Samfélagsmiðlar

Óveður kemur kerfinu á óvart

Íslensk ferðaþjónusta hlýtur að gera kröfu til þess að stjórnkerfið taki atvinnugreinina alvarlega og að henni séu sköpuð eðlileg starfsskilyrði - og komið sé fram við viðskiptavini hennar af virðingu og væntumþykju.

Klippur af fréttavefum

Auðvitað hljóta erlendir ferðamenn að undrast getuleysi og vanbúnað íslenskra yfirvalda í samgöngumálum og rekstri alþjóðaflugvallarins í Keflavík að vetrarlagi. Ættu Íslendingar ekki einmitt að vera sú þjóð sem best ætti að ráða við snjókomu og hvassviðri – vita nokkurn veginn hvernig bregðast eigi við? Heitir landið ekki ÍSLAND?

Á ekki að vera til staðar nauðsynlegur búnaður og skipulag til að halda Reykjanesbraut opinni – nánast alltaf? Er ekki eðlilegt að gera þá kröfu til ábyrgðaraðila Keflavíkurflugvallar að þar sé fyrir hendi áætlun og búnaður til að veita ferðafólki sem þar neyðist til að hafast við gott atlæti, sæmilegar aðstæður: rúmbedda, teppi og mat? Íslendingar hafa þá mynd af sjálfum sér að vera gestrisnir.

Það hefur verið vandræðalegt að fylgjast með því hvernig allt fór á hliðina í mikilvægasta hluta samgöngukerfis landsins í þessum vetrarhvelli í aðdraganda jóla. Reykjanesbraut var ekki rudd eins og hægt var að gera, fastir bílar sátu eftir og juku vandann, flugvélar fóru ekki á loft eftir að fært varð vegna þess að áhafnir komust ekki landleiðina, fljúga þurfti með áhafnir milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Mikill fjöldi farþega beið klukkutímum saman matarlítill í flugstöðinni, fólk lagðist á gólfin, beið og beið. Upplýsingar voru af skornum skammti. Ábyrgðaraðilar hjá Vegagerðinni og Isavia benda á verktaka og rekstraraðila á flugvellinum. Hver bendir á annan. En er ekki alveg ljóst að það eru opinberir aðilar sem bera ábyrgðina – framkvæmdavaldið og þær stofnanir sem undir það heyra?

Íslendingar létu óveðrið koma sér að óvörum.

Innviðaráðherra segir: „Ég mun tryggja að svona gerist ekki aftur.“ Hvernig getur einn ráðherra tryggt það, þó vaskur sé? Í ljós kemur að ráðherra innviða þarf að láta starfshóp fara yfir skipulag á snjómokstri á Reykjanesbraut. Er ekki hægt að tékka á því með einu símtali til Vegamálastjóra? Starfshópurinn á líka að fara yfir það hvernig staðið er að því að loka eða opna fyrir umferð og hver beri ábyrgð á því að fjarlægja fasta bíla. Það á líka að ræða upplýsingagjöfina, yfirfara hlutverk og verkaskiptingu. Loks á að meta hvort breyta þurfi lögum eða skýra reglur svo stofnanir ríkisins viti hvað þær eigi að gera ef óveður skellur á í þessu landi – Íslandi.

Ráðherrar hafa áhyggjur af því að þessi uppákoma á aðventunni geti skaðað orðspor Íslands sem áfangastaðar. Auðvitað veit ferðafólk að það getur lent í töfum á flugi vegna óveðurs víða um heim. Það er lítið við því að segja. En það er upplifunin af viðbrögðum heimamanna sem skiptir mestu. Þar verður orðsporið til. Ferðamaður sem sat lengi fastur á Reykjanesbraut eða neyddist til að leggjast örþreyttur á kalt gólf Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar með saltflögur og kók til matar undrast vafalaust að innviðaráðherra lands sem kennir sig við ís þurfi að skipa starfshóp sem fær mánuð til að setja fram áætlun um hvað gera eigi þegar óveður lokar veginum að eina alþjóðaflugvelli landsins.

„Ég mun tryggja að svona gerist ekki aftur,“ sagði ráðherrann.

„Ég mun örugglega ekki koma aftur til Íslands,“ tautar ferðamaður í barminn þegar hann loks tekur flugið frá Keflavík.

Svo skilar starfshópurinn sínum tillögum, ráðherra fer yfir þær. En er líklegt að viðbúnaður á Reykjanesbraut verði aukinn með meiri mannskap og fleiri tækjum – að við verðum tilbúin í hretinu sem skellur á okkur í febrúar eða mars? Verður þá hægt að tryggja að farþegarnir sem fréttu aldrei af aðventuvandræðunum, eða stóð á sama og komu til Íslands þrátt fyrir þau, fái ávallt nauðsynlegar upplýsingar um ástand, veður og færð, verði komið nokkuð óhindrað til Keflavíkurflugvallar – og geti fengið aðstöðu til að hvílast og mat að borða ef flugáætlanir fara úr skorðum af óviðráðanlegum ástæðum?

Allir sem starfa í íslenskri ferðaþjónustu hljóta að gera kröfu til þess að stjórnkerfið fari að taka það alvarlega að atvinnugreinin er sú mikilvægasta í landinu og það sé henni lífsnauðsyn að sköpuð séu eðlileg starfsskilyrði – og komið sé fram við viðskiptavini hennar af virðingu og væntumþykju.

Nýtt efni

Ég hitti dræverinn minn við terminalinn í Keflavík. Hann var að koma úr transferi  frá Selfossi. Ég spurði  hvort hann væri á Sprinternum, „Nei ég er á nýja Benzinum  hjá  Ice-eitthvað. En hvað eigum við að taka marga pax spurði hann og eru allir með vácera eða eiga þeir að borga kontant?“  Daman á deskinum …

Nú eru 10 þotur á vegum Play í háloftunum en þær voru sex fyrir ári síðan. Umsvifin hafa því aukist  um meira en helming og í nýliðnum nóvember flutti félagið 107 þúsund farþega. Það er viðbót um 42 prósent frá sama tíma í fyrra. Viðbótin er minni en sem nemur auknu framboði og sætanýtingin var …

Rebecca Yarros er sex barna móðir. Hún þjáist af sjaldgæfum sjúkdómi sem kallast Ehlers-Danlos og hún á erfitt með svefn. Í mörg ár hefur hún vaknað um miðjar nætur og legið andvaka tímunum saman. Á hinum svefnlausu nóttum vandi hún sig á að setjast upp og lesa svokallaðar ástarsögur eða romance á fræðimáli bókaútgefenda. Þegar …

Vefmiðillinn Túristi hóf sitt ferðalag fyrir 14 árum en í dag birtist hann lesendum undir nýju nafni og í breyttum búningi, sem ekki er þó fullskapaður heldur í mótun: FF7 - Frásagnir og fréttir alla daga. Áfram verða ferðamál í öndvegi en leitað fanga víðar, birtar áhugaverðar og skemmtilegar frásagnir af ýmsu tagi og fréttir …

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir

Aðlögunarhæfni er meðal helstu styrkleika ferðaþjónustunnar. Það sýndi hún vel í kórónaveirufaraldrinum og það á örugglega eftir að reyna á þennan eiginleika aftur. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, kom inn á þetta í ávarpi sínu á morgunfundi SAF og SA um skattspor ferðaþjónustunnar. Ekki er langt síðan Þórdís Kolbrún gegndi starfi utanríkisráðherra og …

Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur, kynnti niðurstöður skýrslu sem Reykjavík Economics vann fyrir SAF um skattspor ferðaþjónustunnar - um það hvert raunverulegt framlag hennar er til samfélagsins. Byggt er á tölum frá 2022 og er meginniðurstaðan sú að skattspor ferðaþjónustunnar hafi verið rúmir 92 milljarðar króna en rúmir 155 milljarðar ef virðisaukaskattur er meðtalinn. Þetta eru …

Þessar breytingar á álögum á skemmtiferðaskipin sem koma til Grænlands taka gildi 1. janúar 2024. Við gerð fjárlaga síðasta árs náðist samkomulag milli flokkanna á grænlenska þinginu um að hefja að nýju innheimtu farþegagjalda. Hafnargjald var látið leysa farþegagjald af hólmi árið 2015. Vegna fjölgunar skemmtiferðaskipa og álagsins sem fylgir komum þeirra fyrir lítil samfélög …

norwegian vetur

„Umferðin í nóvember er alla jafna minni og líka í janúar og febrúar. Þú hefur þá um tvennt að velja. Fljúga með óbreyttum hætti, lækka verðið og fljúga hálftómum þotum. Hinn kosturinn er að minnka framboðið og spara pening. Áður fyrr valdi Norwegian fyrri leiðina en nýir stjórnendur hafa kosið seinni kostinn," sagði Svein Harald …