Samfélagsmiðlar

Græna Danmörk

Ný ferðamálastefna danskra stjórnvalda beinist að því að Danmörk verði umhverfisvænsti áfangastaður ferðafólks í Norður-Evrópu. Stefnan er unnin í samráði við hagaðila í greininni og ber yfirskriftina „Þjóðarstefna um sjálfbæran vöxt í danskri ferðaþjónustu." Eitt meginmarkmið stefnunnar er að um 70 prósent allra gististaða í landinu hafi öðlast sjálfbærnivottun fyrir árið 2030.

„Danmörk á að vera græni áfangastaðurinn sem ferðafólk setur stefnuna á. Ferðaþjónusta til sjávar og sveita, hótel, veitingahús og krár ættu í meira mæli að taka mið af umhverfismálum í starfi sínu,“ segir atvinnumálaráðherrann Simon Kollerup. Þessar grænu áherslur Dana eiga að skila tekjum, stuðla að efnahagslegum vexti í landinu með fleira ferðafólki og meiri eyðslu hvers og eins. Stefnan er sett á að heildarvelta danskrar ferðaþjónustu verði um 190 milljarðar danskra króna árið 2030, segir í Standby.dk.

Byggja þarf upp mjög sterkt vörumerki fyrir ferðalandið Danmörku ef takast á að ná því metnaðarfulla markmiði að gistinætur verði 28 prósentum fleiri árið 2030. Jan Olsen, framkvæmdastjóri VisitDanmark, segir að gildi ferðaþjónustunnar hafi til þessa verið metið út frá mælistikum efnahagsvaxtar og atvinnuþátttöku en nú eigi að vega heildaráhrif á samfélagið allt, líka á umhverfi og félagslega þætti. „Við viljum að draga betur fram í dagsljósið þau verðmæti sem ferðaþjónustan skapar fyrir danskt samfélag.“ Olsen segir að Danmörk eigi mikil sóknarfæri í ferðaheiminum, laða til sín fleira erlent ferðafólk og vinna betur upp það sem tapaðist í heimsfaraldrinum.

„Verkefnið er ekki aðeins að komast á toppinn heldur þoka okkur í gegnum öldudalinn sem við erum í. Á sama tíma er ljóst að samkeppnin er hörð. Stefnan gerir miklar kröfur til allra í danskri ferðaþjónsutu,“ segir Jan Olsen. Standby.dk vitnar líka til orða Jannick Nytoft, framkvæmdastjóri HORESTA, samtaka danskra hótel- og veitingahúseigenda, sem segir mikinn drifkraft í ferðaþjónustu og afþreyingariðnaði og hann sé ekki í vafa um að þessar greinar nái settum markmiðum því mikill áhugi sé á að tengjast vaxandi umhverfisvitund fólks – grænu bylgjunni. Hann segir að margt þurfi að gerast til að markmiðum verði náð. Það séu ástæður fyrir því af hverju atvinnugreinin hafi ekki náð vopnum sínum. Bendir hann sérstaklega á verðlagið í Danmörku sem sé 41 prósenti yfir meðaltalinu innan Evrópusambandsins, það hæsta á norðanverðu meginlandinu. Meðal þess sem framkvæmdastóri HORESTA bendir á er að Danir séu með hæsta virðisaukaskattinn innan ESB. „Eigi markmiðin að nást verða stjórnmálamennirnir að tryggja betri umgjörð.“ Á svipaða strengi slær framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í Danmörku, Brian Mikkelsen. Það sé metnaðarfullt að ætla að auka hlut ferðaþjónustunnar í kjölfar heimsfaraldursins. Ef atvinnulífinu eigi að takast að skila meiri tekjum verði stjórnvöld að tryggja rekstrarumhverfið.

„Það ætti ekki að líta á það sem upphefð að Danmörk tróni á toppnum sem dýrasti áfangastaðurinn í þeim hópi sem landa sem keppt er við um ferðafólkið,“ segir Brian Mikkelsen og bætir því við að ferðamálayfirvöld fylgist með og greini kostnaðarþróun í ferðaþjónustunni og að ríkisstjórnin bregðist við með úrbótum, t.d. með lægri gjaldtöku.

Einnig er rætt við Piu Loft, framkvæmdastjóra samtaka þeirra sem leigja út sumarhús fyrir ferðafólk. „Framtíð ferðaþjónustunnar á að vera sjálfbær. Þetta snýst um að fjárfesta í umhverfisvænum og sjálfbærum lausnum í uppbyggingu þjónustunnar við strendur landsins og annars staðar í náttúrunni. Ef markmiðin eigi að nást þurfi að huga vel að starfsumhverfi og möguleikum til fjármögnunar.“ Bendir hún sérstaklega á skort á starfsfólki, meðgjöf til þeirra sem ráðast í orkusparandi aðgerðir og rafvæðingu sumarhúsabyggða.

Danir ætla sér stærri hluta ferðakökunnar og eiga góð sóknarfæri. Hinvegar setja verðlag, skattar og gjöld þeim töluverðar skorður. Eftir er að sjá hvort heitstrengingum stjórnmálamanna fylgi aðgerðir. Ef ferðaþjónustan á að vera sjálfbær þarf að kosta töluverðu til við uppbyggingu og fylgja því eftir svo veruleikinn endurspegli grænu ímyndina.

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …