Samfélagsmiðlar

Flestir Grænlendingar jákvæðir gagnvart ferðafólki

Meirihluti aðspurðra í nýrri könnun meðal Grænlendinga lítur ferðaþjónustu jákvæðum augum. Fleiri vilja frekar sjá ferðamenn sem gista í landinu en þá sem koma með skemmtiferðaskipum.

Visit Greenland/Filip Gielda

Frá Grænlandi

Ferðamálaráð Grænlands lét gera könnun meðal heimafólks í október síðastliðinn um viðhorf gagnvart ferðaþjónustunni, sem þjónar gestum sem vilja virða fyrir sér ísbreiðuna, borgarísjakana sem lóna fyrir utan, horfa á norðurljósin – njóta stórbrotinnar náttúru landsins.

Nærri 2.200 manns tóku þátt í könnuninni sem danski ferðavefurinn Standby.dk segir frá.

Niðurstaða könnunarinnar er að langflestir, eða 93,1 prósent, eru sáttir við gestakomur, að ferðafólkið komi í heimabyggð eða næsta nágrenni. Þetta er þó aðeins lægra hlutfall en mældist í sambærilegri könnun árið 2021. Þá sögðust 94,6 prósent harla sátt við túrismann. 

Þegar rýnt er í niðurstöðutölur þessarar könnunar kemur í ljós að 2,8 prósent segjast verða fyrir ónæði vegna ferðamanna – eða láta þá fara í taugarnar á sér. Þó nánast allir, eða 97,1 prósent, segist gjarnan vilja fá fleiri ferðamenn í sína heimabyggð þá telja þó 28,4 prósent að það beri við að ferðamannafjöldinn verði of mikill. Sérstaklega eigi það við þegar skemmtiferðaskipin birtast og farþegar um borð gera áhlaup á nærliggjandi bæ. Aðeins 2,6 prósent aðspurðra telja að það séu yfirleitt of margir ferðamenn í heimabyggð viðkomandi. 

Frá Grænlandi – MYND: Visit Greenland – Aningaaq R Carlsen

Könnun Ferðamálaráðs Grænlands leiðir í ljós að átta prósent svarenda segist á einn eða annan hátt starfa við ferðaþjónustu. Það er nokkuð lægra hlutfall en almennt gerist í heiminum, sem er 10 prósent af mannfjölda. 

Þátttakendur í þessari könnun voru spurðir hvort þeir teldu að ferðamenn hefðu jákvæð áhrif á samfélög Grænlendinga: eyddu peningum, blönduðu geði við íbúa og lífguðu upp á þorp og bæi. Í ljós kom að 79,7 prósent telja að ferðamenn hafi jákvæð áhrif á hversdagslíf íbúa – en 5,2 prósent eru því ósammála. Heldur færri eru fullsáttir við farþegana sem koma með skemmtiferðaskipinum. Aðeins 74,4 prósent telja að farþegar skemmtiferðaskipanna bæti samfélögin sem þeir heimsækja en 8,3 prósent telja að þeir hafi ekki góð áhrif.  

Nýtt efni

Aspasinn fyrirfinnst í þremur litbrigðum – hvítur, grænn og fjólublár. Hér er í raun um að ræða sömu plöntuna en afbrigðin hafa ólíka eiginleika og ræðst liturinn af því ásamt hlutfalli sólarljóss við ræktunina. Þetta næringarríka grænmeti er ein þeirra matjurta sem maðurinn hóf fyrst að rækta en elstu heimildir um aspasræktun eru um 2.000 …

Það voru vísbendingar um offramboð á flugi héðan til London og Frankfurt síðastliðinn vetur að mati stjórnenda Icelandair. Nú er hins vegar útlit fyrir nokkru færri brottfarir til beggja þessara borga á komandi vetri. Þannig hefur Wizz Air ekki lengur á boðstólum flug til Íslands frá London og þar með dregst framboð á flugi hingað …

Ferðaskrifstofur sem selja Íslandsferðir horfa nú í auknum mæli á eftir viðskipavinunum til Noregs þar sem verðlagið er skárra. Norskir ferðafrömuðir eru líka brattir í viðtölum þessa dagana og almennt sammála um að nýliðinn vetur hafi gengið vel og sumarið verði „dúndurgott" eins og það síðasta. Og opinberar tölur sýna að veturinn gekk vel í …

Þrotabú Wow Air hefur höfðað 11 riftunarmál vegna greiðslna til kröfuhafa flugfélagsins fyrir gjaldþrot þess í mars 2019. Fyrrum forstjóra flugfélagsins og eigenda, Skúla Mogensen, er stefnt til greiðslu skaðabóta í öllum þessum málum. Auk þess er farið fram á skaðabætur frá fyrrum stjórn fyrirtækisins í níu málum. Í stjórninni sátu Liv Bergþórsdóttir, sem var …

Þingmennirnir Jóhann Páll Jóhannsson (S) og Óli Björn Kárason (D) eru ekki bjartsýnir á að Alþingi nái að afgreiða þingsályktuntillögu Lilju Alfreðsdóttur (B), ráðherra ferðamála, um nýja ferðamálastefnu til ársins 2030. Þetta kom fram í máli þingmannanna í pallborðsumræðum á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar í fyrradag. Ráðherrann tók líka þátt í pallborðinu og átti þar lokaorðin. …

Verðlag í evrópskum matvöruverslunum var almennt hærra í nýliðnum apríl en það var á sama tíma í fyrra. Íbúar í Tékklandi, Litháen, Ungverjalandi, Slóveníu og Finnlandi borga þó minna í dag fyrir mat og drykk en þeir gerðu á fyrra samkvæmt nýrri verðmælingu á vegum Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Í Tyrklandi hækkar verðlag hratt og fór …

Samkeppnisstofnun Evrópusambandsins hefur sektað bandaríska sælgætisrisann Mondelez um 337,5 milljónir evra eða 47 milljarða íslenskra króna fyrir óeðlilega viðskiptahætti. Er Mondelez fellt fyrir að hafa skipt evrópska markaðnum upp og takmarkað flutning á vörum sínum milli landa á árunum 2015 til 2019. Tilgangurinn var að halda vöruverði uppi að því segir í tilkynningu frá Framkvæmdastjórn …

Spænska lágfargjaldaflugfélagið Vueling heldur áfram að fækka ferðum til Íslands en þotur þess flugu hingað þrisvar í viku frá Barcelona síðastliðið sumar og svo eina til tvær ferðir í viku yfir nýliðinn vetur. Sumaráætlun Vueling í ár gerir aðeins ráð fyrir brottförum frá Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöldum frá 23. júní til 8. september. Eftir þann tíma …