Samfélagsmiðlar

„Það tekur tíma að kynna nýjan áfangastað“

Ekki er búist við að markaðurinn í Þýskalandi taki ekki að fullu við sér fyrr en á næsta ári gagnvart þeim möguleikum að fljúga beint með Condor frá Frankfurt til Akureyrar og Egilsstaða. Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar, segir unnið að því að kynna fjárfestum möguleikana á Austurlandi.

Jóna Árný, Clea Braun, Bogi Nils

Jóna Árný, Clea Braun frá Condor (fyrir miðju) og Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, á Mannamótum í janúar.

Það styttist í þau tímamót að ferðafólk komi í beinu áætlunarflugi frá Frankfurt – annað hvort til Egilsstaða á þriðjudögum eða Akureyrar á laugardögum. Flugið hefst í maí og stendur til loka október. Ætla má að um 10 þúsund sæti verði í boði í þeim 50 ferðum sem farnar verða frá Þýskalandi í sumar. Meðal þeirra sem geta nýtt sér þessa möguleika er íslenskt ferðafólk sem kýs að fljúga frá Egilsstöðum eða Akureyri til Frankfurt og þaðan til baka.

Upplýsingafulltrúi Condor sagði Túrista að áhuginn á þessum ferðum væri að aukast en viðurkenndi að herða þyrfti róðurinn:

„Engu að síður verður við að halda áfram að láta ferðalanga vita af þessum nýja flugi okkar til Íslands en við verðum var við eftirspurn frá bæði ferðaskrifstofum og einstaklingum.“

MYND: Condor

Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar, vann að því á sínum tíma að koma á þessu Þýskalandsflugi en segist gera sér grein fyrir að markaðsstarfið taki tíma.

„Það tekur tíma að kynna nýjan áfangastað. Það gerist ekki með áhlaupi. Þetta byggist upp með stöðugri vinnu allra sem að þessu koma: ferðaskrifstofa, gististaða, margskonar þjónustuaðila, sem sumir hverjir vinna langt fram í tímann. Þessi vinna er í fullum gangi, og sömuleiðis markaðsherferð Condor, sem er nýlega komin á fullt skrið því aðal bókunartíminn er framundan, bæði varðandi ferðaskrifstofur en ekki síður sölu á farmiðum til einstaklinga.“

Jóna Árný Þórðardóttir – MYND: Esther Ösp Gunnarsdóttir

Jóna Árný er enn bjartsýn á þá möguleika sem felast í þessu flugi beint á Austurland og Norðurland.

„Alþekkt er að fyrsta árið skilar ekki strax öllu því sem nýir staðir eiga inni. Það gerist ekki að fullu fyrr en á næsta ári. Við höfum ekki innsýn í bókunarstöðuna hverju sinni og almennt eru flugfélögin ekki að gefa slíkt upp. Okkur sýnist að almennt á erlendum mörkuðum séu bókanir til Íslands seint á ferðinni. Það er nokkuð sem breyttist í heimsfaraldrinum og virðist ekki hverfa jafn hratt til fyrra horfs og sumir töldu. Við erum sannfærð um að gestir okkar og fólk hér á svæðinu taki við sér og finnum við fyrir mikilli jákvæðni og stemmningu gagnvart þessum nýja flugi.“

Meðal þess sem fólk í ferðaþjónustu hefur áhyggjur af er hótelplássið í sumar. Fá Þjóðverjarnir allir gistingu fyrir norðan og austan? Upplýsingafulltrúi Condor vonast til að áætlunarflugið norður og austur verði hvati til uppbyggingar:

„Flugferðir Condor munu hafa jákvæð áhrif á framgang ferðaþjónustunnar á þessum svæðum.“  

En hvað segir Jóna Árný um horfurnar í þessum málum? Austurbrú vinnur náið með fólki í ferðaþjónustu á Austurlandi og er í sambandi við hugsanlega fjárfesta.

„Eitt af því sem við höfum verið að vinna að er að kynna Austurland fyrir fjárfestum – og auka fjárfestingar í ferðaþjónustu. Hér er fjöldi gististaða af öllum stærðum og gerðum og miðað við okkar upplýsingar er enn töluvert laust. Það er hins vegar ekkert launungarmál að hér höfum við talað fyrir aukinni fjárfestingu í gistirýmum til framtíðar, óháð fluginu. Við héldum fund með fjárfestum í lok síðasta árs til að kynna allt það sem svæðið hefur að bjóða og minna á flugið og höfum í framhaldinu hamrað það járn. Það er of snemmt að segja til um heimturnar en þó má nefna að í síðustu viku var tilkynnt um áform um mikla uppbyggingu bústaða við Eiða, allt að 160 lóðir fyrir sumarhús. Ég vona að þetta sé forsmekkur að því sem koma skal.“

Á Seyðisfirði – MYND: Icelandic Explorer
Nýtt efni

Aspasinn fyrirfinnst í þremur litbrigðum – hvítur, grænn og fjólublár. Hér er í raun um að ræða sömu plöntuna en afbrigðin hafa ólíka eiginleika og ræðst liturinn af því ásamt hlutfalli sólarljóss við ræktunina. Þetta næringarríka grænmeti er ein þeirra matjurta sem maðurinn hóf fyrst að rækta en elstu heimildir um aspasræktun eru um 2.000 …

Það voru vísbendingar um offramboð á flugi héðan til London og Frankfurt síðastliðinn vetur að mati stjórnenda Icelandair. Nú er hins vegar útlit fyrir nokkru færri brottfarir til beggja þessara borga á komandi vetri. Þannig hefur Wizz Air ekki lengur á boðstólum flug til Íslands frá London og þar með dregst framboð á flugi hingað …

Ferðaskrifstofur sem selja Íslandsferðir horfa nú í auknum mæli á eftir viðskipavinunum til Noregs þar sem verðlagið er skárra. Norskir ferðafrömuðir eru líka brattir í viðtölum þessa dagana og almennt sammála um að nýliðinn vetur hafi gengið vel og sumarið verði „dúndurgott" eins og það síðasta. Og opinberar tölur sýna að veturinn gekk vel í …

Þrotabú Wow Air hefur höfðað 11 riftunarmál vegna greiðslna til kröfuhafa flugfélagsins fyrir gjaldþrot þess í mars 2019. Fyrrum forstjóra flugfélagsins og eigenda, Skúla Mogensen, er stefnt til greiðslu skaðabóta í öllum þessum málum. Auk þess er farið fram á skaðabætur frá fyrrum stjórn fyrirtækisins í níu málum. Í stjórninni sátu Liv Bergþórsdóttir, sem var …

Þingmennirnir Jóhann Páll Jóhannsson (S) og Óli Björn Kárason (D) eru ekki bjartsýnir á að Alþingi nái að afgreiða þingsályktuntillögu Lilju Alfreðsdóttur (B), ráðherra ferðamála, um nýja ferðamálastefnu til ársins 2030. Þetta kom fram í máli þingmannanna í pallborðsumræðum á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar í fyrradag. Ráðherrann tók líka þátt í pallborðinu og átti þar lokaorðin. …

Verðlag í evrópskum matvöruverslunum var almennt hærra í nýliðnum apríl en það var á sama tíma í fyrra. Íbúar í Tékklandi, Litháen, Ungverjalandi, Slóveníu og Finnlandi borga þó minna í dag fyrir mat og drykk en þeir gerðu á fyrra samkvæmt nýrri verðmælingu á vegum Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Í Tyrklandi hækkar verðlag hratt og fór …

Samkeppnisstofnun Evrópusambandsins hefur sektað bandaríska sælgætisrisann Mondelez um 337,5 milljónir evra eða 47 milljarða íslenskra króna fyrir óeðlilega viðskiptahætti. Er Mondelez fellt fyrir að hafa skipt evrópska markaðnum upp og takmarkað flutning á vörum sínum milli landa á árunum 2015 til 2019. Tilgangurinn var að halda vöruverði uppi að því segir í tilkynningu frá Framkvæmdastjórn …

Spænska lágfargjaldaflugfélagið Vueling heldur áfram að fækka ferðum til Íslands en þotur þess flugu hingað þrisvar í viku frá Barcelona síðastliðið sumar og svo eina til tvær ferðir í viku yfir nýliðinn vetur. Sumaráætlun Vueling í ár gerir aðeins ráð fyrir brottförum frá Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöldum frá 23. júní til 8. september. Eftir þann tíma …