Samfélagsmiðlar

Útspil ríkisstjórnarinnar var bráðnauðsynlegt

Í byrjun vikunnar hvatti Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka, stjórnvöld til að styðja við ferðaþjónustufyrirtæki með mun afgerandi hætti en boðað hafði verið. Ríkisstjórnin kynnti svo nýjan aðgerðapakka á miðvikudaginn. Kristrún segir innihald hans vera gott dæmi um beinan fjárstuðning sem margborgi sig og nú sé sjá hvort ríkið ætli að auka stuðninginn enn frekar.

„Það er enginn að tala um ferðaþjónustu í óbreyttri mynd eftir þetta ástand því það er ekki séns að veikburða fyrirtæki standi þetta af sér," segir Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka.

Aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar vegna kórónaveirukrísunnar í síðustu viku var gagnrýndur harðlega af forsvarsfólki ferðaþjónustufyrirtækja sem taldi of lítið gert til aðstoðar við greinina. Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka, tók undir gagnrýnina, bæði á Sprengisandi og í Kastljósi, og færði rök fyrir því að fjárstyrkir til ferðaþjónustufyrirtækja, í stað lánveitinga, myndu bjarga mörgum frá gjaldþroti nú í lok mánaðar.

Á miðvikudag kynntu ráðamenn svo nýjar aðgerðir sem létta undir með fyrirtækjum sem þurfa að segja upp starfsfólki við núverandi aðstæður. Aðspurð hvort hún telji þetta útspil ríkisstjórnarinnar nægja þá segir Kristrún að hún telji þetta mjög gott dæmi um hvernig beinn fjárstuðningur, á tímum sem þessum, nettast að miklu leyti út hjá ríkinu og margborgar sig þess vegna.

„Mörg fyrirtæki stefndu í vikunni í þrot við það eitt að segja upp starfsfólki þar sem þau höfðu ekki svigrúm til að greiða uppsagnarfrest. Þegar félag fer í þrot og getur ekki greitt slíkan frest fellur það á Ábyrgðasjóð launa og þar með ríkissjóð. Á móti fær sjóðurinn kröfu á félagið, en það er ólíklegt að mikið hefði fengist út úr þeim kröfum. Þetta var þess vegna bráðnauðsynlegt útspil,“ segir Kristrún.

Hún bætir við að nú sé að bíða og sjá hvort ríkið sjái sér hag í því að veita frekari styrki til að styðja við fastan kostnað fyrirtækja sem verða fyrir miklu tekjutapi. Vilji stjórnvalda til þess mun koma í ljós á næstu vikum.

„Slíkir styrkir jafngilda ekki töpuðum pening fyrir ríkið, þvert á móti eins og útspilið í fyrradag sýndi. Þetta fjármagn hringsólar í kerfinu, gerir fyrirtækjum kleift að sinna greiðslum svo sem leigu, fasteignagjöldum til sveitarfélaga og öðrum föstum kostnaði. Stór hluti af þessu fjármagni skattleggur ríkið aftur til sín með einum eða öðrum hætti og á móti smitar vandi fyrirtækja ekki út frá sér um of. Vangoldnar greiðslur í óþarflega miklum mæli geta undið upp á sig enda margir í viðskiptum við þau félög sem eru að verða fyrir miklu tekjutapi í dag. Vissulega er ekki hægt að halda fyrirtækjum á floti að eilífu en spurningin er hvort það sé þess virði að kaupa sér smá tíma.“

Kristrún ítrekar það sem hún hefur áður sagt að svona styrkir eru engin töfralausn. Það verði gjaldþrot í greininni og fyrirtæki þurfi að fara í endurskipulagningu. „Þau sem voru veik fyrir munu eiga erfitt með að halda sér á floti þó svo uppsagnafrestur sé greiddur fyrir þau og eins hluti af föstum kostnaði. En peningunum sem veitt yrði til þeirra myndu ekki tapast. Þeir færu í greiðslu á gjöldum, reikningum og yrðu að hluta til eftir í þrotabúinu. Allt þetta heldur eftirspurn í hagkerfinu gangandi og dregur þar af leiðandi úr tekjutapi ríkisins,“ segir Kristrún.

Hún telur að áhyggjur fólks eiga frekar snúast að því hvort sterku félögin veikist og hvernig eigi að styrkja þau og gera þeim kleift að taka þátt í viðspyrnunni þegar að því kemur.

„Í venjulegri hagsveiflu gerast hlutirnir hægar og þá er meiri tími til að skilja fyrirtæki að. Í núverandi aðstæðum geta mjög heilbrigð félög lent í verulegum vandræðum á skömmum tíma og hættan er að þau fari í þrot á meðan reynt er að skilja sterku félögin frá þeim veiku við veitingu fjármagns,“ bendir Kristrún á.

Samkvæmt nýrri úttekt KPMG og Ferðamálastofu þá var árið 2016 líklega besta rekstrarár í sögu íslenskrar ferðaþjónustu en síðan þá hefur skuldsetning aukist verulega en tekjurnar vaxið minna. Er rétt að mati Kristrúnar að styðja við ferðaþjónustufyrirtæki með frekari aðgerðum þrátt fyrir versnandi stöðu greinarinnar síðustu þrjú ár? „Það er enginn að tala um ferðaþjónustu í óbreyttri mynd eftir þetta ástand því það er ekki séns að veikburða fyrirtæki standi þetta af sér,“ segir Kristrún að lokum.


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar virkilega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómetanlegt ef þú myndir leggja útgáfunni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …