Samfélagsmiðlar

Heimur Icelandair stækkar

Nú liggur fyrir að Icelandair ætlar að veðja á Airbus til lengri tíma í stað þess að halda tryggð við Boeing.

Hin nýja Airbus A321XLR kemur á markað á næsta ári en Icelandair gerir ráð fyrir sínum fyrstu eintökum eftir 6 ár.

Nú í sumar spreytir Icelandair sig á áætlunarflugi Tel Aviv í Ísrael og verður það fyrsta áfangastaður félagsins sem ekki er annað hvort í Evrópu eða Norður-Ameríku. Með nýjum og langdrægum Airbus þotum kemst félagið ennþá lengra en í nótt var tilkynnt um nýjan samning við evrópska flugvélaframleiðandann.

Sá samningur gerir ráð fyrir að Icelandair leigi strax árið 2025 fjórar þotur af gerðinni Airbus A321LR. Þær komast allt að 7400 kílómetra eða um 1000 kílómetrum lengra en Boeing 757 þoturnar sem hafa verið uppistaðan í flota Icelandair á þessari öld.

Tvö af samstarfsfélögum Icelandair hófu nýverið að fljúga þessari nýju tegund af Airbus þotum yfir Atlantshafið. SAS nýtir sínar í ferðir frá Kaupmannahöfn til Boston og Toronto og Jetblue flýgur þessum mjóu þotum frá New York og Boston til London og Parísar.

Áður komst SAS aðeins yfir Norður-Atlantshafið með breiðþotum en getur núna látið nægja að selja 157 sæti í þessum nýjum flugvélum til að fljúga með fullfermi til Norður-Ameríku. Icelandair stefnir á að hafa 190 sæti í sínum vélum enda hefur félagið ekki gert út á stór viðskiptafarrými eins og SAS og Jetblue gera. Með því að þétta raðirnar ennþá meira er hægt að koma allt að 244 farþegum fyrir í Airbus þotunum.

Fyrsta flugferð A321LR þotu var farin árið 2018 og hefur Airbus kynnt hana sérstaklega sem valkost fyrir flug milli Norður-Ameríku og Evrópu.

Í tilkynningu næturinnar segir að Icelandair geri ráð fyrir að fleiri en þessar fjórar A321LR þotur bætist við flotann á næstu árum en félagið notar í dag 10 gamlar Boeing 757 þotur með 183 sæti. Boeing Max þoturnar hafa reyndar tekið við aðalhlutverkinu í starfsemi Icelandair síðustu misseri en sætin í þeim eru nokkru færri.

Max þoturnar komast þó ekki með fullfermi til áfangastaða eins og Seattle, Denver, Portland og Vancouver. Það má því gera ráð fyrir að nýju Airbus þoturnar fari strax í notkun í flugi til þessara áfangastaða.

Frá og með árinu 2029 opnast svo möguleikar á áætlunarflugi Icelandair til borga fjarlægari borga því þá er stefnt að því að Icelandair fái fyrstu eintökin af ennþá langdrægari þotum, Airbus XLR. Þær koma fyrst á markaðinn á næsta ári og hefur evrópskri flugvélaframleiðandinn selt hátt í 600 eintök nú þegar.

Það skýrir afhverju Icelandair þarf að bíða til lok þessa áratugar eftir sínum fyrstu þotum en A321 XLR eiga að komast allt að 8700 kílómetra. Sú drægni skrifast á auka olíutanka en í staðinn kemst ekki mikið af frakt í þoturnar.

Eins og fram kom í kynningu á þessum nýju Airbus þotum á sínum tíma þá er hægt að fljúga þeim frá Keflavíkurflugvelli til Houston í Texas og Dubaí. Og miðað við 8700 kílómetra drægnina þá væri jafnvel mögulegt að fljúga þeim héðan til borga í norðurhluta Suður-Ameríku.

Skýringamynd: Airbus

Hvort áætlunarferðir til Austurlanda fjær, Afríku og Suður-Ameríku verði hluti af sumaráætlun Icelandair ári 2029 á eftir að koma í ljós. En fram að þeim tíma munu margir af keppinautum Icelandair vafalítið nota þær í flug yfir Atlantshafið og þar með veita Icelandair og Play aukna samkeppni á þeim markaði.

Bandaríska flugfélagið United útilokar ekki heldur að nota þessa tegund flugvélar í ferðum til Íslands eins og fram kom í viðtali Túrista við einn af stjórnendum bandaríska flugfélagsins.

Nýtt efni

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …