Samfélagsmiðlar

Þýska Lufthansa vill kaupa hlut í ítalska ITA

Lufthansa hefur tilkynnt um áhuga á að kaupa minnihluta í ítalska flugfélaginu ITA og bjarga þar með þessum arftaka þjóðarflugfélagsins Alitalia frá falli. Þessi hlutur er talinn kosta um 300 milljónir evra. Fjármálaráðherra Ítalíu segir tilboðið hið eina sem borist hafi og það verði nú tekið til skoðunar.

ITA

Vél ITA-flugfélagsins

Ríkisflugfélagið Alitalia var einkavætt árið 2009 en ekki tókst að koma rekstri þess í sæmilegt horf og fékk ítalska ríkið það aftur í fangið 2020. Ári síðar hætti það rekstri. Eftir árangurslausar samningaviðræður við Delta, EasyJet og fleiri voru eignir færðar yfir í nýtt félag í eigu ríkisins, Italia Trasporto Aereo, eða ITA-flugfélagið, sem hefur haldið uppi áætlunarflugi til um 60 áfangastaða.

Heimsfaraldur geisaði og reksturinn gekk brösulega. Ítalska ríkið dældi peningum í ITA en ekki hefur tekist að snúa taprekstrinum við í harðri samkeppni við félög á borð við Ryanair og Wizz. Nú virðast Þjóðverjarnir einir geta bjargað ITA.

Bætist ITA í hópinn hjá Lufthansa?

Carsten Spohr, forstjóri Lufthansa, greindi frá því í gær að félagið hefði lýst áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ITA og bjarga því þar með frá falli. Ekki var greint frá því hversu mikið Þjóðverjarnir væru tilbúnir að greiða fyrir hlutinn en ítalskir fjölmiðlar hafa nefnt um 300 milljónir evra. Það þýðir að markaðsvirði ITA er aðeins um 750 milljónir evra. Fyrir ári gerði þýska skipafélagið MSC tilboð í ITA í ótilgreindan hlut fyrir um 1,2 milljarða evra en dró síðan tilboðið til baka eftir nokkurt þref. Einkavæðing ITA hélt áfram að vera einn helsti höfuðverkur ítalskra stjórnvalda, sem hafa á síðustu árum sett háar fjárhæðir í flugrekstur landsins, samtals um 10 milljarða evra – fyrst í gegnum Alitalia og á síðustu misserum í ITA-félagið.

Lufthansa á fyrir nokkur evrópsk dótturfélög sem sinna áætlunarflugi. Nægir þar að nefna Austrian Airlines, Swiss International Air Lines og Brussels Airlines. Nú sjá Carsten Spohr og félagar tækifæri til að styrkja tökin á ítalska markaðnum, sem þeir hafa mikla trú á, og tengja áfangastaði á Ítalíu við alþjóðlegt flugnet Lufthansa.

Eftir á að koma í ljós hvort hægristjórn Giorgia Meloni kyngir ítalska þjóðernisstoltinu og samþykkir útrétta hönd Þjóðverja – eða hvort beðið verður eftir einhverjum sem bjóði betur. Biðin gæti orðið ítölskum skattgreiðendum dýr.

Nýtt efni

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …