Samfélagsmiðlar

Þurfa að minnsta kosti 124 milljarða til að halda félaginu gangandi

Stærstu hluthafar SAS munu ekki koma félaginu til bjargar að mati forstjórans.

Anko van der Werff, forstjóri SAS.

Stjórnendur skandinavíska flugfélagsins SAS birtu í morgun uppgjör fyrir febrúar til apríl í ár og niðurstaðan er tap upp á 1,6 milljarð sænskra króna fyrir skatt. Upphæðin jafngildir um 21 milljarði íslenskra króna. Rekstrartapið (Ebit) nam rétt um 10 milljörðum króna en til samanburðar var tapið af rekstri Icelandair, á fyrsta fjórðungi, janúar til mars, 7,5 milljarðar króna og 1,7 milljarður króna hjá Play.

Í þessum samanburði verður að hafa í huga að tímabilin eru ólík. Hjá íslensku félögum er janúar meðtalinn en hann var miklu verri mánuður en apríl sem er hluti af uppgjöri SAS.

Mesti spenningurinn í kringum uppgjörið í morgun tengdist gangi mála í fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtæksins. Stjórnendur SAS vinna nefnilega að því að sannfæra áhafnir um að taka á sig kjaraskerðingu og kröfuhafa að breyta skuldum í hlutafé.

Þetta tvennt nægir þó ekki því félagið þarf að minnsta kosti 9,5 milljarða sænskra króna, um 124 milljarða kr., í nýtt hlutafé. Þetta kom fram í máli Anko van der Werff, forstjóra flugfélagsins, í morgun. Í viðtali við Dagens Næringsliv bætti hann við að það væri óhugsandi að stærstu eigendurnir, danska og sænska ríkið, myndu bjarga félaginu. Evrópusambandið myndi ekki gefa leyfi fyrir miklum ríkisstuðningi enn á ný.

Byrja á leigusölunum

Ríkissjóðir landanna tveggja eiga samanlagt 44 prósent af hlut í SAS í dag og eru jafnframt meðal stærstu kröfuhafa. Gert er ráð fyrir að þeirri skuld verði breytt í hlutafé. Samningaviðræður við flugvélaleigur, um að breyta helmingi sinna krafna í hlutafé, gætu orðið snúnari. Forstjóri SAS ítrekar hins vegar að leigusalarnir verði, líkt og starfsfólkið, að horfast í augu við þá staðreynd að ráðamenn í Svíþjóð og Danmörku muni ekki redda flugfélaginu með innspýtingu úr sjóðum almennings.

„Ég ætla að skapa óróa. Í dag er faraldurinn að baki, eftirspurnin í sumar er góð en hver veit hvað gerist í vetur. Það veit enginn. Eftir innrás Rússa í Úkraínu þá er rússneska lofthelgin lokuð. Við getum því ekki flogið til Asíu og verðum að endurskipuleggja flugflotann. Við erum með of margar langdrægar breiðþotur af gerðinni Airbus A330 og A350,“ segir Warff í viðtali við Dagens Nærlingsliv.

Verða að fá inn nýja fjárfesta

Spurður um hversu langan tíma SAS hefur til að ná samningum við kröfuhafa þá segir forstjórinn að það megi ekki taka meira en þrjá mánuði.

Það sama á við um nýja samninga við starfsmenn og þá aðallega flugmenn félagsins en upp úr samningaviðræðum slitnaði í lok mars sl. Engu að síður eiga sér stað óformlegar viðræður að sögn Werff forstjóra.

„Við eru öll á sama bát. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta um hvort einhver er til að setja fé í SAS. Við verður að fá inn fjárfesta sem eru tilbúnir til að veðja á félagið.“

SAS heldur úti Íslandsflugi frá bæði Ósló og Kaupmannahöfn en líkt og Túristi greindi frá í gær verður ekkert af áformum um beint flug hingað frá Stokkhólmi í sumar.

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …