Samfélagsmiðlar

„Við getum ekki stýrt því sem við getum ekki mælt“

Samtök ferðaþjónustunnar kynntu í dag vefinn Ferðagögn, þar sem er að finna mælaborð sem sýnir áhrif ferðaþjónustu á nærsamfélög um allt land.

Jóhannes Þór Skúlason

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, kynnir nýja mælaborðið

Það er oft talað um þjóðhagslegt mikilvægi ferðaþjónustunnar en stundum hefur skort gögnin til að styðja þá fullyrðingu, t.d. fyrir áhugasaman fulltrúa í sveitarstjórn sem vill geta séð á einum stað hverju þjónustan við ferðafólk skilar fyrir samfélagið sem hann er fulltrúi fyrir. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, nefndi þetta sem dæmi þegar hann kynnt nýtt mælaborð sem sýnir áhrif ferðaþjónustu á nærsamfélög um allt land á ráðstefnunni Þjóðhagslegt mikilvægi ferðaþjónustunnar í Hörpu í dag.

Mælaborðið er að finna á vefnum Ferðagögn. Þar eru birt margvísleg gögn um áhrif ferðaþjónustu á samfélög: atvinnutekjur, skatttekjur sveitarfélaga, um framboð og nýtingu gistirýmis og afkomu ferðaþjónustufyrirtækja eftir landshlutum og sveitarfélögum. Þetta ætti ekki aðeins að nýtast áðurnefndum sveitarstjórnarfulltrúa heldur líka kjörnum fulltrúum á Alþingi, stjórnsýslunni, greininni sjálfri – og öllum sem um hana fjalla. Gögn er meginforsenda upplýstrar umræðu og ákvarðanatöku, eins og Jóhannes Þór lagði áherslu á í kynningu sinni.

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF – MYND: Sigurjón Ragnar

Síðasta eitt og hálfa árið hefur verið unnið að því að safna gögnum og vinna þau til birtingar á einum stað. En Jóhannes Þór tók skýrt fram að enn vantaði töluvert upp á að þessi gagnagrunnur væri fullnægjandi. Að stærstum hluta eru tölurnar frá árinu 2019 – áður en heimsfaraldurinn setti allt á hvolf. Vonast er til að hægt verði að uppfæra mælaborðið á grundvelli talna frá 2022 nú í vor og að framvegis verði byggt á gögnum frá árinu á undan. Jóhannes Þór sagði að ferðaþjónustuna vantaði miklu meira af rauntölum til að vinna með – ekki aðeins söguleg gögn.

„Gögn í ferðaþjónustu eru meginforsenda upplýstrar umræðu og faglegrar ákvarðanatöku. Við þurfum að vita eitthvað til að geta ákveðið eitthvað. Tölfræði um íslenska ferðaþjónustu hefur verið sárlega ábótavant“ sagði Jóhannes Þór á fundinum í Hörpu og bað ferðaþjónustufólk endilega að hnippa í sig ef það teldi eitthvað vanta á mælaborðið eða gera mætti betur. Forsenda þess að móta stefnu til framtíðar væri að hafa gögn. „Við getum ekki stýrt því sem við getum ekki mælt,“ sagði Jóhannes Þór.

Reynisfjara
Einn vinsælasti ferðamannastaður landsins, Reynisfjara í Mýrdalshreppi – MYND: ÓJ

Mörgum mun vafalítið þykja áhugavert að sjá hvað upplýsingarnar á Ferðagögnum segja um einstaka landshluta og sveitarfélög. Það kemur kannski einhverjum á óvart að þó að langflestir ferðamenn séu á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi þá er ferðaþjónustan orðin stoð í atvinnulífi um allt land. Vægi greinarinnar í tekjum sveitarfélaganna er þó mjög ólíkt eftir því um hvert þeirra er að ræða og ástæðurnar eru auðvitað mjög mismunandi. Það fer ekki síst eftir stöðu annarra atvinnugreina í viðkomandi sveitarfélagi – hvort þar snúist allt um sjávarútveg, stóriðju eða hefðbundinn landbúnað. Á Akranesi og í Fjarðabyggð vinna hlutfallslega fáir við ferðaþjónustu en þar er næga aðra atvinnu að fá. Hlutur ferðaþjónustu af skatttekjum sveitarfélaga, ef ekki eru talin með framlög úr Jöfnunarsjóði, er hæstur í Mýrdalshrepp. Þar mátti rekja 44,6% skatttekna af útsvari 2019 til ferðaþjónustu, Grindavík kom næst með 15,0% og í þriðja sæti var Garðabær með 10,9% en síðasttalda sveitarfélaga er nú ekki meðal þekktustu áfangastaða ferðamanna. Augljóslega búa þar hinsvegar margir sem starfa í greininni.

Nýtt efni
MYND: ÓJ

Nýbirt Þróunarvísitala ferðageirans (Travel & Tourism Development Index) fyrir árið 2024, sem Alþjóðaefnahagsráðið ( World Economic Forum) tekur saman annað hvert ár, sýnir að Ísland fellur niður listann um 10 sæti frá 2019 - í 32. sæti, Danmörk, Finnland og Svíþjóð eru töluvert ofar en Noregur er hins vegar ekki meðal þeirra 119 landa sem …

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar áformaði að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu úr 11 prósentum í 24 prósent um mitt árið 2018. Stjórnin sprakk hins vegar áður en málið fór í gegnum Alþingi. Samtök ferðaþjónustunnar börðust gegn þessari hækkun á sínum tíma og í morgun efndu samtökin til fundar í ljósi þess að „undanfarin misseri …

Ferðafólk fylgist með hval dregnum á land í Hvalfirði

Samkvæmt könnun sem Maskína gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands dagana 30. apríl til 7. maí 2024 eru 49 prósent aðspurðra því andvíg að leyfi Hvals hf. til veiða á langreyðum verði endurnýjað. Hins vegar eru 35 prósent aðspurðra því hlynnt. Beðið er ákvörðunar nýs matvælaráðherra. Meginniðurstöður könnunar Maskínu fyrir Náttútuverndarsamtök Íslands - MYND: Maskína Niðurstöður Matvælastofnunar í …

Eftir því var tekið þegar Jón Gnarr forsetaframbjóðandi lýsti undrun sinni á því, í kappræðum frambjóðenda á Stöð 2 á dögunum, að hann hefði aldrei verið spurður af neinum fjölmiðli út í viðhorf sín til umhverfismála. Þau væru jú einhvers stærstu mál samtímans. Hins vegar væri endalaust verið að tala um málskotsréttinn, sem forsetar beittu …

Ferðaþjónusta verður ein af þeim atvinnugreinum sem halda munu uppi norsku efnahagslífi þegar dregur úr vægi olíuvinnslu að mati Cecilie Myrseth, nýs viðskiptaráðherra Noregs. Hún segir ríkisstjórnina eiga að setja atvinnugreinina í forgang og fylgja þeim ráðum útflutningsráðs landsins að setja fókusinn á ferðamenn með „þykk veski." „Markmiðið á að vera að auka verðmætasköpunina í …

Heldur færri beiðnum um vegabréfsáritun var hafnað á Schengen-svæðinu 2023 miðað við árið á undan, 1,6 milljónum eða 15,8 prósentum af heildarfjölda áritana í stað 17,9 prósenta. Flestum beiðnum var að venju hafnað í Frakklandi eða 436.893, samkvæmt frétt SchengenNews, en Frakkar taka líka við flestum beiðnum. Þau ríki sem koma næst á eftir á …

Þegar nýtt íslenskt flugfélag fer í loftið þá er Kaupmannahöfn ávallt meðal fyrstu áfangastaða. Þannig var það í tilfelli Iceland Express, sem þó var ekki fullgilt flugfélag, Wow Air og Play. Hjá öllum þremur var stefnan ekki sett á Stokkhólm fyrr en fleiri þotur höfðu bæst í flotann. Play fór sína fyrstu ferð til sænsku …

Árið 2023 varð landsvæði sem nam tvöfaldri stærð Lúxemborgar eldum að bráð í Evrópu - meira en hálf milljón hektara gróðurlendis eyðilagðist. Samkvæmt upplýsingum Evrópska upplýsingakerfins um gróðurelda (European Forest Fire Information System - EFFIS) voru 37 prósent umrædds lands þakin runnum og harðblaðaplöntum en á 26 prósentum óx skógur.  Auk gríðarlegs tjóns vistkerfisins fylgdu …