Samfélagsmiðlar

United og Emirates í samstarf

Búist er við að bandaríska flugfélagið United Airlines og Emirates í Dúbæ tilkynni fljótlega um samning sem feli í sér sammerkt flug (codeshare).

Í frétt Reuters-fréttastofunnar segir að United hafi í dag sent fréttamönnum boð á viðburð sem haldinn verður 14. september með Scott Kirby, forstjóra United, og Tim Clark, forseta Emirates. Yfirskrift fundarins er „Fljúgið með okkur” og er þess vænst að gefin verði út sameiginleg yfirlýsing á fundinum. Samstarfið þarf væntanlega samþykki stjórnvalda í löndum beggja félaga.

Samkomulag um sammerkt flug felur í sér að flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða í áætlunarferðir hvors annars. Hvort flugfélag um sig getur auglýst ferðir hins félagsins sem hluta af sinni eigin áætlun. Þetta kemur sér vel fyrir viðskiptavini sem þannig geta látið duga að bóka eitt flug hjá öðru félaginu þó hitt félagið annist tengiflug. 

Fyrr í sumar var tilkynnt um að American Airlines og Qatar Airways hygðust auka samstarf félaganna og sammerkt flug næðu til 16 ríkja til viðbótar. Með samkomulagi við Emirates svarar United þessu útspili American Airlines.

Fyrir fáeinum árum gagnrýndu talsmenn bandarísku félaganna að arabískir keppinautar þeirra við Persaflóa, Emirates og Qatar Airways, nytu ríkisstyrkja sem brengluðu alla samkeppni á svæðinu. Emirates og Qatar vísuðu þessum ásökunum á bug. Einu sinni var sagt: If you can´t beat them, join them. 

Nýtt efni

Þessar niðurstöður komu í ljós í könnun sem Jacques Delors-stofnunin gerði í mars í þessum löndum, en niðurstöðurnar fóru ekki mjög hátt fyrr en The Guardian gerði þær að umtalsefni á dögunum. Niðurstöðurnar þykja nefnilega athyglisverðar í ljósi þess að mikið hefur verið rætt um að bakslag hafi orðið í stuðningi almennings í Evrópu við aðgerðir í umhverfismálum. Könnunin …

Almennu hlutafjárútboði Play lauk í gær og bárust tilboð upp á 105 milljónir króna en lagt var upp með að selja nýtt hlutafé fyrir allt að 500 milljónir króna. Þátttaka almennings í hlutafjáraukningu Play í nóvember 2022 var heldur ekki í takt við framboð. Þá lögðu stærstu hluthafar félagsins því til 2,3 milljarða króna. Það …

Bandarísk flugfélög hvetja Biden-stjórnina í Bandaríkjunum til að gefa ekki út fleiri flugleyfi fyrir kínverska keppinauta þeirra í flugi milli Kína og Bandaríkjanna. Vísað er til samkeppnishindrana sem flugmálayfirvöld í Kína beita erlend flugfélög. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu. Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna gaf það út í febrúar að kínversk flugfélög gætu boðið allt að 50 flugferðir á …

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Fyrir áttu Kynnisferðir 51% hlut í félaginu á móti Tobias Klose. Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta …

„Ég myndi halda að við værum stærsta flugfélagið fyrir þá sem eru að fljúga frá Íslandi," sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, á kynningarfundi hlutafjárútboðs félagsins, á þriðjudaginn. Máli sínu til stuðnings sýndi hinn nýi forstjóri og fyrrum stjórnarformaður flugfélagsins glæru þar sem sjá mátti hvernig hlutdeild Play á heimamarkaði hefur aukist og farið upp …

Árið 2018 kynnti netverslunin Amazon nýjung á bandarískum smásölumarkaði: Amazon Just Walk Out-Stores. Verslunin var kynnt sem mikil bylting og í rauninni væri lausn Amazon framtíðarlausn fyrir aðrar smásöluverslanir. Maður skannaði símann sinn þegar gengið var inn í Just Walk Out-verslun Amazon, valdi þær vörur sem maður girntist, setti þær í innkaupakörfu og síðan gat …

MYND: ÓJ

Fyrir heimsfaraldur voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu litlar, takmörkuðust lengst af við sumarferðir til Mílanó. Á þessu hefur orðið mikil breyting því nú er hægt að fljúga héðan allt árið til Rómar og Mílanó og á sumrin eykst úrvalið enn frekar.  Ítölsku ferðafólki hefur fjölgað verulega í takt við þessar auknu samgöngur og var …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …