Samfélagsmiðlar

Brexit tefur Parísarlestina

Margvíslegir erfiðleikar hafa hrannast upp hjá Bretum eftir að þeir gengu úr Evrópusambandinu. Brexit er hindrun í vegi þeirra Breta sem vilja ferðast til Evrópusambandslanda, vegabréfaskoðun og eftirlit tefur verulega afgreiðslu farþega lestarinnar til Parísar.

Í sumar voru tíðar fréttir af vandræðum sem rakin voru til Brexit á helstu millilandaflugvöllum Bretlands: Heathrow, Gatwick, Stansted, Manchester og Luton, sem bættust ofan á manneklu og verkfallsaðgerðir. Svipuð staða er á St. Pancras-lestarstöðinni í London þaðan sem Eurostar-lestin heldur í átt til Parísar um Ermarsundsgöngin. Ferðin á Gare Du Nord-stöðina í París tekur aðeins 2 stundir og 16 mínútur. Aftur á móti getur það verið tafsamt og leiðinlegt að bíða afgreiðslu á St.Pancras í London vegna landamæraeftirlitsins.

The Guardian hefur eftir fráfarandi forstjóra lestarfyrirtækisins, Jacques Damas, að þetta ástand eftir Brexit hafi leitt til þess að afköstin í afgreiðslunni fyrir lestarferðirnar til Parísar hafi minnkað um þriðjung. Hann segir að í miðborg London hafi fólk í sumar ekki upplifað sömu raðir og ringulreið og sáust við ferjuhafnirnar við Ermarsund vegna þess að Eurostar hafði færri lestir í ferðum. St. Pancras-stöðin er í Bloomsbury ekki langt frá British Museum. 

Allir breskir þegnar sem nú vilja fara með Parísar-lestinni þurfa áður að láta stimpla vegabréf sín. Þetta tefur afgreiðslu hvers og eins um 15 sekúndur eða meira og þegar fjöldinn í röðinni er mikill eru heildaráhrifin eftir því – eða um þriðjungi minni afköst, eins og að framan sagði. Ekki hefur dugað að endurnýja vegabréfahlið og manna allar afgreiðslustöðvar. Aðeins tekst að afgreiða 1.500 farþega á klukkustund í stað 2.200 fyrir Brexit. Þetta leiðir til þess að langar raðir hafa myndast við alþjóðaafgreiðsluna á St. Pancras-stöðinni en Bretar hafa ekki átt því að venjast á síðustu árum. 

Ofan á skert afköst bætist svo að bresk yfirvöld leggja á hærri kílómetragjöld á Evrópulestina en Frakkar, gjaldið er þrefalt hærra í Bretlandi. Og til að bæta gráu ofan á svart þá hafnaði breska ríkisstjórnin beiðni Eurostar um að fyrirtækið fengi ríkistryggt lán í kórónaveirufaraldrinum eins og flugfélögin fengu. Afleiðingin er sú að lestarfargjöldin verða há um ókomna framtíð vegna þess að Eurostar þarf greiða af lánum með háum vöxtum. Ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forsæti David Cameron seldi hlut ríkisins í Eurostar, sem nefnd hefur verið „græna tengingin” við Evrópu, til einkaaðila árið 2015 þrátt fyrir töluverða andstöðu.

Vandræði breskra ferðamanna vegna Brexit eiga svo eftir að aukast enn með innleiðingu hertara eftirlits í komu- og brottfararkerfi Schengen-ríkjanna innan EES. Þá þurfa allir sem fara um ytri landamærin að skila fingrafari og mynd. Engin vegabréf verða stimpluð. Eftir á að koma í ljós hvaða kostnaður fellur til vegna þessara breytinga og hversu mikið breskir ferðamenn þurfa að greiða vegna nýrrar skráningar.

Nýtt efni

Margir sem eru að basla í ferðaþjónustu fjarri höfuðborgarsvæðinu horfa öfundaraugum til Suðurlands, sem nýtur nálægðar við Keflavíkurflugvöll og Reykjavík - og státar af áfangastöðum sem ferðamenn sækjast eftir að heimsækja og hafa verið mjög vel kynntir síðustu áratugi.   Það er stöðugur straumur ferðamanna um Suðurland, meðfram „gullströndinni,“ sem hótelhaldarinn fyrir austan nefndi svo - …

Löngu áður en hið svokallaða „Bulletproof“ kaffi leit dagsins ljós settu Tíbetar smjörklípu út í morgunteið sitt til að byrja daginn á rjúkandi og næringarríkan hátt. Í köldu háfjallalofti Himalaja-fjallanna hefur þessi salti, rjómakenndi og hitaeiningaríki drykkur orðið að daglegri hefð sem er ómissandi í matarmenningu þjóðarinnar.Á máli heimamanna nefnist drykkurinn „po cha,“ sem einfaldlega …

Í nærri fimmtán hafa Icelandair og bandaríska flugfélagið Jetblue átt í samstarfi sem gerir viðskiptavinum þeirra kleift að kaupa tengiflug með hinu félaginu á einum miða og innrita farangur alla leið. Þannig getur farþegi sem ætlar héðan til Orlando í sumar keypt farið alla leið hjá Icelandair þó flogið sé með Jetblue seinni legginn, frá …

Aspasinn fyrirfinnst í þremur litbrigðum – hvítur, grænn og fjólublár. Hér er í raun um að ræða sömu plöntuna en afbrigðin hafa ólíka eiginleika og ræðst liturinn af því ásamt hlutfalli sólarljóss við ræktunina. Þetta næringarríka grænmeti er ein þeirra matjurta sem maðurinn hóf fyrst að rækta en elstu heimildir um aspasræktun eru um 2.000 …

Það voru vísbendingar um offramboð á flugi héðan til London og Frankfurt síðastliðinn vetur að mati stjórnenda Icelandair. Nú er hins vegar útlit fyrir nokkru færri brottfarir til beggja þessara borga á komandi vetri. Þannig hefur Wizz Air ekki lengur á boðstólum flug til Íslands frá London og þar með dregst framboð á flugi hingað …

Ferðaskrifstofur sem selja Íslandsferðir horfa nú í auknum mæli á eftir viðskipavinunum til Noregs þar sem verðlagið er skárra. Norskir ferðafrömuðir eru líka brattir í viðtölum þessa dagana og almennt sammála um að nýliðinn vetur hafi gengið vel og sumarið verði „dúndurgott" eins og það síðasta. Og opinberar tölur sýna að veturinn gekk vel í …

Þrotabú Wow Air hefur höfðað 11 riftunarmál vegna greiðslna til kröfuhafa flugfélagsins fyrir gjaldþrot þess í mars 2019. Fyrrum forstjóra flugfélagsins og eigenda, Skúla Mogensen, er stefnt til greiðslu skaðabóta í öllum þessum málum. Auk þess er farið fram á skaðabætur frá fyrrum stjórn fyrirtækisins í níu málum. Í stjórninni sátu Liv Bergþórsdóttir, sem var …

Þingmennirnir Jóhann Páll Jóhannsson (S) og Óli Björn Kárason (D) eru ekki bjartsýnir á að Alþingi nái að afgreiða þingsályktuntillögu Lilju Alfreðsdóttur (B), ráðherra ferðamála, um nýja ferðamálastefnu til ársins 2030. Þetta kom fram í máli þingmannanna í pallborðsumræðum á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar í fyrradag. Ráðherrann tók líka þátt í pallborðinu og átti þar lokaorðin. …