Samfélagsmiðlar

Spá Veðurstofunnar gekk eftir

Spá Veðurstofunnar fyrir Keflavíkurflugvöll sem gefin var út á laugardagkvöld. Þar er reiknað með vindhviðum („gust") upp á meira 50 hnúta (26 metrum á sek) frá kl. 6 á sunnudagsmorgun.

Hátt í 900 manns eyddu stórum hluta gærdagsins í þotum Icelandair við Leifsstöð þar sem ekki var hægt að hleypa fólkinu út vegna óveðurs og mikillar hálku við flugstöðina. Vindhraðinn fór yfir 30 metra á sekúndu í hörðustu hviðunum. Ekki er hægt að koma landgöngum eða stigum að þotunum ef vindur nær 26 metrum á sekúndu eða 50 hnútum. Sama gildir um tækjabúnað sem notaður er til að afferma þotur, dæla á þær eldsneyti og fleira.

Svokallaðar flaggspár Veðurstofu gerðu ráð fyrir þessum slæmu skilyrðum samkvæmt þeim gögnum sem Túristi hefur fengið frá stofnuninni. Í spá sem gerð var klukkan 18, en birt 20:38, á laugardag er til að mynda reiknað með allt að 53 metrum á sekúndu í vindhviðum frá klukkan sex á sunnudagsmorgun en þá var von á fyrstu þotum Icelandair frá Norður-Ameríku.

Þetta útlit var ítrekað í flaggspá sem framleidd var um hálf þrjú aðfararnótt sunnudags.

Samkvæmt þessum veðurspám átti í fyrsta lagi að lægja um kvöldmatarleytið í gær og þá fyrst yrðu nægjanlega góð skilyrði fyrir landganga. Og það gekk eftir því farþegar Icelandair komust fyrst frá borði seinnipartinn í gær.

Veðurstofan gefur einnig út svokallaðar TAFOR spár sem Isavia hvetur notendur til að styðjast við. Veðurstofan gefur slíkar spár út á þriggja klukkustunda fresti fyrir alla fjóra aðal flugvelli landsins.

TAFOR spárnar koma út klukkustund fyrir gildistöku og spáin sem var gefin út kl. 23 á laugardagskvöld, með gildistíma frá miðnætti, sýndi breytingu frá fyrri spá og enn versnaði spáin sem gefin var út klukkan tvö aðfararnótt sunnudags og tók gildi klukkutíma síðar. 

Þær gerðu þó báðar ráð fyrir að á milli kl. sex og átta um morguninn, þegar von var á þotum Icelandair til Keflavíkurflugvallar, yrði meðalvindur 42 hnútar og vindhviður 55 hnútar. Og athuganir á Keflavíkurflugvelli sýna að meðalvindhraði var á bilinu 38 til 42 hnútar og vindhviður 52 til 56 hnútar á þessu tveggja klukkutíma bili. En sem fyrr segir er ekki hægt að koma landgöngum að þotum á Keflavíkurflugvelli þegar vindur nær 50 hnútum.

Í svari Veðurstofunnar til Túrista er tekið fram að í öllum þessum spám var versta veðrinu spáð eftir klukkan átta sem er talsvert eftir áætlaða lendingu Icelandair þotanna.

Farþegar Icelandair urðu einnig illa úti þegar Reykjanesbraut lokaðist fyrir jól. Þá aflýsti Play flugi frá Bandaríkjunum til Íslands þann 19. desember en Icelandair hélt sínu striki eins og Túristi fjallaði um fyrr í dag. Félagið flaug líka þotum sínum til landsins daginn þrátt fyrir að þá væri væri fjöldi farþega ennþá fastur í Leifsstöð.

Viðbót 07:27: Upphafleg útgáfa fréttarinnar byggði eingöngu á sk. flaggspá Veðurstofunnar en nú hefur Túristi einnig fengið tölur úr TAFOR spá sunnudagsins. Fréttin hefur verið uppfærð miðað við ítarlegri upplýsingar.

Veðurstofan gerði aftur á móti athugasemd við notkun á heitinu ofsaveður í fyrirsögn fréttarinnar af þeirri ástæðu að íslensku heitin, um styrklega veðurs, eiga við um meðavindhraða en ekki vindhviður. Ofsaveður er þegar spáð er meðalvindhraða á bilinu 28-32 metrar á sekúndu. Slíkt var ekki í spánni fyrir sl. sunnudag en hviður á Keflavíkurflugvelli þann dag fóru þó yfir 30 m/s.

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …