Samfélagsmiðlar

Engin ódýr leið í boði

Miklar vonir hafa verið bundnar við að sjálfbært eldsneyti geti á komandi árum leyst hefðbundið jarðefnaeldsneyti af hólmi í farþegaflugi. Forstjóri Boeing-flugvélaverksmiðjanna dregur úr þeim væntingum og segir enga einfalda lausn í boði til að minnka kolefnissporið.

Starfsmenn og flugvélar á flugvellinum í Mílanó

Flugfélög víða um heim hafa að undanförnu bent á að aukin notkun á sjálfbæru eldsneyti (SAF) sé mikilvægur liður í loftslagsstefnu þeirra. Með vaxandi notkun þess verði verulega dregið úr kolefnislosun. Nú hefur forstjóri bandarísku Boeing-flugvélasmiðjanna, David Calhoun, gert sitt til að kæla niður vonir manna í fluggeiranum um að olía unnin úr matarolíu, fæðuafgöngum og plöntuleifum geti hratt og örugglega komið í stað eldsneytis með kerósíni, sem knýr flestar farþegaþotur samtímans. Enn sem komið er þá nemur notkun á SAF aðeins um einu prósenti af heildar eldsneytisnotkun farþegaflugvéla í heiminum og ekki verður einfalt eða átakalaust að stórauka framleiðslu á SAF. Hafa margir bent á það mikla umhverfisálag sem henni mun fylgja, ryðja þurfi skóga og brjóta stöðugt ný ræktarlönd til að afla hráefnisins til vinnslunnar. 

Á Kaupmannahafnar-flugvelli – MYND: ÓJ

„Við munum auka notkunina og hagvæmni þess að nota sjálfbært eldsneyti en ég held að við náum aldrei að gera það jafn hagstætt og að nota Jet A-þotueldsneyti. Kostirnir við SAF eru miklir og það á eftir að hafa áhrif – en breytir ekki stöðunni,“ er haft eftir David Calhoun í Financial Times. Þar segir að ummæli Boeing-forstjórans endurómi áhyggjur margra í flugiðnaðinum af erfiðleikunum og kostnaðinum sem fylgja mun því að draga úr kolefnislosuninni. Forsenda uppgangs í alþjóðaflugi hafi einmitt verið þotueldsneytið, hin tæknilega háþróaða afurð olíualdarinnar.

Boeing-forstjórinn leyfir sér kannski að tala skýrar en menn hafa almennt þorað að undanförnu en við blasir að það verður hvorki einfalt né ódýrt að framleiða nægilega mikið af SAF til að það hafi umtalsverð áhrif á losunina frá fluginu. Það er enn langt í land en tíminn er skammur til stefnu ef markmiðinu um kolefnishlutlaust flug árið 2050 á að nást. 

Morgunsól á Keflavíkurflugvelli – MYND: ÓJ

Það er svo sem verið að gera ýmislegt. Meðal fyrstu ráðstafana Biden-stjórnarinnar í því skyni að mæta vaxandi verðbólgu (Inflation Reduction Act) var að niðurgreiða framleiðslu á SAF og Evrópusambandið vinnur að því að sjálfbæra eldsneytið verði á boðstólum á flugvöllum aðildarríkjanna. IATA gaf út það markmið fyrir tveimur árum að notkun á SAF myndi standa undir 65 prósentum af samdrættinum í kolefnislosuninni. Enginn þar á bæ heldur því hinsvegar fram að þetta verði ódýrt eða án sársauka.

„Þetta er hægt en allir sem halda að leiðin í átt að kolefnishlutleysi verði greið og átakalaus eru að blekkja sjálfa sig. Farþegar munu þurfa að greiða hærri fargjöld. Við verðum að vera heiðarleg gagnvart viðskiptavinum okkar. Flugfélögin hafa ekki fjárhagslega getu til að standa undir þessum kostnaðarauka – svo á endanum lendir hann á farþegunum,“ sagði Willie Walsh, framkvæmdastjóri IATA, á ráðstefnu sem Financial Times stóð fyrir á dögunum.  

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …