Samfélagsmiðlar

„Maður sýnir ekki plan B“

„Þetta er eitt mikilvægasta mál sem Ísland stendur frammi fyrir," sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra, í Brussel í morgun um boðaðar breytingar á viðskiptakerfi með losunarheimildir frá flugi. Hún er vongóð um að tekið verði tillit til hagsmuna Íslands en vill ekkert segja hvaða afleiðingar það hefði á stöðu Íslands innan EES ef breytingar nást ekki fram.

Lilja í Brussel

Lilja Dögg Alfreðsdóttir á fundi Airlines4Europe í morgun.

Evrópuþingið samþykkti í lok síðasta árs auknar álögur á losun frá flugi. Íslensk stjórnvöld hafa síðustu misseri reynt að að hafa áhrif á þessar breytingar þar sem þær munu leggja þyngri byrðar á íslensk flugfélög en önnur evrópsk. Ástæðan er meðal annars sú að rekstur Icelandair, Play og Keflavíkurflugvallar byggist á tengiflugi milli Evrópu og Norður-Ameríku.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, kom inn á þessa stöðu í pallborðsumræðum á fundi evrópskra flugfélaga í Brussel í dag. Túristi var á fundinum og ræddi við ráðherra að honum loknum.

„Við viljum taka þátt í því að gera flugiðnaðinn grænni og þegar við skoðum hvað er að gerast þá eru vélarnar sem Icelandair og fleiri eru að nota sparneytnari og losa minna. Álagning á íslensku flugfélögin verður mun meiri en til að mynda á flugi til og frá tengimiðstöðinni í Frankfurt. Það virðist vera mikill skilningur á því að við viljum taka þátt í þessari vegferð – en að það sé búin til lausn sem tekur mið af ríki sem getur ekki nýtt járnbrautir. Eina leiðin til að fara fram og til baka frá Íslandi er með flugi. Ég er nokkuð vongóð um að það sé að skapast ríkari skilningur fyrir þessari sérstöðu okkar. Þessi samtöl ganga vel,” sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir í Brussel í dag að loknum fundi hagsmunasamtaka evrópskra flugfélaga.

Þið hafið ekki langan tíma? Það þarf að ganga frá þessu á næstu mánuðum enda ganga nýju reglurnar í gildi um næstu áramót. Það hefur komið fram í máli utanríkisráðherra að það komi ekki til greina að hleypa þessum reglum óbreyttum inn í EES samninginn. Hvaða afleiðingar hefði það að samþykkja þetta ekki?

„Ég tel að við nálgumst lausn á þessu: Að miðað verði við fjarlægðina, flug til Íslands er að jafnaði 2.200 km en 850 km milli annarra landa í Evrópu að meðaltali. Ég myndi telja skynsamlegt að koma með leið sem tekur mið af fjarlægðinni og samkeppnishæfni flugfélaganna verði jöfnuð út frá því.” 

Það hefur samt ekki tekist að koma þessari leið að hingað til og nú er Evrópuþingið búið að samþykkja breyttar reglur.

„Núna erum við að fara í þetta á vettvangi EES og við munum koma með tillögu sem miðar að því að verja okkar þjóðarhagsmuni. Þetta er eitt mikilvægasta mál sem Ísland stendur frammi fyrir. Um 14 prósent af landsframleiðslu tengist flugiðnaði og 30 prósent af gjaldeyristekjunum. Þannig að við munum ekki geta unað við þessa útfærslu en ég er vongóð um að það komi til breytingar.”

Morgunsól í mars á Keflavíkurflugvelli – MYND: ÓJ

Er Ísland samt ekki komið upp við vegg úr því að ferlið er komið þetta langt innan ESB?

„Ég er sannfærð um að það verði fundin farsæl lausn.”

Eruð þið með plan B – ef ekki finnst viðunandi lausn ?

„Já, það er alltaf plan B. Maður sýnir ekki plan B.”

Ef Ísland beitir neitunarvaldi er þá ekki hætta á að við missum rétt til frjálsra vöru- og fólksflutninga innan Evrópu?

„Ég tel að við þurfum að berjast fyrir hagsmunum lands og þjóðar eins og stjórnvöld á Íslandi gera ævinlega. Við leggjum mikla áherslu á fjórfrelsið í EES-samningnum og það er ekki svo að það sé ekki skilningur á efnahagslegu mikilvægi málsins. Núna erum við að fara inn í þátt EES og erum í samtölum og viðræðum. Ég ítreka að þau viðbrögð sem við höfum fengið, til að mynda á fundum hér í Brussel morgun, eru góð.”

Flugvélar á Keflavíkurflugvelli – MYND: ÓJ

Málið er samt ekki nýtilkomið á dagskrá og Ísland hefur ekki fengið sínu framgengt hingað til. En þú átt von á að það breytist núna á síðustu metrunum?

„Já.”

Er þetta mál það stórt að það er þess virði að leggja EES-samninginn í hættu?

Þetta er það stórt mál að við getum ekki unað við stöðuna eins og hún er.

Ef við fáum ekki okkar framgengt, hvað þá?

„Ég ætla ekki að fara í svona spekúlasjónir.”

En þið hljótið að hafa velt því fyrir ykkur?

„Að sjálfsögðu erum við að gera það. Ég get ekki farið yfir það. Ég er bara að segja að við getum ekki unað við stöðuna eins og hún er og erum að mæta skilningi á þeim sjónarmiðum. Ég átti mjög góðan fund hér í morgun og forsætisráðherra hefur rætt við Olaf Scholz, Þýskalandskanslara, og Ursulu von der Leyen, forseta Framkvæmdastjórnar ESB. Sendiráðið er á fullu í hagsmunagæslu fyrir okkur þannig að spyrjum að leikslokum. Við erum alla vega að vinna okkar heimavinnu.”

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …