Samfélagsmiðlar

Grikkland að hætti Egils

Áhugi fjölmiðlamannsins Egils Helgasonar á Grikklandi er flestum kunnur. Hann deilir hér með lesendum uppáhaldsstöðunum sínum og gefur þeim sem vilja kynnast landinu að eigin raun góð ráð.

„Ég hef aðallega haldið mig á Krít og eyjunum sem nefnast Kyklades. Krít er paradís, ekki bara vegna veðursældar og náttúrufars, heldur eru Krítverjar sérlega skemmtilegt og glettið fólk. Það er gott fyrir þá sem eru að byrja að kynnast Grikklandi að fara til Krítar. Þá mæli ég með borginni Hania sem er vestast á eyjunni, það er gamall, notalegur og sérlega fallegur bær. Frá Hania er auðvelt að komast á góðar strendur, upp í fjöll og út í náttúruna. Krítverjar eru mjög tengdir landi sínu og margir íbúar Hania eiga ólífutré eða aldingarða úti í sveit – oft í þorpunum þaðan sem þeir eru upprunnir.“

Skyldustopp á Santorini

„Kyklades eða Hringeyjarnar eru margar og fjölbreyttar. Þær eru fremur gróðursnauðar og vindafar tryggir að þær eru heldur svalar á sumrin. Bæir eru fullir af hvítkölkuðum húsum í gömlum stíl, hvítir og bláir litir eru allsráðandi. Mykonos er staður sem er fullur af fjöri, verslunum og næturlífi, en á Santorini standa bæirnir efst uppi á klettabrún og horfa yfir á stóran eldgíg. Santorini er eitt helsta náttúruundur í heimi og laðar til sín milljónir ferðamanna á ári. Þetta eru staðir sem maður verður að sjá, en ég ráðlegg engum að dvelja lengi á Santorini eða Mykonos, erillinn er of mikill og verðlagið of hátt.“

Góður matur og stórar baðstrendur

Uppáhaldseyjar Egils eru ólíkar Santorini og Mykonos. „Naxos er stór eyja, á henni er ágætur vatnsbúskapur og hún er því grónari en margar eyjarnar í kring – minnir nokkuð á Krít. Á eyjunni er mikill landbúnaður og fiskveiðar, þannig að ferðamennskan verður ekki yfirþyrmandi. Þarna er að finna stórar sandstrendur sem eru einhverjar þær bestu í Grikklandi, og aðalbærinn á eyjunni, sem er á stærð við Akureyri, er fullur af góðum veitingastöðum. Óvíða í Grikklandi borðar maður betur en á Naxos.“

„Amorgos er afskekkt eyja og hrjóstrug. Á henni er einstakt, nánast dulúðugt, andrúmsloft. Aðalbærinn á eyjunni er lengst innanlands, uppi á fjalli, og er oft sveipaður þoku, jafnvel á sumrin. Þarna er einstaklega fallegt klaustur sem er byggt utan í klettavegg og hefur verið í næstum þúsund ár. Folegandros er lítil eyja og ekki sérlega fjölsótt. Bærinn þar er einn sá fallegasti á Hringeyjunum, húsin eru hvítkölkuð og einstaklega vel varðveitt. Engir bílar geta ekið inn í bæinn – sem er mikill kostur. Þetta er frábær staður til að vera í næði – í burtu frá ys og þys veraldarinnar. Það er eins og tíminn líði öðruvísi á svona stað – þarna er enn að finna bændur sem nota asna við störf sín.“

Höfuðborgin vex í áliti

„Til Aþenu hef ég komið mörgum sinnum og smátt og smátt hef ég farið að kunna vel við mig þar. Þótt hún standi á gömlum merg er Aþena að miklu leyti nokkuð ung borg. Samgöngur í henni bötnuðu mikið eftir Ólympíuleikana 2004. Fyrir utan Akropolis, hið glæsilega nýja Akropolis-safn og aðrar fornminjar eru býsna skemmtileg hverfi í borginni – Plaka og Monastiraki sem eru næst Akropolis, Kolonaki sem er mikið verslunar og kaffihúsahverfi og Psirri sem er hverfi þar sem ungt fólk heldur mikið til – það er eins og að koma í fuglabjarg að fara þangað á kvöldin.“

Ekki nauðsynlegt að bóka gistingu fyrirfram

„Það er auðvelt að finna flug til Krítar frá Norðurlöndunum, Bretlandi eða Þýskalandi. Til eyjanna er auðveldast að komast með því að fljúga annað hvort til Aþenu og taka flug eða ferju þaðan, en einnig er hægt að finna flug frá sumum evrópskum borgum, til dæmis Berlín, beint til Santorini eða Mykonos. Það er tilvalið að skoða eins og þrjár eyjur í einni ferð – maður þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af því að bóka hótel eða herbergi.“

 

HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á gistingu í Aþenu, Santorini, Krít og Mykonos
TENGDAR GREINAR: Grikkir reyna íslensku aðferðina

 

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …