Samfélagsmiðlar

Flogið framhjá Rússlandi

Það eru litlar líkur á að flogin verði skemmsta leið frá Vestur-Evrópu til Japans, Kína og annarra Austur-Asíulanda á næstu árum, ef spádómar fyrrverandi forstjóra British Airways, Willie Walsh, rætast. Norska blaðið Dagens Næringsliv ræðir við hann.

SAS í Asíuflugi

Flugvél SAS yfir Síberíu

Á ráðstefnu forystufólks í flugheiminum sem haldin var í Doha í Katar nú á dögunum var stríðið í Úkraínu og áhrif þess á alþjóðaflugið helsta umræðuefnið. Stríðið veldur því að evrópsk flugfélög neyðast til að taka á sig mikinn krók suður fyrir rússneska lofthelgi á leið til Austur-Asíu. Þetta er veruleikinn þegar opnað verður að nýju fyrir komu ferðafólks til Japans og Kína. Ef flogið er frá Frankfurt til Tokyo er flugtíminn tveimur stundum lengri en áður og því fylgir stóraukinn eldsneytiskostnaður. Raunar er þetta ekki mikil breyting á heildarkostnaði því Rússar innheimtu há gjöld af flugfélögum sem fóru um lofthelgi þeirra, sagði Carsten Spohr, forstjóri Lufthansa, í Doha.

Willie Walsh var um árabil forstjóri British Airways en hætti fyrir tveimur árum og er nú yfirmaður IATA og leiddi umræður um framtíðarhorfur í greininni á ráðstefnunni í Doha. Hann býst við hægri endurheimt í fluginu frá Evrópu til Kína, sem mun hægt og bítandi opnast að nýju eftir því sem omikron-afbrigðið slakar tökin. Líklega verði umferðin fyrst um sinn þó aðeins 20-40 prósent af því sem hún var fyrir heimsfaraldurinn. Þá breytir ekki öllu þó að lofthelgi Rússlands sé lokuð, segir Walsh. Öðru máli gegni ef markaðsaðstæður komast aftur í lag.

Aukinn kostnaður er eins og áður segir ekki endilega helsta hindrunin í Asíufluginu á meðan Rússland er lokað heldur þrengslin sem verða á skemmstu leið suður fyrir lofthelgi þess. Forstjóri Lufthansa segir að á endanum þurfi einhver flugfélög að fljúga enn lengri leið. Þetta verði ekki vandamál ef Kína opnist hægt og rólega, eins og hann býst við að verði raunin, en um Japan gegni öðru máli. Þar er allt að opnast – fyrir alla sem þangað komast.

Það verður ekki auðvelt fyrir norræna flugfélagið SAS að uppfylla metnaðarfull markmið um Asíuflug á sama tíma og það berst fyrir lífi sínu. Nú flýgur SAS einu sinni í viku milli Kaupmannahafnar og Sjanghæ með fragt og er flugleiðin tveimur og hálfum tíma lengri en fyrir stríðið í Úkraínu. Anko van der Werff, forstjóri SAS, fór yfir stöðu og horfur í Doha. Sagði hann mikla óvissu um eftirspurn í Kína og Tókýóflugið reyni mjög á getu félagsins. Ákvörðun um það yrði tekin síðar í sumar. Vonandi verði það að veruleika og að allt komist aftur í samt lag. SAS er með 14 flugvélar til lengri flugferða af gerðinni Airbus A330 og A350 og segir forstjórinn að vélarnar séu of margar eftir að lofthelgi Rússands lokaðist. Hann reynir nú að skila flugvélaleigunum einhverjum þeirra á meðan þetta ástand varir.

Á meðal þess sem forstjórar flugélaganna þurftu að svara fyrir á ráðstefnunni í Doha voru seinkanir og ringulreið á flugvöllum í sumar. Carsten Spohr viðurkennir að vinnudeilur skýri ástandið að hluta og bar saman réttindi launafólks í Evrópu og Katar. „Við Evrópubúar erum stolt af því að búa ekki við sömu samkeppnisaðstæður og aðrir þegar kemur að vinnumarkaðsmálum. Allir eiga rétt á að fara í verkfall. En ef þú ferð í verkfall í Doha er ekki líklegt að þú haldir vinnunni.“

Spohr telur samt að flugmannaverkfall sem ógnar samkeppnismöguleikum SAS frá næstu mánaðamótum sé alvarleg mistök. Hann segist skilja þá miklu óánægju sem grafið hafi um sig meðal starfsfólks á meðan heimsfaraldurinn geisaði. Það hafi búið við skert kjör og mikla óvissu en ef flugheiminum eigi að takast að endurvinna traust flugfarþega sé þetta ekki vel valin tímasetning fyrir lamandi verkfall.

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …