Samfélagsmiðlar

Ferðamarkaðir í Asíu taka við sér

Bandaríkjamenn sýna Asíuferðum mikinn og vaxandi áhuga. Það hjálpar að dollarinn er sterkur. Flugferðir eru hinsvegar dýrar og jafnvel vandfundnar.

Engir vestrænir túristar á Kínamúrnum þetta árið.

Ekki er lengur hægt að tala um að Asíumarkaðurin sé harðlæstur ferðafólki. Kína er vissulega lokað og munar um minna en Japan er að opnast betur í október. Haft er eftir sölustjóra ferðaskrifstofunnar Kensington Tours í The New York Times að mánaðarleg sala Asíuferða sé 80 prósentum meiri en á sama tíma árið 2019 og því sé óhætt að segja að eyðimerkugöngu ferðaskipuleggjenda sem hófst með kórónafaraldrinum sé lokið. Fólk bóki í ferðir til Tælands þrátt fyrir regntímann, líka til Kóreu, Víetnams – og hoppi á síðustu stundu í flug til Indlands. Auðvitað ber markaðsstjóri á ferðaskrifstofu sig vel en óhætt er að segja að merki séu um að nú fari að sjá fyrir endann á tveggja ára ferðakreppu í Asíu. Töluvert vantar þó upp á að markaðsaðstæður séu orðnar viðlíka þeim sem voru fyrir heimsfaraldurinn.

Verð á flugmiðum milli Bandaríkjanna og Asíulanda er 50 prósentum hærra nú en árið 2019 þegar nægt framboð var á ódýrum flugferðum. Þar sem Kína er enn lokað land, ekkert flogið til Sjanghæ, Taipei eða Beijing, hefur dregið mjög úr verðsamkeppni í Asíu. Það vantar markaðshvatana sem sáu til þess að verðið héldist lágt. The New York Times vitnar í greiningafyrirtækið Cirium sem fundið hefur út að áætlunarferðir milli Bandaríkjanna og Asíu voru 54 prósentum færri í ágúst síðastliðnum en í sama mánuði 2019. Viðskiptatengdar flugferðir milli Bandaríkjanna og Kína héldu mjög niðri verði á Asíuflugi almennt. Fólk gat nýtt sér ódýrt flug til Beijing og flogið þaðan til Hanoí eða Balí. Nú er þessi tenging ekki í boði. Blaðið hefur eftir Scott Keyes sem sérhæfir sig í að finna ódýrustu flugferðirnar hverju sinni að nú sé maður heppinn að sleppa með að borga 30 til 40 prósentum meira fyrir flugmiðann en 2019 og að ekki séu líkur á að þetta breytist fyrr en Kínamarkaðurinn opnist að nýju.

Ein afleiðing af minna framboði flugferða á bærilegu verði til Asíu er sú að verð fyrir gistingu og þjónustu á jörðu niðri hefur lækkað. Margir bítast um færri viðskiptavini. Almennt er sagt að hótelverðið sé sjö prósentum lægra en 2019 og nóg sé af hótelherbergjum fyrir innan við 100 dollara nóttin í Kambódíu, Laos, Malæsíu, Tælandi, Indlandi, Víetnam og á Filippseyjum.

Svo eru það siglingar skemmtiferðaskipanna, sem ýmsir hafa nýtt sem hagkvæma leið til að heimsækja mörg Asíulönd í einni ferð. Vegna heimsfaraldursins og lokana af hans völdum hafa mörg skipafélaganna frestað Asíuferðum fram á næsta ár – mörg bjóða Asíuferðir í fyrsta lagi um haustið 2023.

Nýtt efni

„Samstarf fólks um allt land er forsenda þess að þróunin verði Grænlandi í hag. Ferðamenn virða ekki sveitamörk heldur eru með hugann allan við að njóta áfangastaða sinna. Þess vegna er svo brýnt að við sem áfangastaðurinn Grænland vinnum saman að því að bjóða upp á óaðfinnanlega og heildstæða upplifun - og náum saman, bæði …

Biðinni er brátt lokið og eftirvæntingarfullir aðdáendur írska rithöfundarins Sally Rooney getað andað léttar því að í liðinni viku var tilkynnt af The Wylie Agency, umboðsskrifstofu rithöfundarins, að ný bók væri væntanleg frá henni þriðjudaginn 24. september 2024.  Alex Bowler, talsmaður Faber & Faber, enska forlags rithöfundarins, sendi líka frá sér tilkynningu í tilefni af væntanlegri  …

Farþegar á Keflavíkurflugvelli gátu að jafnaði valið á milli nærri 10 brottfara á dag til höfuðborgar Bretlands í síðasta mánuði. Þetta er viðbót um eina ferð frá sama tíma í fyrra ef tillit er tekið til þess að nú er hlaupaár. London var sú borg sem oftast var flogið til frá Keflavíkurflugvelli í febrúar samkvæmt …

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …