Samfélagsmiðlar

Þurfa að kynna Þjóðverjum betur beina flugið til Akureyrar og Egilsstaða

Forsvarsfólk þýska flugfélagsins vonast til að með beinu flugi til Akureyrar og Egilsstaða eigi framboð á gistingu eftir að aukast.

Þotur Condor munu setja svip sinn á flugvellina á Egilsstöðum og Akureyri í sumar.

Þotur þýska flugflugfélagsins Condor munu fljúga vikulega frá Frankfurt í Þýskalandi til bæði Akureyrar og Egilsstaða frá miðjum maí og fram í lok október. Samtals verða sæti fyrir um tíu þúsund farþega í þeim fimmtíu ferðum sem eru í sölu frá Þýskalandi í dag.

Aldrei áður hefur flugfélag, hvorki íslenskt né erlent, haft á boðstólum álíka mikið alþjóðaflug frá Egilsstöðum. Condor brýtur líka blað á Akureyri því erlend flugfélög hafa hingað til aðeins flogið þangað yfir stutt tímabil.

Nú eru þrír mánuðir í fyrstu brottfarirnar og að sögn talskonu Condor þá er unnið náið með ferðamálayfirvöldum á hverjum stað og áhuginn er að aukast.

„Engu að síður verður við að halda áfram að láta ferðalanga vita af þessum nýja flugi okkar til Íslands en við verðum var við eftirspurn frá bæði ferðaskrifstofum og einstaklingum.“

Þörf á fleiri hótelum

Það er skortur á hótelgistingu víða um land á sumrin og á Akureyri hefur ferðaþjónustan kallað eftir nýjum hótelum líkt og Túristi fjallaði um í fyrra. Eins og staðan er í dag er hins vegar ekki útlit fyrir að ný hótel opni í höfuðstað Norðurlands fyrr en í fyrsta lagi árið 2025.

Talskona Condor segist þekkja til þessa ástands á gistimarkaðnum en segist sannfærð um að uppbygging hótela fyrir norðan og austan muni leiða til breytinga á stöðunni á næstu árum.

„Flugferðir Condor munu hafa jákvæð áhrif á framgang ferðaþjónustunnar á þessum svæðum,“ bætir upplýsingafulltrúi þýska flugfélagsins við.

Grunnur við flugstöðina á Akureyri
Grunnur við flugstöðina á AkureyriMynd: ÓJ

Flugstöðin verður ekki tilbúin

Condor verður eina flugfélagið sem heldur úti reglulegu millilandaflugi frá Egilsstöðum í sumar en frá Akueyri er framboðið meira. Transavia tekur upp þráðinn í beinu flugi þangað frá Hollandi og Edelweiss ætlar að spreyta sig í fyrsta sinn í flugi milli Zurich og Akureyrar. Til viðbótar við þetta þá gerir sumaráætlun Niceair ráð fyrir brottferðum í hverri viku til Kaupmannahafnar, Tenerife, Alicante og Dusseldorf og Transavia Zurich koma þotur Edelweiss.

Það er hins vegar útséð með að ný álma við flugstöðina á Akureyrarflugvelli verði tilbúin fyrir sumarið því framkvæmdum við hana hefur seinkað í um níu mánuði og verðu hún í fyrsta lagi tekin í notkun á næsta ári.

Nýtt efni

Aspasinn fyrirfinnst í þremur litbrigðum – hvítur, grænn og fjólublár. Hér er í raun um að ræða sömu plöntuna en afbrigðin hafa ólíka eiginleika og ræðst liturinn af því ásamt hlutfalli sólarljóss við ræktunina. Þetta næringarríka grænmeti er ein þeirra matjurta sem maðurinn hóf fyrst að rækta en elstu heimildir um aspasræktun eru um 2.000 …

Það voru vísbendingar um offramboð á flugi héðan til London og Frankfurt síðastliðinn vetur að mati stjórnenda Icelandair. Nú er hins vegar útlit fyrir nokkru færri brottfarir til beggja þessara borga á komandi vetri. Þannig hefur Wizz Air ekki lengur á boðstólum flug til Íslands frá London og þar með dregst framboð á flugi hingað …

Ferðaskrifstofur sem selja Íslandsferðir horfa nú í auknum mæli á eftir viðskipavinunum til Noregs þar sem verðlagið er skárra. Norskir ferðafrömuðir eru líka brattir í viðtölum þessa dagana og almennt sammála um að nýliðinn vetur hafi gengið vel og sumarið verði „dúndurgott" eins og það síðasta. Og opinberar tölur sýna að veturinn gekk vel í …

Þrotabú Wow Air hefur höfðað 11 riftunarmál vegna greiðslna til kröfuhafa flugfélagsins fyrir gjaldþrot þess í mars 2019. Fyrrum forstjóra flugfélagsins og eigenda, Skúla Mogensen, er stefnt til greiðslu skaðabóta í öllum þessum málum. Auk þess er farið fram á skaðabætur frá fyrrum stjórn fyrirtækisins í níu málum. Í stjórninni sátu Liv Bergþórsdóttir, sem var …

Þingmennirnir Jóhann Páll Jóhannsson (S) og Óli Björn Kárason (D) eru ekki bjartsýnir á að Alþingi nái að afgreiða þingsályktuntillögu Lilju Alfreðsdóttur (B), ráðherra ferðamála, um nýja ferðamálastefnu til ársins 2030. Þetta kom fram í máli þingmannanna í pallborðsumræðum á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar í fyrradag. Ráðherrann tók líka þátt í pallborðinu og átti þar lokaorðin. …

Verðlag í evrópskum matvöruverslunum var almennt hærra í nýliðnum apríl en það var á sama tíma í fyrra. Íbúar í Tékklandi, Litháen, Ungverjalandi, Slóveníu og Finnlandi borga þó minna í dag fyrir mat og drykk en þeir gerðu á fyrra samkvæmt nýrri verðmælingu á vegum Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Í Tyrklandi hækkar verðlag hratt og fór …

Samkeppnisstofnun Evrópusambandsins hefur sektað bandaríska sælgætisrisann Mondelez um 337,5 milljónir evra eða 47 milljarða íslenskra króna fyrir óeðlilega viðskiptahætti. Er Mondelez fellt fyrir að hafa skipt evrópska markaðnum upp og takmarkað flutning á vörum sínum milli landa á árunum 2015 til 2019. Tilgangurinn var að halda vöruverði uppi að því segir í tilkynningu frá Framkvæmdastjórn …

Spænska lágfargjaldaflugfélagið Vueling heldur áfram að fækka ferðum til Íslands en þotur þess flugu hingað þrisvar í viku frá Barcelona síðastliðið sumar og svo eina til tvær ferðir í viku yfir nýliðinn vetur. Sumaráætlun Vueling í ár gerir aðeins ráð fyrir brottförum frá Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöldum frá 23. júní til 8. september. Eftir þann tíma …