Samfélagsmiðlar

Heimur Icelandair stækkar

Nú liggur fyrir að Icelandair ætlar að veðja á Airbus til lengri tíma í stað þess að halda tryggð við Boeing.

Hin nýja Airbus A321XLR kemur á markað á næsta ári en Icelandair gerir ráð fyrir sínum fyrstu eintökum eftir 6 ár.

Nú í sumar spreytir Icelandair sig á áætlunarflugi Tel Aviv í Ísrael og verður það fyrsta áfangastaður félagsins sem ekki er annað hvort í Evrópu eða Norður-Ameríku. Með nýjum og langdrægum Airbus þotum kemst félagið ennþá lengra en í nótt var tilkynnt um nýjan samning við evrópska flugvélaframleiðandann.

Sá samningur gerir ráð fyrir að Icelandair leigi strax árið 2025 fjórar þotur af gerðinni Airbus A321LR. Þær komast allt að 7400 kílómetra eða um 1000 kílómetrum lengra en Boeing 757 þoturnar sem hafa verið uppistaðan í flota Icelandair á þessari öld.

Tvö af samstarfsfélögum Icelandair hófu nýverið að fljúga þessari nýju tegund af Airbus þotum yfir Atlantshafið. SAS nýtir sínar í ferðir frá Kaupmannahöfn til Boston og Toronto og Jetblue flýgur þessum mjóu þotum frá New York og Boston til London og Parísar.

Áður komst SAS aðeins yfir Norður-Atlantshafið með breiðþotum en getur núna látið nægja að selja 157 sæti í þessum nýjum flugvélum til að fljúga með fullfermi til Norður-Ameríku. Icelandair stefnir á að hafa 190 sæti í sínum vélum enda hefur félagið ekki gert út á stór viðskiptafarrými eins og SAS og Jetblue gera. Með því að þétta raðirnar ennþá meira er hægt að koma allt að 244 farþegum fyrir í Airbus þotunum.

Fyrsta flugferð A321LR þotu var farin árið 2018 og hefur Airbus kynnt hana sérstaklega sem valkost fyrir flug milli Norður-Ameríku og Evrópu.

Í tilkynningu næturinnar segir að Icelandair geri ráð fyrir að fleiri en þessar fjórar A321LR þotur bætist við flotann á næstu árum en félagið notar í dag 10 gamlar Boeing 757 þotur með 183 sæti. Boeing Max þoturnar hafa reyndar tekið við aðalhlutverkinu í starfsemi Icelandair síðustu misseri en sætin í þeim eru nokkru færri.

Max þoturnar komast þó ekki með fullfermi til áfangastaða eins og Seattle, Denver, Portland og Vancouver. Það má því gera ráð fyrir að nýju Airbus þoturnar fari strax í notkun í flugi til þessara áfangastaða.

Frá og með árinu 2029 opnast svo möguleikar á áætlunarflugi Icelandair til borga fjarlægari borga því þá er stefnt að því að Icelandair fái fyrstu eintökin af ennþá langdrægari þotum, Airbus XLR. Þær koma fyrst á markaðinn á næsta ári og hefur evrópskri flugvélaframleiðandinn selt hátt í 600 eintök nú þegar.

Það skýrir afhverju Icelandair þarf að bíða til lok þessa áratugar eftir sínum fyrstu þotum en A321 XLR eiga að komast allt að 8700 kílómetra. Sú drægni skrifast á auka olíutanka en í staðinn kemst ekki mikið af frakt í þoturnar.

Eins og fram kom í kynningu á þessum nýju Airbus þotum á sínum tíma þá er hægt að fljúga þeim frá Keflavíkurflugvelli til Houston í Texas og Dubaí. Og miðað við 8700 kílómetra drægnina þá væri jafnvel mögulegt að fljúga þeim héðan til borga í norðurhluta Suður-Ameríku.

Skýringamynd: Airbus

Hvort áætlunarferðir til Austurlanda fjær, Afríku og Suður-Ameríku verði hluti af sumaráætlun Icelandair ári 2029 á eftir að koma í ljós. En fram að þeim tíma munu margir af keppinautum Icelandair vafalítið nota þær í flug yfir Atlantshafið og þar með veita Icelandair og Play aukna samkeppni á þeim markaði.

Bandaríska flugfélagið United útilokar ekki heldur að nota þessa tegund flugvélar í ferðum til Íslands eins og fram kom í viðtali Túrista við einn af stjórnendum bandaríska flugfélagsins.

Nýtt efni

Eftirspurn eftir ferðalögum til útlanda meðal Íslendinga er áfram sterk fullyrti Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, á kynningu á nýju uppgjöri flugfélagsins nú í morgun. Farþegum Icelandair frá heimamarkaðnum fækkaði hins vegar um 9 prósent á öðrum ársfjórðungi í samanburði við sama tímabil í fyrra. Þennan samdrátt útskýrði Bogi Nils með því að benda á …

Í byrjun júlí tóku gildi bráðabirgðatollar á rafbíla sem fluttir eru inn frá Kína til aðildarríkja Evrópusambandsins. Var gripið til þessa eftir að rannsókn á vegum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins leiddi í ljós að kínverska framleiðslan nyti óeðlilega mikils ríkisstuðnings og skaði því evrópskir rafbílaframleiðendur. Aukatollurinn, sem nú leggst ofan á þann 10 prósent toll sem fyrir …

Á öðrum ársfjórðungi í fyrra hagnaðist Icelandair um 2,1 milljarð króna fyrir skatt en núna var niðurstaðan hagnaður upp á 73 milljónir króna. Í dollurum, uppgjörsmynt Icelandair, var rekstrarafkoman (Ebit) jákvæð um 3,3 milljónir dollara en 21 milljón í fyrra. Sú niðurstaða var sú besta í mörg ár eins og sjá má. Skilyrði til flugrekstrar …

Fyrir fjórum vikum síðan boðaði Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, átak í markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað fyrir ferðamenn. Segja má að ráðherrann hafi verið að svara kalli forsvarsfólks ferðaþjónustunnar sem hvatt hefur til opinberrar kynningar á Íslandi sem áfangastað líkt og víða tíðkast. Tveimur dögum eftir að Lilja Dögg lofaði „hundruðum millj­óna“ til …

Stjórnendur Icelandair og Play gáfu það út í sumarbyrjun að fargjöld hefðu lækkað vegna mikillar samkeppni í flugi yfir Atlantshafið. Félögin tvö þurfa nú í auknum mæli að sækja á þann markað þar sem minni eftirspurn er eftir Íslandsferðum. Gallinn er hins vegar sá að farþegar sem fljúga milli Evrópu og N-Ameríku, með millilendingu á …

Í júní í fyrra voru óvenju margir bandarískir ferðamenn á landinu miðað við flugframboð. Nú í sumar hefur flugferðunum fjölgað um 12 prósent en samt fækkaði bandarískum ferðamönnum um 19 prósent í nýliðnum júní. Það er Icelandair sem er langumsvifamest í flugi héðan til Bandaríkjanna og stóð félagið undir 7 af hverjum 10 flugferðum héðan …

Víðast hvar eru gistinætur útlendinga helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustu enda nær eingöngu eyríki að telja ferðafólk við landamæri með einföldum hætti. Hjá frændþjóðum okkar eru gistinæturnar því aðalmálið og nú fjölgar erlendu gestunum í Noregi þónokkuð frá fyrra ári en forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hefur undanfarna mánuði bent á harðnandi samkeppni við þau …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …