Samfélagsmiðlar

Svona pirra ferðamenn Lundúnabúa

Aðkomufólk sem kann ekki að standa í biðröð og er sífellt að taka myndir reynir á þolinmæði borgarbúa í London.

Blaðamenn breska blaðsins Telegraph láta túrista stundum fara í taugarnar á sér. En taka rendar fram að þeim þyki vænt um að fólk heimsæki borgina.

Þetta eru þau atriði sem pirra íbúa bresku höfuðborgarinnar mest í fari ferðamanna samkvæmt Telegraph:

Stórir bakpokar á troðfullum lestarstöðvum
Sá sem ber tuttugu kílóa bakpoka á öxlunum áttar sig sjaldnast á að hann tekur meira pláss en venjulega. Saklausir borgarar fá hitabrúsa í andlitið og tjalddýnu í hnakkann í hvert skipti sem bakpokafólkið snýr sér við á lestarstöðvunum.

Standa kyrr í rúllustiga
Vinstri hluti stigans er bara fyrir þá sem vilja labba. Hinir standa hægra megin. Einfalt, en samt klikka svo margir ferðamenn á þessu.

Ferðatöskur með hjólum í mannfjölda

Líkt og bakpokaferðalangarnir þá fattar fólkið með hjólatöskurnar ekki að það er þrisvar sinnum breiðara með tösku en án hennar. Það er því ekki óalgent að fólk stoppi alla gangandi umferð á stóru svæði í kringum sig þegar það dregur farangurinn á eftir sér.

Reyna að skanna pappírsmiða

Þeir sem nota almenningssamgöngur í London dagsdaglega nota svokölluð Oysters kort sem þeir skanna til að komst í gegnum hliðin á lestarstöðvunum. Því miður þá reyna alltof margir ferðamenn, árangurslaust, að skanna pappírsmiðana sína og gefast ekki upp fyrr en eftir nokkrar tilraunir, Á meðan myndast biðröð við hliðin.

Láta mynda síg á Abbey Road gangbrautinni
Blaðamenn Telegraph skilja ekki hvernig bílstjórar í nágrenni við Bítlastúdíóið halda sönsum með alla þessa ferðamenn í stellingum á miðri götunni.

Snarstoppa í fólksmergð
Í verslunarmiðstöðvum og lestarstöðvum lendir fólk í árekstri þegar ferðamaður stoppar skyndilega.

Rölta um og virða borgina fyrir sér
Eina ástæðan fyrir því að þetta fer í taugarnar á íbúunum er að þeir hafa ekki tíma til þess.

Biðja vegfarendur að taka myndir af sér
Heimamenn eru venjulega allir á hraðferð og hafa ekki tíma en verða engu að síður við beiðninni.

Fara á Portobello markaðinn þegar hann er lokaður
Lundúnabúar hafa komist yfir vonbrigðin með opnunartíma markaðarins en ferðamenn eru hissa á að básarnir eru lokaðir klukkan átta á mánudagsmorgnum.

Taka myndir af öllu rauðu símaklefunum

Íbúarnir sjá ekki sjarmann í þessum illa lyktandi klefum með öllu klúrnu auglýsingunum.

Reyna að trufla lífverði drottningarinnar
Leyfið aumingjans mönnunum bara að vinna vinnuna sína í friði eru skilaboð heimamanna til túrista.

Stíga um borð í lest áður en allir eru farnir út

Þeir sem ætla inn eiga að standa í biðröð þangað til að allir eru komnir út úr lestinni.

Hópar af skólahópum sem taka alla gangstéttina

Krakkarnir víkja of seint fyrir öðrum vegfarendum.

Endalausar myndatökur við þekktustu ferðamannastaðina
Heimamenn komast ekki leiðar sinnar vegna ljósmyndadellunnar.

NÝJAR GREINAR: Hvar þykir heimamönnum brönsinn bestur?

Mynd: Visit London

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …