Samfélagsmiðlar

Græðgin varð þeim að falli

Katarar ætluðu að nota HM til að sýna hvers þeir væru megnugir. Það átti að heilla heiminn með gestrisni og glæsileika. Það sem hefur hinsvegar raungerst er að miklu fleiri en áður hafa áttað sig á því að Katar stendur fyrir spillingu, kúgun og græðgi.

Lesendur sem á annað borð hafa fylgst með HM í Katar hafa auðvitað áttað sig á því að það var furðuleg ákvörðun af FIFA að halda mótið í þessu landi sem skorti bæði fótboltamenningu og innviði til þess að höndla svo flókið verkefni sómasamlega. Áður hefur mótið verið haldið í löndum sem virða hvorki lýðræði né mannréttindi – svo það er ekkert nýtt – en líklega hefur ekkert móttökuland verið vanbúnara að sinna verkinu, þrátt fyrir mikið ríkidæmi.

Á degi hverjum verður ljósara að það voru mistök að halda keppnina í Qatar. Það sætir auðvitað furðu að Qatar hafi á sínum tíma verið valið fram yfir Bandaríkin, Suður-Kóreu, Japan og Ástralíu, sem öll vildu halda keppnina 2022. En græðgin réði þessu vali FIFA. Peningarnir voru látnir tala. Og græðgin heldur áfram að birtast með ýmsum hætti í Katar.

Það kom í ljós í riðlakeppninni að offramboð er á hótelherbergjum og Airbnb-íbúðum í Katar, þvert á það sem spáð hafði verið. Fyrir mótið höfðu ráðamenn (engin þörf á kynhlutleysi hér) í Katar, stjórnendur Qatar Airways, og raunar líka samtök tengd fótboltanum, varað við yfirvofandi húsnæðisskorti á meðan mótið færi fram. Mótshaldarar brugðust við með því að útvega hús og íbúðir, skemmtiferðaskip, gáma-íbúðir og eyðimerkurtjöld til að hýsa fótboltaáhugafólk úr öllum heimshornum. Húsabarónarnir í Doha gerðu ráð fyrir áhlaupi 1,2 milljóna áhangenda fótboltans frá 24.-28. nóvember en nú hefur offramboð valdið hruni á leiguverði og fasteignasalar búast við að áhrifin verði varanleg á fasteignamarkaði. 

Úttekt Reuters-fréttastofunnar sýnir fram á að græðgin hafi orðið leigubröskurum í Katar að falli. Haft er eftir fasteignasölum, húsnæðismiðlurum og leigjendum að umsvifamiklir húsabarónar í landinu hefðu í aðdraganda mótsins sett upp óraunhæft leiguverð. Það hefði hinsvegar leitt til þess að þúsundir herbergja standa nú auð og ónotuð. 

Margir mótsgesta létu ekki bjóða sér okrið í Doha og ákváðu að gista í nærliggjandi borgum og koma með flugi til að sjá leikina. Nægar flugferðir eru í boði, eða um 500 á dag, flestar frá alþjóðlegu flugmiðstöðinni í Dúbæ. Qatar Airways hafði komið á stórum hluta þessara tenginga fyrir mótið vegna óttans við húsnæðisskort í heimalandinu. 

En nú er sama hvað húsnæðismiðlarar í Doha bjóða, fótboltaáhugafólkið kýs frekar að búa annars staðar. Áhrifin af þessum flótta eru þau að tveggja herbergja íbúð í Doha, sem í október bauðst á 1.200 dollara fyrir nóttina, var komin niður í 250 dollara í mótsbyrjun. 

Yfirvöld húsnæðismála í Katar hafa ekki svarað fyrirspurnum Reuters-fréttastofunnar um það hversu mörg gistirými standa auð og af hverju væntingar um eftirspurn hafi ekki ræst.

Græðgin sem felldi húsabaróna í Doha verður þó ekki eina minningin um þetta HM í eyðimörkinni.

Fólk hefur líka fengið að sjá hvernig komið er fyrir FIFA, sem reynt hefur að þóknast gestgjöfum með því að hefta tjáningu leikmanna og áhorfenda – setja hömlur á gleðina. Lengst mun þó vafalaust lifa skömmin vegna þeirrar meðferðar sem verkamenn frá Indlandi, Pakistan, Nepal, Bangladesh og Sri Lanka sættu á framkvæmdatímanum. Um 6.500 þeirra eru taldir hafa látist af ýmsum ástæðum sem rekja má til aðbúnaðar á vinnustöðum og ófullnægjandi íbúðahúsnæðis á framkvæmdasvæðum í Katar.

Strax árið 2016 gagnrýndi Amnesty International aðbúnað erlendu verkamannanna í Katar. Einhverjar umbætur voru gerðar en áfram voru aðbúnaður og kjör algjörlega ófullnægjandi.

Allir vissu af þessu en FIFA og landsliðin létu sig hafa það að mæta til leiks.

Nýtt efni

„Samstarf fólks um allt land er forsenda þess að þróunin verði Grænlandi í hag. Ferðamenn virða ekki sveitamörk heldur eru með hugann allan við að njóta áfangastaða sinna. Þess vegna er svo brýnt að við sem áfangastaðurinn Grænland vinnum saman að því að bjóða upp á óaðfinnanlega og heildstæða upplifun - og náum saman, bæði …

Biðinni er brátt lokið og eftirvæntingarfullir aðdáendur írska rithöfundarins Sally Rooney getað andað léttar því að í liðinni viku var tilkynnt af The Wylie Agency, umboðsskrifstofu rithöfundarins, að ný bók væri væntanleg frá henni þriðjudaginn 24. september 2024.  Alex Bowler, talsmaður Faber & Faber, enska forlags rithöfundarins, sendi líka frá sér tilkynningu í tilefni af væntanlegri  …

Farþegar á Keflavíkurflugvelli gátu að jafnaði valið á milli nærri 10 brottfara á dag til höfuðborgar Bretlands í síðasta mánuði. Þetta er viðbót um eina ferð frá sama tíma í fyrra ef tillit er tekið til þess að nú er hlaupaár. London var sú borg sem oftast var flogið til frá Keflavíkurflugvelli í febrúar samkvæmt …

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …