Samfélagsmiðlar

Færri tonn af flugfrakt skrifast ekki á minni eftirspurn

Icelandair flutti minna af vörum nú í sumar en á sama tíma í fyrra. Umsvifin félagsins munu þó að aukast á næstunni með stærri flota og nýjum áfangastöðum. Framkvæmdastjóri Icelandair Cargo segir það alltaf hafa verið ljóst að uppsveiflan í heimsfaraldrinum hafi verið tímabundin.

Breytingum á breiðþotu Icelandair úr farþegavél í fraktvél er á lokametrunum. Önnur slík er svo væntanleg.

„Samdráttur í frakt síðustu mánuði skrifast fyrst og fremst á minna framboð á fraktrými hjá okkur, sérstaklega alla leið frá Evrópu til Norður-Ameríku, en ekki minnkandi eftirspurn,“ segir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, spurður út í minni fraktflutninga nú í sumar. En í tonnum talið flutti félagið 13 prósent minna nú í sumar en sumarið 2021. Samdrátturinn nam 9 prósentum þegar borið er saman við sumarið 2019.

Gunnar Már bendir á að reglubundið viðhald á annarri af fraktvélum félagsins hafi tekið lengri tíma en áætlað var og eins hafi þurft að draga úr notkun á breiðþotum í flugi til Amsterdam vegna takmarkaðrar afkastagetu hollenska flugvallarins. 

„Ein fraktvél á þessum markaði og minna framboð á farþegaflugi í breiðþotum, sem taka mikla frakt, dró verulega úr möguleikum okkar á flutningum alla leið yfir Atlantshafið. Minni fiskkvóti hafði svo áhrif á eftirspurn í júlí og ágúst en það voru samt óveruleg áhrif. Kvótárið byrjaði í september og við sjáum strax góð viðbrögð á markaðinum fyrir útflutning á sjávarafurðum.“

Var tímabundin vertíð með hærra verði og takmörkuðu framboði

Eitt stærsta vöruflutningafyrirtæki heims, FedEx, tilkynnti í síðustu viku um niðurskurð á starfseminni og verður elstu fraktflugvélum félagsins lagt. Um er að ræða gamlar og eyðslufrekar þotur sem áformað hafði verið að leggja áður en heimsfaraldurinn hófst í byrjun árs 2020 en í kjölfarið jókst eftirspurn eftir vöruflutningum mikið. 

Spurður um þessar breytingar hjá FedEx þá bendir Gunnar Már á að stríð í Evrópu, hærri verðbólga og fleira hafi áhrif. Ennþá sé þó nægur markaður fyrir vöruflutninga yfir Atlantshafið og Icelandair Cargo sé áfram stefnt á að aukið framboð, til að mynda með reglulegu fraktflugi til Los Angeles líkt og Túristi greindi frá í sumar

„COVID uppsveiflan var auðvitað bara tímabundin vertíð eins og við gerðum okkur öll grein fyrir. Verðið fór upp margfalt vegna mikillar eftirspurnar sem m.a. mátti rekja má til flutninga á bóluefnum, grímum og fleiru sem tengdist faraldrinum. Á sama tíma jókst netverslun mikið. Framboðið dróst líka mjög mikið saman því um helmingur af flutningum á frakt fer fram í farþegaflugi. Verðið hækkaði um nokkur hundruð prósent á flestum mörkuðum og líka í skipaflutningum þar sem hækkunin var jafnvel enn meiri hlutfallslega. Þannig að ljóst var allan tímann að þetta myndi ganga til baka að einhverju leyti en samt eru margir á því að verðið í framtíðinni verði hærra en fyrir COVID.“

Breytingum á breiðþotu að ljúka

Fraktvélafloti Icelandair fer nú stækkandi en um síðustu helgi kom önnur af Boeing 767 breiðþotum félagsins til landsins eftir að hafa verið breytt úr farþegavél í flutningavél. Sú breyting fór fram í Singapúr en nú tekur við frekari uppfærsla á flugvélinni hér á landi en Gunnar Már segist reikna með að hún verði komin í notkun frá og með 1. nóvember og félagið verði þá með fjórar fraktvélar í flotanum. 

„Við erum bjartsýn á framtíðina en í þessum bransa sveiflast eftirspurnin fram og til baka út af ýmsum ástæðum í allar áttir. Þetta þekkjum við og erum með það bak við eyrað í öllum okkar plönum.“

Leggja nú meiri áherslu á Liege

Sem fyrr segir hefur afkastageta flugvallarins í Amsterdam komið niður á möguleikum Icelandair í fraktfluti þaðan. Og það stefnir í að áfram verði takmörk fyrir því hversu mikið er hægt að fljúga breiðþotum til hollensku höfuðborgarinnar. Það vegur upp á móti að Icelandair Cargo hefur verið að fjölga ferðunum umtalsvert til Liege í Belgíu og segir Gunnar Már að markaðurinn í belgísku borginni sé að miklu leyti sá sami og í Amsterdam fyrir fraktflutninga.

Nýtt efni

Stjórnendur rafbílaframleiðandans Tesla leita nú leiða til að draga úr kostnaði og horfa þeir til þess að segja upp 14 þúsund starfsmönnum eða um 10 prósent af vinnuaflinu. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri félagsins, Elon Musk, sendi til starfsfólks samkvæmt frétt sem fagritið Electrek birti í morgun. „Ég hata ekkert meira en þetta …

Stefnt er að því að á hótelinu verði veitingastaður, ráðstefnu- og veislusalur ásamt heilsulind. Síðan er ætlunin að stækka Skógarböðin og tengja þau hótelinu.  Samkvæmt fréttatilkynningu er um að ræða fimm milljarða króna fjárfestingu. Áætlað er að hótelið verði opnað eftir tvö ár, vorið 2026.  „Þetta er virkilega spennandi verkefni sem við hjá Íslandshótelum hlökkum …

Hver hlutur í Icelandair kostaði fyrir opnun Kauphallarinnar í morgun 1 krónu og fjóra aura. Verðið hefur ekki verið svona lágt síðan í nóvember árið 2020 en þá hafði félagið nýverið efnt til hlutafjárútboðs þar sem sölugengið var 1 króna á hlut. Í dag er markaðsvirði Icelandair 43 milljarðar króna og hefur það lækkað um …

Stafræna byltingin gerði fjarvinnu auðveldari og heimsfaraldurinn festi það vinnufyrirkomulag í sessi. Stór og vaxandi hópur fólks nýtir sér þá möguleika sem felast í þessu frelsi - að geta unnið verk sín eiginlega hvar sem er í heiminum, skila unnum verkum af sér án þess að mæta á tiltekinn stað á tilgreindum tíma. Áætlað er …

Sigurð Örn Ágústsson, fyrrum forstjóri Bláfugls, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Play. Um er að ræða nýtt svið innan flugfélagsins og verður Sigurður Örn hluti af framkvæmdastjórn flugfélagsins sem nú telur átta manns, einum fleiri en í yfirstjórn Icelandair. Í tilkynningu segir að Sigurður Örn muni hafa það hlutverk að leiða frekari þróun þvert …

Lufthansa-flugsamsteypan tilkynnti í dag að flugferðum til Amman í Jórdaníu, Erbil í Kúrdahéruðum Íraks og Tel Aviv í Ísrael yrði frestað til þriðjudags og ekki yrði flogið til Beirút í Líbanon og Teheran í Íran a.m.k. til fimmtudags vegna stríðsógnarinnar og hernaðaraðgerða í Mið-Austurlöndum. Á flugvellinum í Amman í Jórdaníu - MYND: Unsplash/Cila Photography Reuters-fréttastofan …

Hjá Könglum er rík áhersla lögð á að nýta afurðir úr nærumhverfinu, hvort sem það eru jurtir, afgangar eða aukaafurðir bruggunarferlisins. Sjálfbær hugsun og skynsöm nýting náttúrunnar er auk þess í farabroddi þar sem aldrei er tekið meira en náttúran hefur að gefa, svo hún geti tekið við sér aftur eftir uppskeruna. Heitið Könglar varð …

Árið 2001 starfaði Khaled Hosseini sem heimilislæknir en stundaði bókaskrif í frístundum sínum. Hann vaknaði á hverjum morgni klukkan 4:30 og sat við eldhúsborðið yfir bókaskrifum fyrstu þrjár morgunstundirnar. Síðan fór hann í sturtu, klæddi sig og keyrði á læknastofuna til að meðhöndla sjúklinga sína. En sjálfur segir höfundurinn að allan þann tíma sem hann …