Samfélagsmiðlar

„Vonbrigði að ráðherra standi ekki með greininni“

Samtök ferðaþjónustunnar lýsa mikilli óánægju með að Lilja D. Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, styðji hvalveiðar.

Langreyður komin á land í Hvalfirði

„Það eru satt að segja mikil vonbrigði að ferðamálaráðherra skuli vera fylgjandi hvalveiðum á sama tíma og atvinnugreinin sjálf, og reynslumikið fólk innan hennar, hafa varað við neikvæðum áhrifum hennar á ferðaþjónustu og ímynd Íslands sem ferðamannalands,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður SAF þegar hún bregst við stuðningi ráðherra við hvalveiðar.

„Það eru mikil vonbrigði að ráðherra skuli ekki standa með atvinnugreininni á þessum tímum, þegar fyrirtækin eru að rísa úr öskustó eftir hörmungar heimsfaraldursins, og leyfa henni að njóta vafans.

Þetta er sömuleiðis illskiljanlegt, þar sem áralöng reynsla hefur sýnt okkur að hvalveiðar skaða utanríkisstefnu og utanríkisviðskipti Íslands – miklum hagsmunum er stefnt í hættu vegna veiða, sem hafa sáralítið, ef eitthvert vægi, í þjóðarbúskapnum.

Einnig skýtur þetta skökku við, þar sem atvinnugreinin ásamt ráðherra, er í miðjum klíðum við stefnumótun fyrir atvinnugreinina til framtíðar, sem ber heitið „Leiðandi í sjálfbærni.“

Það sjá allir að hvalveiðar sem stundaðar eru í  andstöðu við stóran hluta Íslendinga og heimsbyggðarinnar passa með engu móti inn í þá framtíðarsýn sem þar er dregin upp af áfangastaðnum Íslandi, “ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, sem hefur áður lýst andstöðu við hvalveiðar sem hafnar eru að nýju. Og sama gildir um aðra þá í ferðaþjónustu sem Túristi ræðir við þessa dagana:

Allir virðast andvígir hvalveiðum og segja þær ganga þvert á hagsmuni ferðaþjónustunnar. Afstaða ferðamálaráðherra vekur því mikla undrun innan greinarinnar.

Nýtt efni

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Fyrir áttu Kynnisferðir 51% hlut í félaginu á móti Tobias Klose. Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta …

„Ég myndi halda að við værum stærsta flugfélagið fyrir þá sem eru að fljúga frá Íslandi," sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, á kynningarfundi hlutafjárútboðs félagsins, á þriðjudaginn. Máli sínu til stuðnings sýndi hinn nýi forstjóri og fyrrum stjórnarformaður flugfélagsins glæru þar sem sjá mátti hvernig hlutdeild Play á heimamarkaði hefur aukist og farið upp …

Árið 2018 kynnti netverslunin Amazon nýjung á bandarískum smásölumarkaði: Amazon Just Walk Out-Stores. Verslunin var kynnt sem mikil bylting og í rauninni væri lausn Amazon framtíðarlausn fyrir aðrar smásöluverslanir. Maður skannaði símann sinn þegar gengið var inn í Just Walk Out-verslun Amazon, valdi þær vörur sem maður girntist, setti þær í innkaupakörfu og síðan gat …

MYND: ÓJ

Fyrir heimsfaraldur voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu litlar, takmörkuðust lengst af við sumarferðir til Mílanó. Á þessu hefur orðið mikil breyting því nú er hægt að fljúga héðan allt árið til Rómar og Mílanó og á sumrin eykst úrvalið enn frekar.  Ítölsku ferðafólki hefur fjölgað verulega í takt við þessar auknu samgöngur og var …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …

Kínverski bílaframleiðandinn Chery virðist vera að ná samningum um að eignast fyrstu verksmiðju sína í Evrópu, nánar tiltekið í katalónska höfuðstaðnum Barselóna á Spáni. Um er að ræða verksmiðju sem Nissan lokaði árið 2021 og er markmið yfirvalda á Spáni og héraðsstjórnarinnar í Katalóníu að endurheimta þau 1.600 störf sem þá glötuðust. Nú hefur katalónski …

Sjö af þeim níu þotum sem voru í flota Wow air undir það síðasta voru í eigu flugvélaleigunnar Air Lease Corporation (ALC). Ein þeirra var kyrrsett á Keflavíkurflugvelli í kjölfar gjaldþrots flugfélagsins þann 28. mars árið 2019 en í takt við samkomulag Wow Air og Isavia var ávallt ein þota félagsins eftir á Keflavíkurflugvelli sem …

Það styttist í að Strætó geti boðið farþegum upp á að greiða með bankakortum á snertilausan hátt í vögnum sínum. „Loksins!“ segja vafalaust margir óreglulegir notendur þjónustunnar, sem hafa pirrað sig á því hversu flókið og fráhrindandi greiðslukerfi Strætó er - að þurfa að hlaða niður Klapp-appinu (smáforriti), kaupa sérstaka passa með fyrirframgreiddum fargjöldum og …