Samfélagsmiðlar

Engin ódýr leið í boði

Miklar vonir hafa verið bundnar við að sjálfbært eldsneyti geti á komandi árum leyst hefðbundið jarðefnaeldsneyti af hólmi í farþegaflugi. Forstjóri Boeing-flugvélaverksmiðjanna dregur úr þeim væntingum og segir enga einfalda lausn í boði til að minnka kolefnissporið.

Starfsmenn og flugvélar á flugvellinum í Mílanó

Flugfélög víða um heim hafa að undanförnu bent á að aukin notkun á sjálfbæru eldsneyti (SAF) sé mikilvægur liður í loftslagsstefnu þeirra. Með vaxandi notkun þess verði verulega dregið úr kolefnislosun. Nú hefur forstjóri bandarísku Boeing-flugvélasmiðjanna, David Calhoun, gert sitt til að kæla niður vonir manna í fluggeiranum um að olía unnin úr matarolíu, fæðuafgöngum og plöntuleifum geti hratt og örugglega komið í stað eldsneytis með kerósíni, sem knýr flestar farþegaþotur samtímans. Enn sem komið er þá nemur notkun á SAF aðeins um einu prósenti af heildar eldsneytisnotkun farþegaflugvéla í heiminum og ekki verður einfalt eða átakalaust að stórauka framleiðslu á SAF. Hafa margir bent á það mikla umhverfisálag sem henni mun fylgja, ryðja þurfi skóga og brjóta stöðugt ný ræktarlönd til að afla hráefnisins til vinnslunnar. 

Á Kaupmannahafnar-flugvelli – MYND: ÓJ

„Við munum auka notkunina og hagvæmni þess að nota sjálfbært eldsneyti en ég held að við náum aldrei að gera það jafn hagstætt og að nota Jet A-þotueldsneyti. Kostirnir við SAF eru miklir og það á eftir að hafa áhrif – en breytir ekki stöðunni,“ er haft eftir David Calhoun í Financial Times. Þar segir að ummæli Boeing-forstjórans endurómi áhyggjur margra í flugiðnaðinum af erfiðleikunum og kostnaðinum sem fylgja mun því að draga úr kolefnislosuninni. Forsenda uppgangs í alþjóðaflugi hafi einmitt verið þotueldsneytið, hin tæknilega háþróaða afurð olíualdarinnar.

Boeing-forstjórinn leyfir sér kannski að tala skýrar en menn hafa almennt þorað að undanförnu en við blasir að það verður hvorki einfalt né ódýrt að framleiða nægilega mikið af SAF til að það hafi umtalsverð áhrif á losunina frá fluginu. Það er enn langt í land en tíminn er skammur til stefnu ef markmiðinu um kolefnishlutlaust flug árið 2050 á að nást. 

Morgunsól á Keflavíkurflugvelli – MYND: ÓJ

Það er svo sem verið að gera ýmislegt. Meðal fyrstu ráðstafana Biden-stjórnarinnar í því skyni að mæta vaxandi verðbólgu (Inflation Reduction Act) var að niðurgreiða framleiðslu á SAF og Evrópusambandið vinnur að því að sjálfbæra eldsneytið verði á boðstólum á flugvöllum aðildarríkjanna. IATA gaf út það markmið fyrir tveimur árum að notkun á SAF myndi standa undir 65 prósentum af samdrættinum í kolefnislosuninni. Enginn þar á bæ heldur því hinsvegar fram að þetta verði ódýrt eða án sársauka.

„Þetta er hægt en allir sem halda að leiðin í átt að kolefnishlutleysi verði greið og átakalaus eru að blekkja sjálfa sig. Farþegar munu þurfa að greiða hærri fargjöld. Við verðum að vera heiðarleg gagnvart viðskiptavinum okkar. Flugfélögin hafa ekki fjárhagslega getu til að standa undir þessum kostnaðarauka – svo á endanum lendir hann á farþegunum,“ sagði Willie Walsh, framkvæmdastjóri IATA, á ráðstefnu sem Financial Times stóð fyrir á dögunum.  

Nýtt efni

Stærsti bílaframleiðandi heims lætur ekki haggast þó hann hafi mætt nokkru andstreymi að undanförnu. Hluthafafundur Toyota endurnýjaði traust sitt á 10 manna stjórn fyrirtækisins í dag, þar á meðal á formanninum, Akio Toyoda, sem verið hefur í forystusveit fjölskyldufyrirtækisins frá aldamótum. Hann vék úr starfi forstjóra fyrir rúmu ári og varð stjórnarformaður. Nú hefur þessi …

Hér á landi hefur fjöldi erlendra vegabréfa við vopnaleitina á Keflavíkurflugvelli verið helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni. Á hinum Norðurlöndunum er ekki hægt að stunda svona talningu á flugvöllum enda margir sem koma landleiðina. Gistinætur útlendinga eru því aðalmælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni hjá frændum okkar og samtals voru þær 15,3 milljónir …

Búist er við að 38 prósenta hækkun tolla á innflutta rafbíla frá Kína hægi á sókn framleiðenda þar inn á Evrópumarkað. Hins vegar verður það aðeins tímabundið. Kínverskir framleiðendur hafa þegar náð sterkri stöðu í tæknimálum og getu til að framleiða á hagkvæman hátt - þeir ráða yfir allri aðfangakeðju framleiðslu sinnar. Að auki munu …

Fyrstu helgina í júní stefndi í verkfall flugmanna Norwegian í Noregi en samningar tókust á elleftu stundu. Flugfélagið hafði áður samið við danska og spænska flugmenn en þeir norsku kröfðust hlutfallslega meiri hækkunar og vísuðu til þess að laun þeirra stæðust ekki samanburð við starfsbræður sína í Evrópu vegna þess hve veik norska krónan er. …

„Það umfangsmikið verkefni að opna nýja álmu við flugstöð. Byggingin þarf að uppfylla fjölmargar kröfur yfirvalda , m.a. um innréttingar, eldvarnir, umhverfiskröfur og vinnuaðstæður. Það þarf líka að setja upp flókinn tækjabúnað, sem þarnast sérhæfðrar þekkingar og margra stunda þjálfun ef hann á að skila sínu hlutverki. Það gildir um nýjan öryggisbúnað flugvallarins," segir í …

Suður-kóreski bílaframleiðandinn Hyundai veðjar á fjórða stærsta bílamarkað heims, Indland. Stærstu markaðirnir eru Kína, Bandaríkin og Japan - en Indlandsmarkaður vex hratt og mikil sala er í litlum og sparneytnum gerðum bíla. Á síðasta ári keypti dótturfélag Hyundai á Indlandi verksmiðjur General Motors í Maharashtra í vestanverðu landinu með það fyrir augum að auka framleiðslu …

Icelandair sagði 82 starfsmönnum upp fyrir síðustu mánaðamót en þær uppsagnir náðu ekki til áhafna flugfélagsins. Nú er hins vegar komið að þeim hópi því fyrir helgi fengu 57 flugmenn uppsagnarbréf og eins voru 26 flugstjórar færðir í stöðu flugmanna. Við þá breytingu lækka laun viðkomandi um fimmtung samkvæmt því sem FF7 kemst næst.  Flugmönnum …