Samfélagsmiðlar

Þýska Lufthansa vill kaupa hlut í ítalska ITA

Lufthansa hefur tilkynnt um áhuga á að kaupa minnihluta í ítalska flugfélaginu ITA og bjarga þar með þessum arftaka þjóðarflugfélagsins Alitalia frá falli. Þessi hlutur er talinn kosta um 300 milljónir evra. Fjármálaráðherra Ítalíu segir tilboðið hið eina sem borist hafi og það verði nú tekið til skoðunar.

ITA

Vél ITA-flugfélagsins

Ríkisflugfélagið Alitalia var einkavætt árið 2009 en ekki tókst að koma rekstri þess í sæmilegt horf og fékk ítalska ríkið það aftur í fangið 2020. Ári síðar hætti það rekstri. Eftir árangurslausar samningaviðræður við Delta, EasyJet og fleiri voru eignir færðar yfir í nýtt félag í eigu ríkisins, Italia Trasporto Aereo, eða ITA-flugfélagið, sem hefur haldið uppi áætlunarflugi til um 60 áfangastaða.

Heimsfaraldur geisaði og reksturinn gekk brösulega. Ítalska ríkið dældi peningum í ITA en ekki hefur tekist að snúa taprekstrinum við í harðri samkeppni við félög á borð við Ryanair og Wizz. Nú virðast Þjóðverjarnir einir geta bjargað ITA.

Bætist ITA í hópinn hjá Lufthansa?

Carsten Spohr, forstjóri Lufthansa, greindi frá því í gær að félagið hefði lýst áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ITA og bjarga því þar með frá falli. Ekki var greint frá því hversu mikið Þjóðverjarnir væru tilbúnir að greiða fyrir hlutinn en ítalskir fjölmiðlar hafa nefnt um 300 milljónir evra. Það þýðir að markaðsvirði ITA er aðeins um 750 milljónir evra. Fyrir ári gerði þýska skipafélagið MSC tilboð í ITA í ótilgreindan hlut fyrir um 1,2 milljarða evra en dró síðan tilboðið til baka eftir nokkurt þref. Einkavæðing ITA hélt áfram að vera einn helsti höfuðverkur ítalskra stjórnvalda, sem hafa á síðustu árum sett háar fjárhæðir í flugrekstur landsins, samtals um 10 milljarða evra – fyrst í gegnum Alitalia og á síðustu misserum í ITA-félagið.

Lufthansa á fyrir nokkur evrópsk dótturfélög sem sinna áætlunarflugi. Nægir þar að nefna Austrian Airlines, Swiss International Air Lines og Brussels Airlines. Nú sjá Carsten Spohr og félagar tækifæri til að styrkja tökin á ítalska markaðnum, sem þeir hafa mikla trú á, og tengja áfangastaði á Ítalíu við alþjóðlegt flugnet Lufthansa.

Eftir á að koma í ljós hvort hægristjórn Giorgia Meloni kyngir ítalska þjóðernisstoltinu og samþykkir útrétta hönd Þjóðverja – eða hvort beðið verður eftir einhverjum sem bjóði betur. Biðin gæti orðið ítölskum skattgreiðendum dýr.

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …