Samfélagsmiðlar

Opna hótelið við Austurvöll

Gamli Sjálfstæðissalurinn hefur verið endurbyggður í upprunalegri mynd og verður hann hluti af rekstri hins nýja hótels.

Iceland Parliament Hotel er heiti nýs hótels við Alþingishúsið sem nú hefur verið opnað. Framkvæmdir við byggingarnar, sem hótelið er starfrækt í, hafa dregist á langinn og þeim lýkur fyrst næsta vor þegar öll 163 herbergi hótelsins verða tekin í notkun.

„Gamla Landssímahúsið gengur nú í endurnýjun lífdaga og verður aðgengilegt innlendum og erlendum gestum, en í almenningsrýmum hótelsins verður til sýnis einstakt safn íslenskrar myndlistar sem er í einkaeigu. Boðið verður upp á skipulagða leiðsögn um húsið á komandi ári fyrir þau sem vilja fræðast um íslenska myndlist og húsakynni hótelsins,“ segir í tilkynningu.

„Það má segja að byggingarnar verði nú aðgengilegri almenningi en nokkru sinni fyrr. Við viljum virða merka sögu reitsins og gera henni góð skil í okkar starfsemi, en á sama tíma hleypa nýju lífi í þau hús sem hafa í allt of langan tíma verið án starfsemi eða til lítillar prýði fyrir þennan mikilvæga samkomustað okkar Íslendinga við Austurvöll og Alþingi Íslands,“ segir Hildur Ómarsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Iceland Hotel Collection, sem stýrt hefur framkvæmdum við hótelið fyrir hönd rekstraraðila.

Hildur bætir því við að bókunarstaða hótelsins sé góð fyrir komandi áramót og ekkert því til fyrirstöðu að gestir hússins komi saman og fagni nýju ári við sögufrægar slóðir við Austurvöll.

Veitingastaður hótelsins ber nafnið Hjá Jóni og snýr hann út að Austurvelli þar sem styttan af Jóni Sigurðssyni stendur. Á jarðhæð hótelsins verður barinn Telebar og er heitið skírskotun í fyrrum starfsemi hússins sem áður hýsti höfuðstöðvar Landsímans og fjarskiptatengingar höfuðborgarinnar við landsbyggðina og landsins við útlönd á árum áður. Á Telebar verða framreiddar kaffiveitingar á daginn og úrval vína og kokteila á kvöldin, ásamt smáréttum. Loks hefur gamli Sjálfstæðisalurinn verið endurgerður í upprunalegri mynd en bæði ytra og innra byrði salarins er friðað.

Hið nýja hótel er hluti af Iceland Hotel Collection by Berjaya sem áður hét Icelandair Hotels og var þá í eigu flugfélagsins sjálfs. Tengsl Icelandair við hótelið við Austurvöll eru þó talsverð því flugfélagið á helming í fasteigninni en líkt og Túristi hefur áður fjallað um þá hvíldu á henni skuldir upp á nærri 13 milljarða króna um síðustu áramót.


Nýtt efni

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …