Samfélagsmiðlar

Gasið á útleið

Bandarísk stjórnvöld hugleiða að banna gaseldavélar en þær má finna á um þriðjungi heimila í landinu. Ástæðan er sú að að sýnt hefur verið fram á tengsl aukinnar tíðni asma og annarra öndunarfærasjúkdóma við loftmengun frá gaseldavélum innanhúss.

Gaseldun

Neytendaöryggisstofnun Bandaríkjanna (The U.S. Consumer Product Safety Commission – CPSC), sem ákveður öryggisstaðla og getur bannað vörur sem uppfylla ekki kröfur um öryggi neytenda, er að skoða hvernig bregðast eigi við áhrifum gaseldavéla á loftgæði heimila, samkvæmt því sem segir í nýjasta hefti tímaritsins Time. Vísað er þar til Twitter-færslu yfirmanns CPSC frá í janúar þar sem fullyrt er að frá gaseldavélum geti stafað hætta vegna eitraðra loftteguna – jafnvel þegar þær eru ekki í notkun – og að stofnunin skoði möguleg viðbrögð með breytingum á reglum.

MYND: Unsplash / Jason Briscoe

Þessar fréttir vöktu töluverða athygli og var ítrekað af hálfu CPSC að ekki væri verið að boða skyndilega stefnubreytingu, málið þyrfti nákvæma skoðun sem tæki tíma. Ekki stæði til að fara inn á heimili fólks og sækja þangað gaseldavélar heldur yrði nýjum reglum frekar beint að framleiðendum. Í framtíðinni væru þá hugsanlega gerðar kröfur um að ný híbýli væru búin rafmagnseldavélum eða mjög afskastamikilli loftræstingu. 

Umræður um áhrif gaseldunar á heilsufar eru ekki nýjar af nálinni. Fyrir nærri hálfri öld gerðu vísindamenn í Bretlandi könnun sem náði til um 5.000 barna og leiddi hún í ljós að tengsl voru á milli asma og gaseldunar. Niðurstöður nýrrar könnunar voru síðan birtar í desember síðastliðinn í International Journal of Environmental Research and Public Health þar sem ljós kemur að 12% tilvika um asma í bandarískum börnum má rekja til notkunar gaseldavéla á heimilum þeirra. Þau sem eru fyrir með sjúkdóminn eru að sjálfsögðu næmust fyrir áhrifum frá gasbrunanum. 

MYND: Unsplash / Janko Ferlic

Þessar upplýsingar um áhrif gaseldavéla snerta líka kröfuna um jafna stöðu fólks óháð húðlit og uppruna því vitað er að börn af afrískum uppruna eru þrefalt líklegri en hvítir jafnaldrar til að þjást af asma. Veigamikill þáttur í því að minnka neikvæð áhrif gaseldunar er auðvitað að bæta hreinsibúnað og loftræstingu í eldhúsum. En þannig aðgerðir eru ekki á færi þeirra efnaminnstu. 

Meðal þess sem fylgir efnahagsáætlun Bandaríkjaforseta í baráttunni gegn verðbólgu er að allir eiga nú kost á að skipta út gaseldavél fyrir rafmagnseldavél og fá kostnað metinn til skattafrádráttar. Það eru nefnilega ekki aðeins heilsufarsleg rök sem mæla gegn gaseldun heldur er þar um að ræða mikilvægt skref í umhverfismálum – að minnka losun frá brennslu á gasi. Það er einmitt meðal helstu stefnumiða stjórnar Biden, forseta: Að knýja fram breytingar og tækniþróun sem gagnist bæði atvinnulífinu og minnki kolefnisspor. 

Þetta er hinsvegar viðkvæmt mál í veitingageiranum – sérstaklega fyrir ímynd listakokksins. Agjört bann við notkun á gaseldavélum myndi nánast gera út af við eldamennsku sem byggist á snöggum, mjög heitum bruna. Aðrir benda á að gaseldun eigi sér í raun ekki mjög langa sögu í eldhúsum veitingahúsa, eða annars staðar. Sagan nái aðeins um eina öld aftur í tímann. Áður var eldað á vélum sem brenndu kolum, viði – eða mó. En gasið er enn stöðutákn, hluti ímyndar snjalla kokksins. Nú er hugsanlega komið að því að breyta þurfi þeirri ímynd – í þágu umhverfisins og heilsu fólks.  

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …