Samfélagsmiðlar

Flottustu flugstöðvarnar

Fyrstu kynni geta skipt sköpum og flugstöðvar eru sá staður sem langflestir ferðamenn koma fyrst á í nýju landi. Sem betur fer leggja margar þjóðir mikið upp úr því að taka vel á móti gestum sínum og hafa þvi byggt glæsileg mannvirki utan um flugvallarstarfssemina. Ferðatímaritið Travel + Leisure kallaði nýverið til sín sérfræðinga til að fá úr því skorið hvaða flugstöðvar í heimi væru best heppnaðar.

Þessar flugstöðvar byggingar þóttu bera af:

Terminal 3, Pekingflugvelli, Kína: Þessi þriggja kílómetra langa bygging sækir form sitt til dreka og var tekinn í notkun fyrir ólympíuleikanna í borginni árið 2008. Flugstöðin er hugsuð sem einskonar hlið að alþýðulýðveldinu Kína. 

Terminal 4, Barajas flugvelli í Madríd, Spáni: Þau í Madrid eiga sér þann draum að Barajas verði sá flugvöllur í Evrópu sem flestir fara um. Loftið er þakið bambusviði sem gerir bygginguna mjög hlýlega. Þetta er heimavöllur Iberia flugfélagsins.

Kansai, Osaka, Japan: Osakaflugvöllur var lengi vel stærsti flugvöllur heims í farþegum talið. Flugstöðvarbyggingin er eins og rör í laginu með mjög stórum gluggum. Pompidou safnið í París er hannað af sama arkitekt, Renzo Piano.

TWA álman á JFK flugvelli, New York, Bandaríkjunum: Um þennan hluta JFK flugvallar hefur enginn farþegi farið í næstum áratug. Það styttist þó í að þessi nærri fimmtíu ára bygging verði tekin í gagnið á nýjan leik. 

Sondika, Bilbao, Spáni: Flugstöðin gengur undir nafninu dúfan því útlit hennar þykir minna á fugl. Dagsljósið hefur greiðan aðgang inn í gegnum glæsilegan og risavaxinn glugga.

Flugvöllurinn í Denver, Bandaríkjunum: Úr fjarska líkist þakið á flugstöðinni hvítum tjaldbúðum sem smellpassar við fjöllin sem mynda bakgrunninn þegar komið er að vellinum úr austurátt. Denver flugvöllur hefur margsinnis verið valinn besti sinnar tegundar í N-Ameríku af viðskiptaferðalöngum.

Incheonflugvöllur, S-Kóreu: Byggingin er hönnuð af þeim sama og átti heiðurinn að flugstöðinni í Denver. Incheon er þekktur fyrir það að vera mjög þægilegur flugvöllur þar sem þjónustan er góð og hlutirnir virka. 

Chep Lak Kok, Hong Kong: Arkitektastofa Norman Foster á heiðurinn að þessari byggingu líkt og flugstöðinni í Peking. Honum hefur ekki tekist eins vel upp í Hong Kong en á móti kemur að flugstöðin er mjög vel skipulögð og meira að segja þeir farþegar sem ganga um hana í svefnpillumóki geti auðveldlega fundið leiðina út.

Marrakech Menara, Marokkó: Frammúrskarandi gott dæmi um hvernig tekist hefur að sameina nútímalega og hefðbundna íslamska byggingarlist. Arabísk mynstur gefa stórkarlalegum byggingunum hlýju að sögn dómnefndarinnar.

Tempelhof, Berlín, Þýskalandi: Tignarleg bygging hönnuð af hirðarkitekt Hitlers, Albert Speer. Farþegar eru hættir að ganga um salina sem bráðlega munu ganga í endurnýjun lífdaga sem einskonar menningarmiðstöð í stórum almenningsgarði því unnið er að því að tyrfa flugbrautirnar. Flugumferð til og frá Berlín fer hér eftir í gegnum flugvellina Tegel og Schönefeld.

Malvinas Argentinas, Ushuaia, Argentínu: Syðsti alþjóðlegi flugvöllur heims þykir skarta mjög fallegri flugstöð. Farþegarnir eru á leið til og frá Patagóníu og Antarktíku.

Kuala Lumpur, Malasíu: Hér er sótt í íslamskar byggingahefðir og lofthæðin er mjög mikil.

Carrasco, Montevideo, Úrúgvæ: Einföld bogalaga bygging með björtum sölum sem minna á gamlar lestarstöðvar segir í áliti Travel+Leisure.

NÝTT: Höll krónprinsins öllum opin

MEIRA: Heimsins bestu gistiheimili

 
 
Aðrar myndir: Wiki commons

Share |

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …