Samfélagsmiðlar

Ferðamarkaðir í Asíu taka við sér

Bandaríkjamenn sýna Asíuferðum mikinn og vaxandi áhuga. Það hjálpar að dollarinn er sterkur. Flugferðir eru hinsvegar dýrar og jafnvel vandfundnar.

Engir vestrænir túristar á Kínamúrnum þetta árið.

Ekki er lengur hægt að tala um að Asíumarkaðurin sé harðlæstur ferðafólki. Kína er vissulega lokað og munar um minna en Japan er að opnast betur í október. Haft er eftir sölustjóra ferðaskrifstofunnar Kensington Tours í The New York Times að mánaðarleg sala Asíuferða sé 80 prósentum meiri en á sama tíma árið 2019 og því sé óhætt að segja að eyðimerkugöngu ferðaskipuleggjenda sem hófst með kórónafaraldrinum sé lokið. Fólk bóki í ferðir til Tælands þrátt fyrir regntímann, líka til Kóreu, Víetnams – og hoppi á síðustu stundu í flug til Indlands. Auðvitað ber markaðsstjóri á ferðaskrifstofu sig vel en óhætt er að segja að merki séu um að nú fari að sjá fyrir endann á tveggja ára ferðakreppu í Asíu. Töluvert vantar þó upp á að markaðsaðstæður séu orðnar viðlíka þeim sem voru fyrir heimsfaraldurinn.

Verð á flugmiðum milli Bandaríkjanna og Asíulanda er 50 prósentum hærra nú en árið 2019 þegar nægt framboð var á ódýrum flugferðum. Þar sem Kína er enn lokað land, ekkert flogið til Sjanghæ, Taipei eða Beijing, hefur dregið mjög úr verðsamkeppni í Asíu. Það vantar markaðshvatana sem sáu til þess að verðið héldist lágt. The New York Times vitnar í greiningafyrirtækið Cirium sem fundið hefur út að áætlunarferðir milli Bandaríkjanna og Asíu voru 54 prósentum færri í ágúst síðastliðnum en í sama mánuði 2019. Viðskiptatengdar flugferðir milli Bandaríkjanna og Kína héldu mjög niðri verði á Asíuflugi almennt. Fólk gat nýtt sér ódýrt flug til Beijing og flogið þaðan til Hanoí eða Balí. Nú er þessi tenging ekki í boði. Blaðið hefur eftir Scott Keyes sem sérhæfir sig í að finna ódýrustu flugferðirnar hverju sinni að nú sé maður heppinn að sleppa með að borga 30 til 40 prósentum meira fyrir flugmiðann en 2019 og að ekki séu líkur á að þetta breytist fyrr en Kínamarkaðurinn opnist að nýju.

Ein afleiðing af minna framboði flugferða á bærilegu verði til Asíu er sú að verð fyrir gistingu og þjónustu á jörðu niðri hefur lækkað. Margir bítast um færri viðskiptavini. Almennt er sagt að hótelverðið sé sjö prósentum lægra en 2019 og nóg sé af hótelherbergjum fyrir innan við 100 dollara nóttin í Kambódíu, Laos, Malæsíu, Tælandi, Indlandi, Víetnam og á Filippseyjum.

Svo eru það siglingar skemmtiferðaskipanna, sem ýmsir hafa nýtt sem hagkvæma leið til að heimsækja mörg Asíulönd í einni ferð. Vegna heimsfaraldursins og lokana af hans völdum hafa mörg skipafélaganna frestað Asíuferðum fram á næsta ár – mörg bjóða Asíuferðir í fyrsta lagi um haustið 2023.

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …