Samfélagsmiðlar

Engin ódýr leið í boði

Miklar vonir hafa verið bundnar við að sjálfbært eldsneyti geti á komandi árum leyst hefðbundið jarðefnaeldsneyti af hólmi í farþegaflugi. Forstjóri Boeing-flugvélaverksmiðjanna dregur úr þeim væntingum og segir enga einfalda lausn í boði til að minnka kolefnissporið.

Starfsmenn og flugvélar á flugvellinum í Mílanó

Flugfélög víða um heim hafa að undanförnu bent á að aukin notkun á sjálfbæru eldsneyti (SAF) sé mikilvægur liður í loftslagsstefnu þeirra. Með vaxandi notkun þess verði verulega dregið úr kolefnislosun. Nú hefur forstjóri bandarísku Boeing-flugvélasmiðjanna, David Calhoun, gert sitt til að kæla niður vonir manna í fluggeiranum um að olía unnin úr matarolíu, fæðuafgöngum og plöntuleifum geti hratt og örugglega komið í stað eldsneytis með kerósíni, sem knýr flestar farþegaþotur samtímans. Enn sem komið er þá nemur notkun á SAF aðeins um einu prósenti af heildar eldsneytisnotkun farþegaflugvéla í heiminum og ekki verður einfalt eða átakalaust að stórauka framleiðslu á SAF. Hafa margir bent á það mikla umhverfisálag sem henni mun fylgja, ryðja þurfi skóga og brjóta stöðugt ný ræktarlönd til að afla hráefnisins til vinnslunnar. 

Á Kaupmannahafnar-flugvelli – MYND: ÓJ

„Við munum auka notkunina og hagvæmni þess að nota sjálfbært eldsneyti en ég held að við náum aldrei að gera það jafn hagstætt og að nota Jet A-þotueldsneyti. Kostirnir við SAF eru miklir og það á eftir að hafa áhrif – en breytir ekki stöðunni,“ er haft eftir David Calhoun í Financial Times. Þar segir að ummæli Boeing-forstjórans endurómi áhyggjur margra í flugiðnaðinum af erfiðleikunum og kostnaðinum sem fylgja mun því að draga úr kolefnislosuninni. Forsenda uppgangs í alþjóðaflugi hafi einmitt verið þotueldsneytið, hin tæknilega háþróaða afurð olíualdarinnar.

Boeing-forstjórinn leyfir sér kannski að tala skýrar en menn hafa almennt þorað að undanförnu en við blasir að það verður hvorki einfalt né ódýrt að framleiða nægilega mikið af SAF til að það hafi umtalsverð áhrif á losunina frá fluginu. Það er enn langt í land en tíminn er skammur til stefnu ef markmiðinu um kolefnishlutlaust flug árið 2050 á að nást. 

Morgunsól á Keflavíkurflugvelli – MYND: ÓJ

Það er svo sem verið að gera ýmislegt. Meðal fyrstu ráðstafana Biden-stjórnarinnar í því skyni að mæta vaxandi verðbólgu (Inflation Reduction Act) var að niðurgreiða framleiðslu á SAF og Evrópusambandið vinnur að því að sjálfbæra eldsneytið verði á boðstólum á flugvöllum aðildarríkjanna. IATA gaf út það markmið fyrir tveimur árum að notkun á SAF myndi standa undir 65 prósentum af samdrættinum í kolefnislosuninni. Enginn þar á bæ heldur því hinsvegar fram að þetta verði ódýrt eða án sársauka.

„Þetta er hægt en allir sem halda að leiðin í átt að kolefnishlutleysi verði greið og átakalaus eru að blekkja sjálfa sig. Farþegar munu þurfa að greiða hærri fargjöld. Við verðum að vera heiðarleg gagnvart viðskiptavinum okkar. Flugfélögin hafa ekki fjárhagslega getu til að standa undir þessum kostnaðarauka – svo á endanum lendir hann á farþegunum,“ sagði Willie Walsh, framkvæmdastjóri IATA, á ráðstefnu sem Financial Times stóð fyrir á dögunum.  

Nýtt efni

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …