Samfélagsmiðlar

Rafskútur bannaðar í París

Yfirgnæfandi meirihluti kosningabærra í París greiddu atkvæði með banni við leigu á rafskútum í borginni. Kosningaþátttaka var þó afar dæm.

Rafskútur í París

Parísarbúar samþykktu í atkvæðagreiðslu í gær að leiga á rafskútum í borginni verði bönnuð. Nærri níu af hverjum 10 sögðust hlynntir banni. Kosningaþátttakan var aðeins átta prósent. Af þeim 103 þúsundum sem höfðu fyrir því að mæta á kjörstað og greiða atkvæði sögðust rúmlega 91 þúsund vilja banna rafskútuleigurnar í París, sem var meðal fyrstu borga að leyfa slíka starfsemi fyrir fimm árum.

Gagnrýnendur hafa bent á fjölmarga ókosti við rafskúturnar: þær séu hættulegar í umferðinni, ógn við gangandi vegfarendur, ökumenn noti ekki hjálma og fráleitt sé að börn innan við 12 ára aldur hafi mátt leigja þær. Það vakti hörð viðbrögð fyrir tveimur árum þegar kona lést eftir að hafa verið ekin niður af rafskútu sem tveir voru á.

Götumynd frá París – MYND: ÓJ

Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, var hlynnt banni og hafði sagt fyrir atkvæðagreiðsluna að niðurstaðan yrði virt. Starfsleyfi fyrirtækjanna sem leigja rafskúturnar renna út á næstu mánuðum og farartækin sem liggja gjarnan við gangstéttir hverfa.

Þá er einu áhyggjuefninu færra hjá borgarstjóranum í undirbúningnum fyrir Ólympíuleikana næsta sumar. Unga fólkið sem á eftir að sakna rafskútanna verður að horfa í eigin barm og svara spurningunni: Af hverju mættir þú ekki á kjörstað þegar greidd voru atkvæði um bannið?

Nýtt efni

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …