Samfélagsmiðlar

Þurfa að minnsta kosti 124 milljarða til að halda félaginu gangandi

Stærstu hluthafar SAS munu ekki koma félaginu til bjargar að mati forstjórans.

Anko van der Werff, forstjóri SAS.

Stjórnendur skandinavíska flugfélagsins SAS birtu í morgun uppgjör fyrir febrúar til apríl í ár og niðurstaðan er tap upp á 1,6 milljarð sænskra króna fyrir skatt. Upphæðin jafngildir um 21 milljarði íslenskra króna. Rekstrartapið (Ebit) nam rétt um 10 milljörðum króna en til samanburðar var tapið af rekstri Icelandair, á fyrsta fjórðungi, janúar til mars, 7,5 milljarðar króna og 1,7 milljarður króna hjá Play.

Í þessum samanburði verður að hafa í huga að tímabilin eru ólík. Hjá íslensku félögum er janúar meðtalinn en hann var miklu verri mánuður en apríl sem er hluti af uppgjöri SAS.

Mesti spenningurinn í kringum uppgjörið í morgun tengdist gangi mála í fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtæksins. Stjórnendur SAS vinna nefnilega að því að sannfæra áhafnir um að taka á sig kjaraskerðingu og kröfuhafa að breyta skuldum í hlutafé.

Þetta tvennt nægir þó ekki því félagið þarf að minnsta kosti 9,5 milljarða sænskra króna, um 124 milljarða kr., í nýtt hlutafé. Þetta kom fram í máli Anko van der Werff, forstjóra flugfélagsins, í morgun. Í viðtali við Dagens Næringsliv bætti hann við að það væri óhugsandi að stærstu eigendurnir, danska og sænska ríkið, myndu bjarga félaginu. Evrópusambandið myndi ekki gefa leyfi fyrir miklum ríkisstuðningi enn á ný.

Byrja á leigusölunum

Ríkissjóðir landanna tveggja eiga samanlagt 44 prósent af hlut í SAS í dag og eru jafnframt meðal stærstu kröfuhafa. Gert er ráð fyrir að þeirri skuld verði breytt í hlutafé. Samningaviðræður við flugvélaleigur, um að breyta helmingi sinna krafna í hlutafé, gætu orðið snúnari. Forstjóri SAS ítrekar hins vegar að leigusalarnir verði, líkt og starfsfólkið, að horfast í augu við þá staðreynd að ráðamenn í Svíþjóð og Danmörku muni ekki redda flugfélaginu með innspýtingu úr sjóðum almennings.

„Ég ætla að skapa óróa. Í dag er faraldurinn að baki, eftirspurnin í sumar er góð en hver veit hvað gerist í vetur. Það veit enginn. Eftir innrás Rússa í Úkraínu þá er rússneska lofthelgin lokuð. Við getum því ekki flogið til Asíu og verðum að endurskipuleggja flugflotann. Við erum með of margar langdrægar breiðþotur af gerðinni Airbus A330 og A350,“ segir Warff í viðtali við Dagens Nærlingsliv.

Verða að fá inn nýja fjárfesta

Spurður um hversu langan tíma SAS hefur til að ná samningum við kröfuhafa þá segir forstjórinn að það megi ekki taka meira en þrjá mánuði.

Það sama á við um nýja samninga við starfsmenn og þá aðallega flugmenn félagsins en upp úr samningaviðræðum slitnaði í lok mars sl. Engu að síður eiga sér stað óformlegar viðræður að sögn Werff forstjóra.

„Við eru öll á sama bát. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta um hvort einhver er til að setja fé í SAS. Við verður að fá inn fjárfesta sem eru tilbúnir til að veðja á félagið.“

SAS heldur úti Íslandsflugi frá bæði Ósló og Kaupmannahöfn en líkt og Túristi greindi frá í gær verður ekkert af áformum um beint flug hingað frá Stokkhólmi í sumar.

Nýtt efni

Aspasinn fyrirfinnst í þremur litbrigðum – hvítur, grænn og fjólublár. Hér er í raun um að ræða sömu plöntuna en afbrigðin hafa ólíka eiginleika og ræðst liturinn af því ásamt hlutfalli sólarljóss við ræktunina. Þetta næringarríka grænmeti er ein þeirra matjurta sem maðurinn hóf fyrst að rækta en elstu heimildir um aspasræktun eru um 2.000 …

Það voru vísbendingar um offramboð á flugi héðan til London og Frankfurt síðastliðinn vetur að mati stjórnenda Icelandair. Nú er hins vegar útlit fyrir nokkru færri brottfarir til beggja þessara borga á komandi vetri. Þannig hefur Wizz Air ekki lengur á boðstólum flug til Íslands frá London og þar með dregst framboð á flugi hingað …

Ferðaskrifstofur sem selja Íslandsferðir horfa nú í auknum mæli á eftir viðskipavinunum til Noregs þar sem verðlagið er skárra. Norskir ferðafrömuðir eru líka brattir í viðtölum þessa dagana og almennt sammála um að nýliðinn vetur hafi gengið vel og sumarið verði „dúndurgott" eins og það síðasta. Og opinberar tölur sýna að veturinn gekk vel í …

Þrotabú Wow Air hefur höfðað 11 riftunarmál vegna greiðslna til kröfuhafa flugfélagsins fyrir gjaldþrot þess í mars 2019. Fyrrum forstjóra flugfélagsins og eigenda, Skúla Mogensen, er stefnt til greiðslu skaðabóta í öllum þessum málum. Auk þess er farið fram á skaðabætur frá fyrrum stjórn fyrirtækisins í níu málum. Í stjórninni sátu Liv Bergþórsdóttir, sem var …

Þingmennirnir Jóhann Páll Jóhannsson (S) og Óli Björn Kárason (D) eru ekki bjartsýnir á að Alþingi nái að afgreiða þingsályktuntillögu Lilju Alfreðsdóttur (B), ráðherra ferðamála, um nýja ferðamálastefnu til ársins 2030. Þetta kom fram í máli þingmannanna í pallborðsumræðum á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar í fyrradag. Ráðherrann tók líka þátt í pallborðinu og átti þar lokaorðin. …

Verðlag í evrópskum matvöruverslunum var almennt hærra í nýliðnum apríl en það var á sama tíma í fyrra. Íbúar í Tékklandi, Litháen, Ungverjalandi, Slóveníu og Finnlandi borga þó minna í dag fyrir mat og drykk en þeir gerðu á fyrra samkvæmt nýrri verðmælingu á vegum Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Í Tyrklandi hækkar verðlag hratt og fór …

Samkeppnisstofnun Evrópusambandsins hefur sektað bandaríska sælgætisrisann Mondelez um 337,5 milljónir evra eða 47 milljarða íslenskra króna fyrir óeðlilega viðskiptahætti. Er Mondelez fellt fyrir að hafa skipt evrópska markaðnum upp og takmarkað flutning á vörum sínum milli landa á árunum 2015 til 2019. Tilgangurinn var að halda vöruverði uppi að því segir í tilkynningu frá Framkvæmdastjórn …

Spænska lágfargjaldaflugfélagið Vueling heldur áfram að fækka ferðum til Íslands en þotur þess flugu hingað þrisvar í viku frá Barcelona síðastliðið sumar og svo eina til tvær ferðir í viku yfir nýliðinn vetur. Sumaráætlun Vueling í ár gerir aðeins ráð fyrir brottförum frá Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöldum frá 23. júní til 8. september. Eftir þann tíma …