Samfélagsmiðlar

Græðgin varð þeim að falli

Katarar ætluðu að nota HM til að sýna hvers þeir væru megnugir. Það átti að heilla heiminn með gestrisni og glæsileika. Það sem hefur hinsvegar raungerst er að miklu fleiri en áður hafa áttað sig á því að Katar stendur fyrir spillingu, kúgun og græðgi.

Lesendur sem á annað borð hafa fylgst með HM í Katar hafa auðvitað áttað sig á því að það var furðuleg ákvörðun af FIFA að halda mótið í þessu landi sem skorti bæði fótboltamenningu og innviði til þess að höndla svo flókið verkefni sómasamlega. Áður hefur mótið verið haldið í löndum sem virða hvorki lýðræði né mannréttindi – svo það er ekkert nýtt – en líklega hefur ekkert móttökuland verið vanbúnara að sinna verkinu, þrátt fyrir mikið ríkidæmi.

Á degi hverjum verður ljósara að það voru mistök að halda keppnina í Qatar. Það sætir auðvitað furðu að Qatar hafi á sínum tíma verið valið fram yfir Bandaríkin, Suður-Kóreu, Japan og Ástralíu, sem öll vildu halda keppnina 2022. En græðgin réði þessu vali FIFA. Peningarnir voru látnir tala. Og græðgin heldur áfram að birtast með ýmsum hætti í Katar.

Það kom í ljós í riðlakeppninni að offramboð er á hótelherbergjum og Airbnb-íbúðum í Katar, þvert á það sem spáð hafði verið. Fyrir mótið höfðu ráðamenn (engin þörf á kynhlutleysi hér) í Katar, stjórnendur Qatar Airways, og raunar líka samtök tengd fótboltanum, varað við yfirvofandi húsnæðisskorti á meðan mótið færi fram. Mótshaldarar brugðust við með því að útvega hús og íbúðir, skemmtiferðaskip, gáma-íbúðir og eyðimerkurtjöld til að hýsa fótboltaáhugafólk úr öllum heimshornum. Húsabarónarnir í Doha gerðu ráð fyrir áhlaupi 1,2 milljóna áhangenda fótboltans frá 24.-28. nóvember en nú hefur offramboð valdið hruni á leiguverði og fasteignasalar búast við að áhrifin verði varanleg á fasteignamarkaði. 

Úttekt Reuters-fréttastofunnar sýnir fram á að græðgin hafi orðið leigubröskurum í Katar að falli. Haft er eftir fasteignasölum, húsnæðismiðlurum og leigjendum að umsvifamiklir húsabarónar í landinu hefðu í aðdraganda mótsins sett upp óraunhæft leiguverð. Það hefði hinsvegar leitt til þess að þúsundir herbergja standa nú auð og ónotuð. 

Margir mótsgesta létu ekki bjóða sér okrið í Doha og ákváðu að gista í nærliggjandi borgum og koma með flugi til að sjá leikina. Nægar flugferðir eru í boði, eða um 500 á dag, flestar frá alþjóðlegu flugmiðstöðinni í Dúbæ. Qatar Airways hafði komið á stórum hluta þessara tenginga fyrir mótið vegna óttans við húsnæðisskort í heimalandinu. 

En nú er sama hvað húsnæðismiðlarar í Doha bjóða, fótboltaáhugafólkið kýs frekar að búa annars staðar. Áhrifin af þessum flótta eru þau að tveggja herbergja íbúð í Doha, sem í október bauðst á 1.200 dollara fyrir nóttina, var komin niður í 250 dollara í mótsbyrjun. 

Yfirvöld húsnæðismála í Katar hafa ekki svarað fyrirspurnum Reuters-fréttastofunnar um það hversu mörg gistirými standa auð og af hverju væntingar um eftirspurn hafi ekki ræst.

Græðgin sem felldi húsabaróna í Doha verður þó ekki eina minningin um þetta HM í eyðimörkinni.

Fólk hefur líka fengið að sjá hvernig komið er fyrir FIFA, sem reynt hefur að þóknast gestgjöfum með því að hefta tjáningu leikmanna og áhorfenda – setja hömlur á gleðina. Lengst mun þó vafalaust lifa skömmin vegna þeirrar meðferðar sem verkamenn frá Indlandi, Pakistan, Nepal, Bangladesh og Sri Lanka sættu á framkvæmdatímanum. Um 6.500 þeirra eru taldir hafa látist af ýmsum ástæðum sem rekja má til aðbúnaðar á vinnustöðum og ófullnægjandi íbúðahúsnæðis á framkvæmdasvæðum í Katar.

Strax árið 2016 gagnrýndi Amnesty International aðbúnað erlendu verkamannanna í Katar. Einhverjar umbætur voru gerðar en áfram voru aðbúnaður og kjör algjörlega ófullnægjandi.

Allir vissu af þessu en FIFA og landsliðin létu sig hafa það að mæta til leiks.

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …