Samfélagsmiðlar

Góðar nektarstrendur við Miðjarðarhaf

Sumum þykir fátt yndislegra en að svamla allsber í volgum sjó, leggjast svo á ströndina og leyfa sólinni að þerra á sér hvern krók og kima.

Það getur samt reynst þrautinni þyngri að finna strendur þar sem leyfilegt er að stunda sólböð án baðfata. Hér er hins vegar listi yfir þær nektarstrendur sem hið danska blað Politiken telur vera þær bestu við Miðjarðarhafið. Á þeim öllum getur fólk áhyggjulaust sólað sig berrassað og jafnað út sundbuxna- og bikiniför.

Frakkland

Vendays-Montalivet – Norður frá Bordeaux er þessi fyrsti opinberi baðstaður nektarsinna í heiminum. Það er því ekki að undra að alþjóðleg samtök þessa hóps hafi verið stofnuð þar árið 1953. Á tjaldsvæðinu er hægt að leigja kofa með útsýni út á Atlantshafið.

Cad d´Adge – Þessi afgirti smábær í nágrenni Montpellier á suðurströnd Frakklands er einn vinsælasti áfangastaður kviknakinna karla og kvenna. Hér hafa þau allt plássið fyrir sig en heimamenn eru vanir að borða kvöldmatinn í fötum.

Grikkland

Banana Beach – Á eyjunni Skiathos eru tvær strendur kenndar við bjúgaldin, Big Banana Beach og Small Banana Beach. Áður fyrr héldu strippalingarnir til á þeirri fyrrnefndu en nú hafa þeir fært sig yfir á þá minni. Þar una samkynhneiðgðir og gagnkynhneigðir, fjölskyldur og einhleypir sáttir við sitt svo lengi sem engin klæði sjást á svæðinu.

Paradise Beach – Á partíeyjunni Mykanos er hægt að baða sig nakinn á paradísarströndinni sem er fjóra og hálfan kílómetra frá bænum.

Ítalía

Capocotta – Það eru fleiri en bara sumarhúsagestir Berlusconi sem þykir gott að ganga um naktir í ítalskri nátturu. Í meira en þrjátíu ár hefur þessi strönd, suður af Róm, laðað til sín þennan hóp fólks. Um aldamótin ákváðu yfirvöld að afmarka þann hluta strandarinnar þar sem sólböð án klæða eru leyfð.

Lido de Alberoni – Ekki svo langt frá túristaörtröðinni í miðborg Feneyja liggur þessi nektranýlenda við Lido di Venedig ströndina. Þangað kemst fólk með því að taka bát úr miðbænum og svo strætó.

NÆSTA SÍÐA: NEKTARSTRENDUR Í KRÓATÍU OG SPÁNI

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …