Samfélagsmiðlar

Spá Veðurstofunnar gekk eftir

Spá Veðurstofunnar fyrir Keflavíkurflugvöll sem gefin var út á laugardagkvöld. Þar er reiknað með vindhviðum („gust") upp á meira 50 hnúta (26 metrum á sek) frá kl. 6 á sunnudagsmorgun.

Hátt í 900 manns eyddu stórum hluta gærdagsins í þotum Icelandair við Leifsstöð þar sem ekki var hægt að hleypa fólkinu út vegna óveðurs og mikillar hálku við flugstöðina. Vindhraðinn fór yfir 30 metra á sekúndu í hörðustu hviðunum. Ekki er hægt að koma landgöngum eða stigum að þotunum ef vindur nær 26 metrum á sekúndu eða 50 hnútum. Sama gildir um tækjabúnað sem notaður er til að afferma þotur, dæla á þær eldsneyti og fleira.

Svokallaðar flaggspár Veðurstofu gerðu ráð fyrir þessum slæmu skilyrðum samkvæmt þeim gögnum sem Túristi hefur fengið frá stofnuninni. Í spá sem gerð var klukkan 18, en birt 20:38, á laugardag er til að mynda reiknað með allt að 53 metrum á sekúndu í vindhviðum frá klukkan sex á sunnudagsmorgun en þá var von á fyrstu þotum Icelandair frá Norður-Ameríku.

Þetta útlit var ítrekað í flaggspá sem framleidd var um hálf þrjú aðfararnótt sunnudags.

Samkvæmt þessum veðurspám átti í fyrsta lagi að lægja um kvöldmatarleytið í gær og þá fyrst yrðu nægjanlega góð skilyrði fyrir landganga. Og það gekk eftir því farþegar Icelandair komust fyrst frá borði seinnipartinn í gær.

Veðurstofan gefur einnig út svokallaðar TAFOR spár sem Isavia hvetur notendur til að styðjast við. Veðurstofan gefur slíkar spár út á þriggja klukkustunda fresti fyrir alla fjóra aðal flugvelli landsins.

TAFOR spárnar koma út klukkustund fyrir gildistöku og spáin sem var gefin út kl. 23 á laugardagskvöld, með gildistíma frá miðnætti, sýndi breytingu frá fyrri spá og enn versnaði spáin sem gefin var út klukkan tvö aðfararnótt sunnudags og tók gildi klukkutíma síðar. 

Þær gerðu þó báðar ráð fyrir að á milli kl. sex og átta um morguninn, þegar von var á þotum Icelandair til Keflavíkurflugvallar, yrði meðalvindur 42 hnútar og vindhviður 55 hnútar. Og athuganir á Keflavíkurflugvelli sýna að meðalvindhraði var á bilinu 38 til 42 hnútar og vindhviður 52 til 56 hnútar á þessu tveggja klukkutíma bili. En sem fyrr segir er ekki hægt að koma landgöngum að þotum á Keflavíkurflugvelli þegar vindur nær 50 hnútum.

Í svari Veðurstofunnar til Túrista er tekið fram að í öllum þessum spám var versta veðrinu spáð eftir klukkan átta sem er talsvert eftir áætlaða lendingu Icelandair þotanna.

Farþegar Icelandair urðu einnig illa úti þegar Reykjanesbraut lokaðist fyrir jól. Þá aflýsti Play flugi frá Bandaríkjunum til Íslands þann 19. desember en Icelandair hélt sínu striki eins og Túristi fjallaði um fyrr í dag. Félagið flaug líka þotum sínum til landsins daginn þrátt fyrir að þá væri væri fjöldi farþega ennþá fastur í Leifsstöð.

Viðbót 07:27: Upphafleg útgáfa fréttarinnar byggði eingöngu á sk. flaggspá Veðurstofunnar en nú hefur Túristi einnig fengið tölur úr TAFOR spá sunnudagsins. Fréttin hefur verið uppfærð miðað við ítarlegri upplýsingar.

Veðurstofan gerði aftur á móti athugasemd við notkun á heitinu ofsaveður í fyrirsögn fréttarinnar af þeirri ástæðu að íslensku heitin, um styrklega veðurs, eiga við um meðavindhraða en ekki vindhviður. Ofsaveður er þegar spáð er meðalvindhraða á bilinu 28-32 metrar á sekúndu. Slíkt var ekki í spánni fyrir sl. sunnudag en hviður á Keflavíkurflugvelli þann dag fóru þó yfir 30 m/s.

Nýtt efni

Ef ekki nást samningar milli Norwegian og norska flugmanna félagsins fyrir lok vinnuvikunnar þá munu 17 flugmenn félagsins leggja niður störf strax um helgina. Alf Hansen, formaður félags flugmanna hjá Norwegian, segir að krafa sé gerð um bæði hærri laun og betri vinnutíma. „Við vinnum sex af hverjum níu helgum. Til viðbótar er vinnuálagið mest …

Þetta eru góðar fréttir fyrir starfsmenn Mirafiori-verksmiðja Fiat í Tórínó, eins anga Stellantis-samsteypunnar, en bakslag í augum þeirra sem vilja ekkert hik í orkuskiptum í samgöngum. Eitt sinn var Mirafiori stærsta verksmiðjuhverfi Ítalíu og þar starfar enn elsta bílaverksmiðja Evrópu. En í bílaiðnaði nútímans lifir enginn á fornri frægð. Verði blendingsútgáfa af litla 500e smíðuð …

Evrópuþingið hefur samþykkt tilskipun Framkvæmdastjórnar ESB um kolefnishlutlausan iðnað, Net Zero Industry Act, eða NZIA, sem ætlað er að efla vistvænan iðnað í Evrópu og auka framleiðsluafköst í hreinorkutækni. Samræmdar reglur og fyrirsjáanleiki í viðskiptaumhverfi græns iðnaðar eiga að skila sér í meiri samkeppnishæfni og styrk iðnaðar í álfunni og fjölgun sérhæfðra starfa. Vonast er …

Komið hefur í ljós að gjaldtaka af ferðamönnum sem koma til Feneyja hefur ekki náð þeim tilgangi sínum að hemja troðningstúrisma í borginni fögru við Adríahaf. Dagpassarnir svonefndu hafa þvert á móti valdið ólgu meðal íbúa og ruglað ferðamenn í ríminu. Útgáfa passanna hófst 25. apríl og verður ekki sagt að á þeim mánuði sem …

Bílaframleiðendur í Brasilíu hafa fulla trú á því að auk þess sem notaðir verði málmar á borð við litíum, nikkel og kóbalt til að búa til bílarafhlöður verði líka þörf á gamla, góða sykrinum til að gera samgöngur vistvænni í framtíðinni. Flestir bílar sem framleiddir eru fyrir Brasilíumarkað ganga fyrir blöndu af bensíni og etanóli, …

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP29) fer fram í Bakú í Aserbaísjan dagana 11. – 22. nóvember og nú á föstudaginn rennur úr frestur til að skila inn umsóknum um þátttöku í viðskiptasendinefnd Íslands. Að hámarki 50 manns fá þar sæti en gert er ráð fyrir að hvert fyrirtæki sendi að hámarki tvo fulltrúa. Í sendinefndinni sem …

Hann er önnum kafinn við að búa til smjördeig fyrir bökurnar þegar símaviðtalið hefst en er með hendurnar frjálsar og spjallar á meðan. Smjördeigið á leið yfir botninn með fyllingunni - MYND: © Arctic Pies „Við vorum þrír Ástralir sem stofnuðum þetta fyrirtæki saman og tengdum í gegnum þessa sömu matarupplifun. Það er pínu flókið …

Á fimmta hundrað flugvallarstarfsmenn í Ósló og Bergen munu leggja niður störf á miðnætti ef ekki nást samningar um nýjan kjarasamning. Viðræðurnar stranda aðallega á kröfum um bætt lífeyrisréttindi og aukin veikindarétt að því segir í frétt Norska ríkisútvarpsins. Ef til verkfalls kemur er viðbúið að það hafi mikil áhrif á umferðina um flugvellina í …