Samfélagsmiðlar

Breytt viðhorf kínverskra ferðamanna

Spáð er hægum efnahagsbata í Kína á árinu. Líklegt er að fleiri en fyrir heimsfaraldur ferðist innanlands. Tæland var vinsælasti áfangastaður Kínverja á fyrstu mánuðunum. Líklegt er að færri Kínverjar en áður heimsæki París, Madríd og Feneyjar - en fleiri kjósi náttúruskoðunarferðir.

Asískt fólk í Feneyjum

Asíubúar í Feneyjum

Það má lesa margt um stöðuna í heimsbúskapnum og greina pólitískt spennustig í farsæld ferðaþjónustu á hverjum tíma. Nú á fyrri helmingi ársins 2023 er margt að færast í það horf sem var fyrir heimsfaraldur en það vantar enn dálítið upp á endurheimtina. Staðan er viðkvæm. Evrópubúar gengu í gegnum erfiðan vetur vegna verðhækkana á orku og lífsnauðsynjunum, sem rekja má til stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. Kínverjar, Japanar og margar aðrar Asíuþjóðir stigu varlega fyrstu skrefin út úr faraldrinum. Hjá þessum þjóðum eru hjólin ekki komin á fullan snúning. Það munar mestu um Kínverjana. Þeirra er saknað í Evrópu þó Bandaríkjamenn bæti að nokkru upp tekjumissinn sem fylgir hægri endurkomu Kínverja á ferðamarkaðinn. En það er ekki nóg með að Kínverjar eigi erfitt með að finna sæmilega hagstæð flugfargjöld – eða bara farmiða yfirleitt – þeir eru sjálfir að takast á við efnahagslægð heimafyrir. 

Götumynd frá Feneyjum – MYND: ÓJ

Staða efnahagsmála í Kína og framtíðarhorfur voru ræddar á ráðstefnu um viðskiptamál, Boao Forum, á eynni Hainan í Kína. Nýr forsætisráðherra Kína,  Li Qiang, sagði Kínverja staðfasta í þeim fyrirætlunum að opna enn frekar þetta næst stærsta hagkerfi heims fyrir fjárfestingum og gera nauðsynlegar umbætur til að örva vöxt. Kínastjórn vill sýna á ný spil á sama tíma og samskipti hennar við Bandaríkin og bandalagsríki þeirra eru stirð vegna stríðs Rússa í Úkraínu.

Efnahagur Kínverja varð fyrir þungu höggi á þeim þremur árum sem kórónaveirufaraldurinn geisaði en nú eru batamerki að koma í ljós. Kínverjar eru þó varfærnir í hagspám og gera aðeins ráð fyrir 5 prósenta vexti þjóðarframleiðslu á árinu. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn og ýmsir aðrir eru þó bjartsýnni fyrir hönd Kínverja. Forsætisráðherrann Li sagði raunar að í mánuðinum sem er að ljúka hafi sést ýmis batamerki: neysla og fjárfestingar hefðu aukist, atvinnustig væri stöðugt og sama væri að segja um verðlag. Allt skiptir þetta máli þegar ferðaþjónustan á Íslandi og Evrópu reynir að meta hvenær búast megi við fleiri kínverskum ferðamönnum – og hver kaupgeta þeirra verður. 

Á Markúsartorgi – MYND: ÓJ

Þó vöxtur í komum kínversku ferðamannanna á Vesturlöndum sé hægari en margir höfðu óskað sér þá koma þeir engu að síður – með einni flugvél af annarri. Þær eru bara of fáar. En ferðavenjur hafa líka breyst eftir faraldur. Kínverjar sækja síður á þessa venjulegu staði sem hafa lokkað þá árum saman: París, Madríd eða Feneyjar. Þeir eru sagðir sækjast meira en áður eftir því að skoða náttúru og njóta meira svigrúms. Þetta eru bein áhrif af heimsfaraldrinum og þeirri innilokun sem fylgdi. Þessi sókn út í náttúruna birtist líka með þeim hætti að Kínverjar ferðist meira en áður um eigið víðfeðma land. Það er ekki lengur þannig að einungis fátæka fólkið ferðist inannlands og þeir ríku fari til útlanda. Miklar framfarir hafa orðið í kínverskri ferðaþjónustu og þeir efnameiri kunna að meta það.

Nýlega hafði CNBC eftir markaðsstjóra Accor-hótelkeðjunnar að þau gerðu ráð fyrir að 70 til 80 prósent kínverskra ferðamanna myndu halda sig innanlands í ár. Auk þess sem margir hafa áhuga á að ferðast fyrst eftir faraldur um heimalandið þá er erfitt að fá flug til fjarlægra heimsálfa. Sætin eru fá og þau eru dýr. Svo gengur útgáfa vegabréfa enn of hægt, eins og Túristi hefur fjallað um. Tælendingar hafa raunar brugðist við þeim vandræðum með því að veita kínverskum ferðamönnum sem geta framvísað vottorðum um fulla bólusetningu á landamærum, og pappíra um ferðatryggingu, heimild til að koma inn í landið. Fyrir vikið er Tæland nú vinsælasti áfangastaður Kínverja. 

Frá Feneyjum – MYND: ÓJ

Áfram er búist við að Kínverjar sækist eftir að ferðast í hópum undir fararstjórn á Vesturlöndum þó að margt ungt fólk vilji feta eitt nýjar slóðir og njóta þess sem borgir hafa að bjóða.

Það er auðvitað ekki hægt að alhæfa um kínverska ferðamenn. Þeir eru svo margir. Það er nægt pláss á kínverska markaðnum fyrir eitthvað nýtt og sérstakt – eitthvað áhugavert og vandað.

Árið 2019 töldust utanferðir Kínverja um 170 milljónir. Ísland þarf ekki stórt brot af slíkum fjölda til að þess gæti verulega í rekstri og afkomu ferðaþjónustufyrirtækjanna. Áhugi Kínverja á að njóta meiri náttúru og svigrúms ætti að lofa góðu fyrir ferðaþjónustuna hér. 

Nýtt efni

Árið 1952 kom út bók á Ítalíu sem bar þann fallega titil Allir okkar liðnu dagar. Í rauninni heitir bókin á ítalska frummálinu Tutti i nostri ieri, sem í beinni þýðingu væri: Allir okkar gærdagar. Bókin sem var skrifuð af ítalska rithöfundinum Natalia Ginzburg var meira eða minna gleymd af heiminum. Árið 2023 gekk bókin skyndilega og …

Amalfiströndin eða Costiera Amalfitana í Campania-héraði er talin meðal mest heillandi ferðamannaslóða Ítalíu. Ströndin snýr að Salernoflóa og Tyrrenahafi, litríkir bæirnir kúra undir bröttum hlíðum Sorrentine-skaga og hafa laðað til sín gesti víða að frá 18. öld, fyrst fína fólkið en síðan fjölbreyttari mannflóru. Yfirvöld vilja fá enn fleiri gesti og unnið er að því …

„Lítil umferð kemur sér vel. En ef bílum fjölgar mikið þá verður þetta verra því vegirnir eru ekki hannaðir fyrir bæði bíla og hjól,“ segir Tyler Wacker hjá fyrirtækinu „Cycling Westfjords“ á Ísafirði, sem bæði býður upp á þjónustu fyrir hjólreiðafólk og heldur úti „Arna Westfjords Way Challenge“, 960 kílómetra hjólreiðakeppni eftir Vestfjarðaleiðinni svokallaðri. „En …

Ítalía var mesta vínframleiðsluland heims 2023 en þurfti að sætta sig við að sala dróst saman. Það var reyndar staðan hjá flestum vínframleiðsluþjóðunum. Nú liggja fyrir tölur frá helstu markaðslöndum ítalskra vínframleiðenda: Bandaríkjunum, Þýskalandi, Bretlandi, Kanada og Japan, en samanlagður útflutningur til þessara landa nemur 56 prósentum af heildinni. Til samanburðar vega þessi markaðslönd 50 prósent …

Hann var nýorðinn 14 ára gamall þegar eitt af stóru félögunum í Belgíu, Genk, hafði samband við hann og bauð honum pláss í fótboltaakademíunni sem hafði þá mjög góðan orðstír. Það tók Kevin de Bruyne nokkurn tíma að sannfæra foreldra sína um að það væri góð hugmynd fyrir hann að flytja frá Drongen til að …

Play leitar nú fjárfesta sem vilja leggja félaginu til 1,4 milljarða króna í það minnsta. Stærstu hluthafarnir hafa gefið vilyrði sitt fyrir innspýtingu upp á 2,6 milljarða kr. en sú viðbót er háð því skilyrði að það safnist alla vega 4 milljarðar í nýtt hlutafé. Áður höfðu stjórnendur Play gefið út að þeir þyrftu þrjá …

Mikil umferð farþega var um evrópska flugvelli í janúar, víða fór farþegafjöldinn fram úr því sem var í sama mánuði 2019. Um 46 flugvöllum á Spáni, sem AENA starfrækir, var farþegafjöldinn 18,6 milljónir, sem er 10 prósentum fleiri en í janúar í fyrra. Flestir fóru um flugvöllinn í Madríd nú í janúar síðastliðnum, nærri 4,8 …

Það sem af er ári hefur hægt á eftirspurn á rafbílamarkaði heimsins og framleiðendur bregðast við með því að segja upp starfsfólki, minnka framleiðslukostnað og breyta áætlunum sínum. Þetta bakslag gæti seinkað orkuskiptum í vegasamgöngum.  Þýski gæðabílaframleiðandinn Mercedes-Benz tilkynnti í gær að markmiðum um rafbílavæðingu yrði frestað um fimm ár og sjá til þess að …