Samfélagsmiðlar

Guðmundur Steingrímsson

HöfundurGuðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson

Guðmundur Steingrímsson

Guðmundur Steingrímsson, umhverfisfræðingur og heimspekingur, skrifar um umhverfis- og loftslagsmál. Hann er gamalreyndur blaðamaður, rithöfundur, tónlistarmaður, félagsmálafrömuður og fyrrverandi alþingismaður. Hann situr í stjórn Landverndar og stundar doktorsnám í umhverfis- og auðlindafræði.

Að meðaltali losar hver Íslendingur um það bil 12 tonn af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið á ári. Víða á netinu er hægt að kaupa kolefnisjöfnun á 12 tonnum fyrir 20 þúsund krónur eða svo. Þá er eðlilegt að margur spyrji: Ef fólk gerir þetta árlega, er fólk þá ekki bara í góðum málum? Gagnvart svona …

Sjálfbærnifulltrúar fyrirtækja og verkefnisstjórar í umhverfismálum, og aðrir starfsmenn með svipaða starfstitla, sinna sífellt mikilvægari og umfangsmeiri viðfangsefnum, enda eru umhverfismál — með tilheyrandi kolefnisbókhaldi, úrgangstölum og markmiðum um minni sóun —farin að spila stóra rullu í öllum rekstri.  Við stefnum á að taka hús á nokkrum slíkum starfskröftum á íslenskum vinnumarkaði á komandi vikum. …

„Það vantar fleiri loftslagsaktívista,“ segir Finnur Ricart Andrason forseti Ungra umhverfissinna. Ungir umhverfissinnar gáfu á dögunum út Handbók loftslagsaktívista, sneysafulla af fróðleik um loftslagsmál. Handbókin er rafræn og aðgengileg á netinu og er yfirlit yfir verkefnin sem blasa við í loftslagsmálum.er yfirlit yfir verkefnin sem blasa við í loftslagsmálum, og hvað þarf að gera til þess að …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þessar niðurstöður komu í ljós í könnun sem Jacques Delors-stofnunin gerði í mars í þessum löndum, en niðurstöðurnar fóru ekki mjög hátt fyrr en The Guardian gerði þær að umtalsefni á dögunum. Niðurstöðurnar þykja nefnilega athyglisverðar í ljósi þess að mikið hefur verið rætt um að bakslag hafi orðið í stuðningi almennings í Evrópu við aðgerðir í umhverfismálum. Könnunin …

Nú hefur loksins verið skorið úr um eitt mesta deilumál innan jarðfræðinnar á síðari tímum, nefnilega það hvort formlega megi kalla það tímabil jarðsögunnar sem við lifum núna mannöld, eða anthropocene. Um þetta hefur vísindasamfélagið rökrætt um árabil. Röksemdirnar fyrir því að kalla núverandi skeið mannöld hafa verið þau að maðurinn sé farinn að hafa …

Umhverfisstofnun Evrópu hefur sent frá sér greiningu á þeim áhættum sem felast í loftslagsbreytingum í álfunni, en samkvæmt mælingum er Evrópa sú álfa sem nú hitnar hraðast vegna gróðurhúsaáhrifa. Stofnunin hefur greint alls 36 tegundir af loftslagsógnum sem geta valdið usla í löndunum, þar á meðal á Íslandi. Margar þeirra eru þegar farnar að láta verulega að …

Að halda risastóran alþjóðlegan íþróttaviðburð er gríðarlegt verkefni. Borgir þurfa að geta tekið á móti þúsundum keppenda og milljónum áhorfenda, samgöngur þurfa að vera með besta móti, íþróttamannvirki uppá hið allra besta, og allur aðbúnaður óaðfinnanlegur.  Þegar svona verkefni blasir við er viðbúið að sjónarmið umhverfisverndar, hringrásarhagkerfis og kolefnisspors og þess háttar fjúki út um gluggann. …

Loftmengun hefur minnkað í Evrópu á síðustu 20 árum, samkvæmt nýrri spænskri rannsókn. Þrátt fyrir þetta sýnir rannsóknin líka að loftmengun víðast hvar í Evrópu er enn yfir heilsufarsmörkum.  Í rannsókninni, sem birtist í Nature, voru mengunartölur skoðaðar á 1.400 svæðum, innan 35 ríkja, þar sem 543 milljónir manns búa.  Þrátt fyrir að enn sé …

Útblástur gróðurhúsalofttegunda í Bretlandi hefur ekki verið minni síðan 1879, samkvæmt nýrri greiningu Carbon Brief. Bráðabirgðatölur benda til að útblástur í Bretlandi hafi minnkað um 5,7 prósent á síðasta ári frá árinu á undan. Það þýðir að leita þarf allt aftur til tíma Viktoríu drottningar til þess að finna sambærilegar tölur um árslosun.  Árið 1879 var …

„Það sprakk allt út eftir að það birtist grein um okkur í New Scientist um daginn,“ segir Björn Þór Guðmundsson nýbakaður framkvæmdastjóri KMT, eða Krafla Magma Testbed.  KMT er ung sjálfseignarstofnun á sviði orkurannsókna og nýsköpunar, sem vakið hefur verðskuldaða athygli undanfarið á heimsvísu. KMT áformar að bora niður í ólgandi kviku jarðar, meðal annars í leit að …

Járnblendiverksmiðja Elkem á Grundartamga

Við höldum áfram að rýna í losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Hvernig er Ísland að standa sig? Ný aðgerðaráætlun í loftslagsmálum er að koma út og allir spenntir.  Í fyrri greininni fórum við yfir hvernig losunartölunum er skipt í þrjá flokka, og við skoðuðum fyrsta flokkinn, sem er losun sem telst á beinni ábyrgð Íslands. Þar …

Senn líður að því að ný aðgerðaráætlun í loftslagsmálum verði kynnt á Íslandi, en fjögur ár eru liðin síðan núgildandi aðgerðaráætlun var uppfærð. Búist er við að hin nýja aðgerðaráætlun líti dagsins ljós á allra næstu dögum eða vikum. Áhugafólk um loftslagsmál er því æði spennt þessa dagana.  Það er auðvitað upplagt meðan beðið er, að fara …

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur áætlað að af öllum mat sem framleiddur er í heiminum fari um þriðingur í ruslið, eða 1,3 milljarðar tonna á ári. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur áætlað að á heimsvísu fari um 17 prósent af öllum mat í matvöruverslunum, á veitingastöðum og á heimilum í ruslið. Það er gríðarlegt magn af prýðisgóðri næringu sem þar fer …

Rafhleðsla, ferðamannarúta

Við höldum áfram að skoða fullyrðingar um raforkuskort á Íslandi. Í þessari þriggja greina atlögu að viðfangsefninu hefur verið lagt út frá umræðu á Alþingi frá því í nóvember 2023.  Þar lýsti þingkona Framsóknarflokksins, Ingibjörg Isaksen, yfir áhyggjum af því að í náinni framtíð yrði ekki nægilega mikið virkjað til að mæta fyrirsjáanlegri eftirspurn samvæmt …

Svolítið ber á því í umræðu um orkubúskap Íslendinga að því sé haldið fram að Íslendingar hafi framleitt sáralítið af nýrri grænni orku á undanförnum árum. Eins og minnst var á í síðustu grein um raforkuframleiðslu þjóðarinnar, skrifuð í því augnamiði að reyna að varpa ljósi á þessi mál öll, að þá lét til dæmis …

Komdu í áskrift

Með áskrift að FF7 færðu aðgang að öllum þeim frásögnum og fréttum sem við skrifum. Áskrifendur fá einnig reglulega sent fréttabréf.

Nú þegar áskrifandi? Mín síða