Samfélagsmiðlar

Engin ódýr leið í boði

Miklar vonir hafa verið bundnar við að sjálfbært eldsneyti geti á komandi árum leyst hefðbundið jarðefnaeldsneyti af hólmi í farþegaflugi. Forstjóri Boeing-flugvélaverksmiðjanna dregur úr þeim væntingum og segir enga einfalda lausn í boði til að minnka kolefnissporið.

Starfsmenn og flugvélar á flugvellinum í Mílanó

Flugfélög víða um heim hafa að undanförnu bent á að aukin notkun á sjálfbæru eldsneyti (SAF) sé mikilvægur liður í loftslagsstefnu þeirra. Með vaxandi notkun þess verði verulega dregið úr kolefnislosun. Nú hefur forstjóri bandarísku Boeing-flugvélasmiðjanna, David Calhoun, gert sitt til að kæla niður vonir manna í fluggeiranum um að olía unnin úr matarolíu, fæðuafgöngum og plöntuleifum geti hratt og örugglega komið í stað eldsneytis með kerósíni, sem knýr flestar farþegaþotur samtímans. Enn sem komið er þá nemur notkun á SAF aðeins um einu prósenti af heildar eldsneytisnotkun farþegaflugvéla í heiminum og ekki verður einfalt eða átakalaust að stórauka framleiðslu á SAF. Hafa margir bent á það mikla umhverfisálag sem henni mun fylgja, ryðja þurfi skóga og brjóta stöðugt ný ræktarlönd til að afla hráefnisins til vinnslunnar. 

Á Kaupmannahafnar-flugvelli – MYND: ÓJ

„Við munum auka notkunina og hagvæmni þess að nota sjálfbært eldsneyti en ég held að við náum aldrei að gera það jafn hagstætt og að nota Jet A-þotueldsneyti. Kostirnir við SAF eru miklir og það á eftir að hafa áhrif – en breytir ekki stöðunni,“ er haft eftir David Calhoun í Financial Times. Þar segir að ummæli Boeing-forstjórans endurómi áhyggjur margra í flugiðnaðinum af erfiðleikunum og kostnaðinum sem fylgja mun því að draga úr kolefnislosuninni. Forsenda uppgangs í alþjóðaflugi hafi einmitt verið þotueldsneytið, hin tæknilega háþróaða afurð olíualdarinnar.

Boeing-forstjórinn leyfir sér kannski að tala skýrar en menn hafa almennt þorað að undanförnu en við blasir að það verður hvorki einfalt né ódýrt að framleiða nægilega mikið af SAF til að það hafi umtalsverð áhrif á losunina frá fluginu. Það er enn langt í land en tíminn er skammur til stefnu ef markmiðinu um kolefnishlutlaust flug árið 2050 á að nást. 

Morgunsól á Keflavíkurflugvelli – MYND: ÓJ

Það er svo sem verið að gera ýmislegt. Meðal fyrstu ráðstafana Biden-stjórnarinnar í því skyni að mæta vaxandi verðbólgu (Inflation Reduction Act) var að niðurgreiða framleiðslu á SAF og Evrópusambandið vinnur að því að sjálfbæra eldsneytið verði á boðstólum á flugvöllum aðildarríkjanna. IATA gaf út það markmið fyrir tveimur árum að notkun á SAF myndi standa undir 65 prósentum af samdrættinum í kolefnislosuninni. Enginn þar á bæ heldur því hinsvegar fram að þetta verði ódýrt eða án sársauka.

„Þetta er hægt en allir sem halda að leiðin í átt að kolefnishlutleysi verði greið og átakalaus eru að blekkja sjálfa sig. Farþegar munu þurfa að greiða hærri fargjöld. Við verðum að vera heiðarleg gagnvart viðskiptavinum okkar. Flugfélögin hafa ekki fjárhagslega getu til að standa undir þessum kostnaðarauka – svo á endanum lendir hann á farþegunum,“ sagði Willie Walsh, framkvæmdastjóri IATA, á ráðstefnu sem Financial Times stóð fyrir á dögunum.  

Nýtt efni

Kínverjar eru leiðandi í smíði rafbíla, sem taldir eru mikilvægir vegna nauðsynlegra orkuskipta í samgöngum. Hinsvegar er Kína enn mjög háð brennslu kola, nærri 60% rafmagns í landinu er framleitt með kolum og það er enn verið að auka kolanám í landinu. Auk þess sem flutt er inn mikið af olíu og gasi. Jafnhliða er …

Það vour 1.299 bílar skráðir nýir á götuna hér á landi fyrstu þrjár vikurnar í júní og þar af 986 á vegum bílaleiga. Það jafngildir því að 24 prósent nýrra ökutækja fór til einstaklinga en á sama tíma í fyrra var hlutfallið 38 prósent samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins sem ná til 23. júní. Þessar fyrstu þrjár …

Það voru þrjú norræn alþjóðaflugfélög sem hófu flugrekstur í Covid-faraldrinum. Hér á landi var það Play en Flyr og Norse í Noregi. Öll þrjú leigðu árið 2021 þotur á lægra verði en áður hafði þekkst og efndu til hlutafjárútboða meðal fagfjárfesta og almennings. Í byrjun síðasta árs varð Flyr gjaldþrota en rekstur þess byggði á …

Ein árangursríkasta loftslagsaðgerð síðari ára á Íslandi er líklega sú að banna urðun lífræns úrgangs. Þetta bann tók gildi í upphafi árs 2023 og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Smám saman hafa jákvæðar tölur verið að berast, sem gefa tilefni til bjartsýni. Það er semsagt hægt að ná árangri í loftslagsmálum, þótt margir …

Barselóna er ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu en óþol íbúa vegna ágangsins hefur farið vaxandi á síðustu árum - ekki síst vegna húsnæðisvanda ungs fólks sem ekki getur keppt við ferðaþjónustuna í leiguverði. Fyrri borgaryfirvöld hættu útgáfu nýrra leyfa til útleigu og lokað mörgum ferðamannaíbúðum en nú eru í farvatninu enn meiri breytingar. Airbnb og öðrum …

Í Svíþjóð kalla sumarsólstöður, eða Midsommar, á mikil hátíðarhöld þar sem síld og snaps hafa lengstum verið í aðalhlutverki. Sölutölur sænskra kaupmanna sýna þó að vinsældir síldarinnar dala ár frá ári og nú er svo komið að salan hefur helmingast frá árinu 2008. Frá þessu greinir Sænska ríkisútvarpið. Skýringin á þessari þróun liggur í bragðlaukum …

Ferðahópur á Þingvöllum

Alþingi hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar, sem ferðamálaráðherra lagði fram í apríl, um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Öðlast þingsályktunin þegar gildi en mótun stefnunar var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira …

Ásgeir Baldurs, framkvæmdastjóri Arctic Adventures

Arctic Adventures er eitt stærsta fyrirtæki landsins í ferðaþjónustu og hefur verið að stækka starfssvið sitt, síðast með kaupum á Special Tours, sem sinnir skoðunarferðum á slóðum hvala og lunda, auk þess að reka Hvalasafnið (Whales of Iceland) í Reykjavík.  Ásgeir Baldurs tók við starfi forstjóra Arctic Adventures fyrir rúmu ári, þegar margir bundu vonir við …