Samfélagsmiðlar

Hefur enga trú á að flugmiðar verði seldir langt undir kostnaðarverði á nýjan leik

Það hefur verið dýrt að fljúga að undanförnu en það kostar líka meira að reka flugfélag í dag en oft áður eins og forstjóri Icelandair bendir á.

Bogi Nils Bogason, forstjóri, segir að í ljósi ásóknarinnar í Saga Premium í sumar þá séu engar stórar breytingar á því farrými í bígerð.

Tekjur Icelandair af sölu farmiða voru mun hærri á þriðja fjórðungi ársins en dæmi eru um þrátt fyrir að farþegahópurinn hafi verið fámennari en á árunum fyrir heimsfaraldur. Að jafnaði hækkuðu tekjurnar af hverjum farþega um fimmtung í dollurum talið en mun meira ef upphæðirnar eru umreiknaðar í krónur. Dollarinn er nefnilega mun sterkari núna en þá var.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir það hins vegar nokkra einföldun að halda því fram að hærri farþegatekjur skrifist einfaldlega á hærri fargjöld líkt og Túristi gerði í grein sinni á föstudaginn.

„Við höfum breytt tekjustýringunni sem skilar sér í betri sætanýtingu en áður. Það á til að mynda við um Saga Premium þar sem miðarnir eru almennt dýrari og það skiptir máli. Aukningin þar skrifast ekki á viðskiptaferðalanga heldur frekar almenna farþega sem eru reiðubúnir til að borga fyrir meiri þjónustu og betri sæti,” bendir forstjóri Icelandair á.

Það má þó ljóst vera að fargjöld hafa verið há að undanförnu eins og uppgjör Icelandair og fleiri flugfélaga hafa sýnt fram á. Meðalfargjaldið í Evrópuflugi United Airlines var til að mynda 30 prósent hærra nú í sumar en í fyrra.

En er þetta verðlag sé komið til að vera?

„Já, almennt tel ég svo vera. Það hafa komið til miklar kostnaðarhækkanir, olíuverð er hátt, verð á aðföngum hefur hækkað og laun líka. Og það má gera ráð fyrir áframhaldandi þrýstingi á hækkanir á ýmsum kostnaðarliðum næstu misserin. Ég hef því enga trú á því að flugfélög fari að selja farmiða langt undir kostnaðarverði líkt og tíðkaðist á sínum tíma,” segir Bogi Nils og vísar þar til fargjalda Wow Air og Norwegian á flugi milli Evrópu og Norður-Ameríku á árum áður.

Sókn þessara tveggja lágfargjaldaflugfélaga á markaðinn setti pressu á verðlag á flugi yfir Norður-Atlantshafið á árunum 2014 til 2019. Undir lok þessa tímabils kom það endurtekið fram í máli stjórnenda Icelandair að fargjöldin endurspeglaðu ekki hækkandi rekstrarkostnað, til að mynda vegna hærra eldsneytisverðs.

Wow Air hvarf svo af sjónarsviðinu í mars 2019 og í dag einbeitir Norwegian sér að flugi innan Evrópu.

Icelandair hefur hins vegar fengið aðra keppinauta í staðinn. Play byggir að miklu leyti á grunni Wow Air og hið Norse Atlantic ætlar að fylla að hluta til það skarð sem Norwegian skildi eftir sig. Umsvif nýliðinna tveggja eru þó ennþá lítil, í það minnsta í samanburði við Wow og Norwegian.

Áform stjórnenda Play og Norse gera þó ráð fyrir miklum vexti á næstu árum. Og samkeppnin frá rótgrónum flugfélögum eins og United Airlines harðnar, það félag birti nýverið áætlun sína fyrir næsta sumar og þar vegur Evrópuflugið enn þyngra en áður.

Það skrifast ekki eingöngu á mikla eftirspurn heldur líka þá staðreynd að Asíumarkaðurinn á ennþá langt í land og sérstaklega Kína. Þar með nýta evrópsk og amerísk flugfélög breiðþotur sínar í meira mæli í flug yfir Atlantshafið.

Flugvél Icelandair yfir ÍtalíuMynd: ÓJ
Nýtt efni
Kauphöllin

Hlutabréfavísatalan Stoxx Europe 600 náði sína hæsta gilda á föstudaginn og hefur þá hækkað um nærri 70 prósent frá því mars 2020 þegar vísitala fór lægst í upphafi heimsfaraldursins. Vísitala Bloomberg sem fylgist með gengi evrópskra flugfélaga hefur á sama tíma hækkað um 23 prósent. Af stóru evrópsku flugfélögunum er Ryanair það eina þar sem …

Tónlistarmaðurinn hefur á þessum árum lagt inn 689 lög í eigin nafni. En þrátt fyrir afar litlar vinsældir hefur maðurinn fengið útborgaðar um það bil sem svarar 90 milljónum íslenskra króna frá streymisveitunum vegna þess hve oft lögin hafa verið spiluð. Til að fá útborgað um eitt hundrað krónur frá tónlistarstreymisveitu þarf lag að vera …

Árið 2023 varð metár í komum ferðamanna til hinnar fornu, fögru og söguríku Aþenu. Um sjö milljónir erlendra ferðamanna lentu á Aþenu-flugvelli sem kenndur er við Eleftherios Venizelos, 600 þúsundum fleiri en 2019. Bandaríkjamenn voru stærsti hópurinn, ein milljón, en næst á eftir komu 687 þúsund Bretar, 478 þúsund Þjóðverjar, 462 þúsund Frakkar og 410 …

Áætlun Ryanair á komandi sumarvertíð byggir á því að félagið fái að lágmarki 50 nýjar Boeing Max þotur en forstjóri flugfélagsins, Michael O'Leary, er svartsýnn á að það gangi eftir. Nýju þoturnar verði í besta falli fjörutíu en upphaflega hafði Boeing lofað 57 nýjum Max-þotum samkvæmt frétt Bloomberg. „Það hamlar vexti okkar að vita ekki …

Stellantis er einn stærsti bílaframleiðandi heims. Í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag ítrekar Carlos Tavares, forstjóri Stellantis, stuðning samsteypunnar við banni við sölu á bílum knúnum bensíni og dísil árið 2035. Ummælin falla í tilefni af því að margir spá íhaldssveiflu í Evrópuþingskosningum í júní og að í framhaldi af því verði áformum …

Það vakti athygli að fáum dögum eftir lát eins af þekktari ritstjórum The New York Times, Joseph Lelyveld, streymdu inn á Amazon-netverslunina fjölmargar nýjar ævisögur ritstjórans. Lelyveld lést í janúar í ár og þegar bróðir hans Michael fór inn á netið fáum dögum eftir útför Josephs til að sjá hvernig samferðarmenn minntust bróðurins tók hann eftir …

Skotar hafa löngum verið hrifnir af hafragraut. Fornleifarannsókn á Suðureyjum á vegum Bristolháskóla árið 2022 leiddi í ljós að hafragrautur hefur verið hluti af mataræði þeirra árþúsundum saman. Á miðöldum einkenndist veðurfar í Skotlandi af miklum raka og skornum skammti af sólarljósi. Þar af leiðandi náðu aðeins harðgerðustu korntegundir að vaxa og upp frá því …

Árið 1952 kom út bók á Ítalíu sem bar þann fallega titil Allir okkar liðnu dagar. Í rauninni heitir bókin á ítalska frummálinu Tutti i nostri ieri, sem í beinni þýðingu væri: Allir okkar gærdagar. Bókin sem var skrifuð af ítalska rithöfundinum Natalia Ginzburg var meira eða minna gleymd af heiminum. Árið 2023 gekk bókin skyndilega og …