Samfélagsmiðlar

Breytt viðhorf kínverskra ferðamanna

Spáð er hægum efnahagsbata í Kína á árinu. Líklegt er að fleiri en fyrir heimsfaraldur ferðist innanlands. Tæland var vinsælasti áfangastaður Kínverja á fyrstu mánuðunum. Líklegt er að færri Kínverjar en áður heimsæki París, Madríd og Feneyjar - en fleiri kjósi náttúruskoðunarferðir.

Asískt fólk í Feneyjum

Asíubúar í Feneyjum

Það má lesa margt um stöðuna í heimsbúskapnum og greina pólitískt spennustig í farsæld ferðaþjónustu á hverjum tíma. Nú á fyrri helmingi ársins 2023 er margt að færast í það horf sem var fyrir heimsfaraldur en það vantar enn dálítið upp á endurheimtina. Staðan er viðkvæm. Evrópubúar gengu í gegnum erfiðan vetur vegna verðhækkana á orku og lífsnauðsynjunum, sem rekja má til stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. Kínverjar, Japanar og margar aðrar Asíuþjóðir stigu varlega fyrstu skrefin út úr faraldrinum. Hjá þessum þjóðum eru hjólin ekki komin á fullan snúning. Það munar mestu um Kínverjana. Þeirra er saknað í Evrópu þó Bandaríkjamenn bæti að nokkru upp tekjumissinn sem fylgir hægri endurkomu Kínverja á ferðamarkaðinn. En það er ekki nóg með að Kínverjar eigi erfitt með að finna sæmilega hagstæð flugfargjöld – eða bara farmiða yfirleitt – þeir eru sjálfir að takast á við efnahagslægð heimafyrir. 

Götumynd frá Feneyjum – MYND: ÓJ

Staða efnahagsmála í Kína og framtíðarhorfur voru ræddar á ráðstefnu um viðskiptamál, Boao Forum, á eynni Hainan í Kína. Nýr forsætisráðherra Kína,  Li Qiang, sagði Kínverja staðfasta í þeim fyrirætlunum að opna enn frekar þetta næst stærsta hagkerfi heims fyrir fjárfestingum og gera nauðsynlegar umbætur til að örva vöxt. Kínastjórn vill sýna á ný spil á sama tíma og samskipti hennar við Bandaríkin og bandalagsríki þeirra eru stirð vegna stríðs Rússa í Úkraínu.

Efnahagur Kínverja varð fyrir þungu höggi á þeim þremur árum sem kórónaveirufaraldurinn geisaði en nú eru batamerki að koma í ljós. Kínverjar eru þó varfærnir í hagspám og gera aðeins ráð fyrir 5 prósenta vexti þjóðarframleiðslu á árinu. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn og ýmsir aðrir eru þó bjartsýnni fyrir hönd Kínverja. Forsætisráðherrann Li sagði raunar að í mánuðinum sem er að ljúka hafi sést ýmis batamerki: neysla og fjárfestingar hefðu aukist, atvinnustig væri stöðugt og sama væri að segja um verðlag. Allt skiptir þetta máli þegar ferðaþjónustan á Íslandi og Evrópu reynir að meta hvenær búast megi við fleiri kínverskum ferðamönnum – og hver kaupgeta þeirra verður. 

Á Markúsartorgi – MYND: ÓJ

Þó vöxtur í komum kínversku ferðamannanna á Vesturlöndum sé hægari en margir höfðu óskað sér þá koma þeir engu að síður – með einni flugvél af annarri. Þær eru bara of fáar. En ferðavenjur hafa líka breyst eftir faraldur. Kínverjar sækja síður á þessa venjulegu staði sem hafa lokkað þá árum saman: París, Madríd eða Feneyjar. Þeir eru sagðir sækjast meira en áður eftir því að skoða náttúru og njóta meira svigrúms. Þetta eru bein áhrif af heimsfaraldrinum og þeirri innilokun sem fylgdi. Þessi sókn út í náttúruna birtist líka með þeim hætti að Kínverjar ferðist meira en áður um eigið víðfeðma land. Það er ekki lengur þannig að einungis fátæka fólkið ferðist inannlands og þeir ríku fari til útlanda. Miklar framfarir hafa orðið í kínverskri ferðaþjónustu og þeir efnameiri kunna að meta það.

Nýlega hafði CNBC eftir markaðsstjóra Accor-hótelkeðjunnar að þau gerðu ráð fyrir að 70 til 80 prósent kínverskra ferðamanna myndu halda sig innanlands í ár. Auk þess sem margir hafa áhuga á að ferðast fyrst eftir faraldur um heimalandið þá er erfitt að fá flug til fjarlægra heimsálfa. Sætin eru fá og þau eru dýr. Svo gengur útgáfa vegabréfa enn of hægt, eins og Túristi hefur fjallað um. Tælendingar hafa raunar brugðist við þeim vandræðum með því að veita kínverskum ferðamönnum sem geta framvísað vottorðum um fulla bólusetningu á landamærum, og pappíra um ferðatryggingu, heimild til að koma inn í landið. Fyrir vikið er Tæland nú vinsælasti áfangastaður Kínverja. 

Frá Feneyjum – MYND: ÓJ

Áfram er búist við að Kínverjar sækist eftir að ferðast í hópum undir fararstjórn á Vesturlöndum þó að margt ungt fólk vilji feta eitt nýjar slóðir og njóta þess sem borgir hafa að bjóða.

Það er auðvitað ekki hægt að alhæfa um kínverska ferðamenn. Þeir eru svo margir. Það er nægt pláss á kínverska markaðnum fyrir eitthvað nýtt og sérstakt – eitthvað áhugavert og vandað.

Árið 2019 töldust utanferðir Kínverja um 170 milljónir. Ísland þarf ekki stórt brot af slíkum fjölda til að þess gæti verulega í rekstri og afkomu ferðaþjónustufyrirtækjanna. Áhugi Kínverja á að njóta meiri náttúru og svigrúms ætti að lofa góðu fyrir ferðaþjónustuna hér. 

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …