Samfélagsmiðlar

Borga nú þegar milljarða króna fyrir losunarheimildir

Evrópusambandið tók upp viðskiptakerfi með losunarheimildir fyrir flug árið 2012. Síðan þá hefur verðið á mengunargjaldinu tuttugufaldast. Íslenskum stjórnvöldum hugnast ekki boðaðar breytingar á kerfinu.

Í fyrra greiddu íslensku flugfélögin um 60 milljarða fyrir þotueldsneyti. Nú hefur verð að olíu fallið en kostnaðurinn við losunarheimildir hækkar aftur á móti umtalsvert.

Markaðsvirði þeirra losunarheimilda sem Icelandair fær úthlutað endurgjaldslaust í ár er um 2,4 milljarðar króna í dag. Play þarf að borga fyrir alla sína mengun en á því verður breyting á næsta ári. Þessar fríu heimildir heyra sögunni til í síðasta lagi árið 2027 .

Sú niðurfelling er hluti af áætlun Evrópusambandsins um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í Evrópu og hafa íslensk stjórnvöld reynt að vekja athygli forsvarsfólks Evrópusambandsins á að þessar breytingar muni hafa mjög neikvæð áhrif á samgöngur til og frá Íslandi. Verð á flugi héðan muni hækka meira en annars staðar í Evrópu og eins veiki breytingin til muna samkeppnisstöðu íslenskra flugfélaga á markaðnum fyrir ferðir milli Evrópu og Norður-Ameríku.

Í svarbréfi Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, er bent á að þessar breytingar, sem Evrópuþingið samþykkti í desember sl., séu aðeins aðlögun á núverandi viðskiptakerfi með losunarheimildir.

Sænski flugvélaframleiðandinn Heart vinnur í samtarfi við flugfélög, þar á meðal Icelandair, að þróun rafvéla sem gætu hentað í innanlandsflug.

Það kerfi var tekið upp árið 2012 og þá var kostnaður flugfélaganna við kaup á viðbótar losunarheimildum lítill. Hver heimild kostaði innan við fimm evrur en hefur síðan þá tuttugufaldast enda fór markaðsverðið í fyrsta sinn yfir 100 evrur á eininguna nú í febrúar.

Í dag er einingarverðið 94 evrur en var rétt um 25 evrur fyrir fimm árum. Þá var kostnaðurinn við að kaupa losunarheimildir samt farinn að vega þungt í rekstri flugfélaga. Í ársskýrslu Icelandair 2018 er sagt að verðhækkanir á losunarheimildum kalli á aukið eftirlit með þessum kostnaðarlið.

Hvorki Icelandair né Play veita upplýsingar í uppgjörum sínum eða ársskýrslum um hversu mikið félögin greiða í losunarheimildir. Túristi kemur líka að tómum kofanum þegar spurt er hversu mikið var greitt fyrir losunarheimildir í fyrra.

Það má samt ljóst vera að kostnaðurinn nemur milljörðum króna og verður ennþá hærri í ár. Ekki eingöngu vegna hækkandi markaðsverðs heldur fyrst og fremst vegna aukinnar flugumferðar og þar með meiri mengunar.

Icelandair fær reyndar úthlutaðar 174 þúsund einingar endurgjaldslaust í ár og er markaðsvirði þeirra í dag um 2,4 milljarðar króna. Gera má ráð fyrir að þessar fríheimildir dekki sem fyrr ríflega þriðjung af losuninni og Icelandair þarf því að greiða 3,5 til 4 milljarða fyrir umfram losunarheimildir í ár.

Hjá Play gæti kostnaðurinn í ár orðið um 2,0 til 2,5 milljarðar króna miðað við flugáætlun félagsins. Frá og með næstu áramótum fær Play í fyrsta sinn losunarheimildir endurgjaldslaust. Þær verða þó ekki eins margar og þær hefðu orðið í óbreyttu kerfi.

Nú er stefnt að því að draga jafnt og þétt úr vægi endurgjaldslausu eininganna. Frá og með ársbyrjun 2027 eiga þær að heyra sögunni til og þá verða evrópsk flugfélög að standa skil á allri sinni losun.

Um leið er lagt til að losunarheimildum á markaðnum verði fækkað um fjóra af hundraði og því viðbúið að verðið hækki enn frekar.

Icelandair og IðunnH2 hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup flugfélagsins á allt að 45 þúsund tonnum á ári af innlendu, sjálfbæru flugvélaeldsneyti frá árinu 2028 sem framleiða á í Helguvík í Reykjanesbæ.

Til viðbótar við þessar breytingar verður krafan um íblöndun flugvélaeldsneytis með vistvænu eldsneyti, SAF, aukin jafnt og þétt ár frá ári. Í dag er framleiðsla á þess háttar eldsneyti skammt á veg komin en nánast vikulega senda vestræn flugfélög frá sér fréttatilkynningar þar sem sagt er frá samningum um þróun eða kaup á því.

Í fyrrnefndu svarbréfi Ursulu von der Leyen til Katrínar Jakobsdóttur er einmitt bent á tækifærin sem blasa við Íslandi þegar kemur að framleiðslu á vistvænu eldsneyti.

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …