndu bjarga félaginu. Evrópusambandið myndi ekki gefa leyfi fyrir miklum ríkisstuðningi enn á ný.

Byrja á leigusölunum

Ríkissjóðir landanna tveggja eiga samanlagt 44 prósent af hlut í SAS í dag og eru jafnframt meðal stærstu kröfuhafa. Gert er ráð fyrir að þeirri skuld verði breytt í hlutafé. Samningaviðræður við flugvélaleigur, um að breyta helmingi sinna krafna í hlutafé, gætu orðið snúnari. Forstjóri SAS ítrekar hins vegar að leigusalarnir verði, líkt og starfsfólkið, að horfast í augu við þá staðreynd að ráðamenn í Svíþjóð og Danmörku muni ekki redda flugfélaginu með innspýtingu úr sjóðum almennings.

„Ég ætla að skapa óróa. Í dag er faraldurinn að baki, eftirspurnin í sumar er góð en hver veit hvað gerist í vetur. Það veit enginn. Eftir innrás Rússa í Úkraínu þá er rússneska lofthelgin lokuð. Við getum því ekki flogið til Asíu og verðum að endurskipuleggja flugflotann. Við erum með of margar langdrægar breiðþotur af gerðinni Airbus A330 og A350,“ segir Warff í viðtali við Dagens Nærlingsliv.

Verða að fá inn nýja fjárfesta

Spurður um hversu langan tíma SAS hefur til að ná samningum við kröfuhafa þá segir forstjórinn að það megi ekki taka meira en þrjá mánuði.

Það sama á við um nýja samninga við starfsmenn og þá aðallega flugmenn félagsins en upp úr samningaviðræðum slitnaði í lok mars sl. Engu að síður eiga sér stað óformlegar viðræður að sögn Werff forstjóra.

„Við eru öll á sama bát. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta um hvort einhver er til að setja fé í SAS. Við verður að fá inn fjárfesta sem eru tilbúnir til að veðja á félagið.“

SAS heldur úti Íslandsflugi frá bæði Ósló og Kaupmannahöfn en líkt og Túristi greindi frá í gær verður ekkert af áformum um beint flug hingað frá Stokkhólmi í sumar.

Nýtt efni

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …