Samfélagsmiðlar

Spá Veðurstofunnar gekk eftir

Spá Veðurstofunnar fyrir Keflavíkurflugvöll sem gefin var út á laugardagkvöld. Þar er reiknað með vindhviðum („gust") upp á meira 50 hnúta (26 metrum á sek) frá kl. 6 á sunnudagsmorgun.

Hátt í 900 manns eyddu stórum hluta gærdagsins í þotum Icelandair við Leifsstöð þar sem ekki var hægt að hleypa fólkinu út vegna óveðurs og mikillar hálku við flugstöðina. Vindhraðinn fór yfir 30 metra á sekúndu í hörðustu hviðunum. Ekki er hægt að koma landgöngum eða stigum að þotunum ef vindur nær 26 metrum á sekúndu eða 50 hnútum. Sama gildir um tækjabúnað sem notaður er til að afferma þotur, dæla á þær eldsneyti og fleira.

Svokallaðar flaggspár Veðurstofu gerðu ráð fyrir þessum slæmu skilyrðum samkvæmt þeim gögnum sem Túristi hefur fengið frá stofnuninni. Í spá sem gerð var klukkan 18, en birt 20:38, á laugardag er til að mynda reiknað með allt að 53 metrum á sekúndu í vindhviðum frá klukkan sex á sunnudagsmorgun en þá var von á fyrstu þotum Icelandair frá Norður-Ameríku.

Þetta útlit var ítrekað í flaggspá sem framleidd var um hálf þrjú aðfararnótt sunnudags.

Samkvæmt þessum veðurspám átti í fyrsta lagi að lægja um kvöldmatarleytið í gær og þá fyrst yrðu nægjanlega góð skilyrði fyrir landganga. Og það gekk eftir því farþegar Icelandair komust fyrst frá borði seinnipartinn í gær.

Veðurstofan gefur einnig út svokallaðar TAFOR spár sem Isavia hvetur notendur til að styðjast við. Veðurstofan gefur slíkar spár út á þriggja klukkustunda fresti fyrir alla fjóra aðal flugvelli landsins.

TAFOR spárnar koma út klukkustund fyrir gildistöku og spáin sem var gefin út kl. 23 á laugardagskvöld, með gildistíma frá miðnætti, sýndi breytingu frá fyrri spá og enn versnaði spáin sem gefin var út klukkan tvö aðfararnótt sunnudags og tók gildi klukkutíma síðar. 

Þær gerðu þó báðar ráð fyrir að á milli kl. sex og átta um morguninn, þegar von var á þotum Icelandair til Keflavíkurflugvallar, yrði meðalvindur 42 hnútar og vindhviður 55 hnútar. Og athuganir á Keflavíkurflugvelli sýna að meðalvindhraði var á bilinu 38 til 42 hnútar og vindhviður 52 til 56 hnútar á þessu tveggja klukkutíma bili. En sem fyrr segir er ekki hægt að koma landgöngum að þotum á Keflavíkurflugvelli þegar vindur nær 50 hnútum.

Í svari Veðurstofunnar til Túrista er tekið fram að í öllum þessum spám var versta veðrinu spáð eftir klukkan átta sem er talsvert eftir áætlaða lendingu Icelandair þotanna.

Farþegar Icelandair urðu einnig illa úti þegar Reykjanesbraut lokaðist fyrir jól. Þá aflýsti Play flugi frá Bandaríkjunum til Íslands þann 19. desember en Icelandair hélt sínu striki eins og Túristi fjallaði um fyrr í dag. Félagið flaug líka þotum sínum til landsins daginn þrátt fyrir að þá væri væri fjöldi farþega ennþá fastur í Leifsstöð.

Viðbót 07:27: Upphafleg útgáfa fréttarinnar byggði eingöngu á sk. flaggspá Veðurstofunnar en nú hefur Túristi einnig fengið tölur úr TAFOR spá sunnudagsins. Fréttin hefur verið uppfærð miðað við ítarlegri upplýsingar.

Veðurstofan gerði aftur á móti athugasemd við notkun á heitinu ofsaveður í fyrirsögn fréttarinnar af þeirri ástæðu að íslensku heitin, um styrklega veðurs, eiga við um meðavindhraða en ekki vindhviður. Ofsaveður er þegar spáð er meðalvindhraða á bilinu 28-32 metrar á sekúndu. Slíkt var ekki í spánni fyrir sl. sunnudag en hviður á Keflavíkurflugvelli þann dag fóru þó yfir 30 m/s.

Nýtt efni

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …