Samfélagsmiðlar

Ódýrt í hádeginu við Strikið

Verðin á matseðlum veitingastaðanna í Kaupmannahöfn hafa hækkað töluvert í íslenskum krónum talið. Þó finnast þar ennþá staðir þar sem maturinn er verðlagður þannig að ferðamenn, með tekjur í íslenskum krónum, geta vel við unað. Hér er listi yfir nokkra  matsölustaði í nágrenni við Strikið þar sem óhætt er að taka tilboðum um ódýran hádegismat.

 

Hamborgarar og steikur

Sporvejen – Við Grábræðratorg 17 er lítill hamborgarastaður sem er innréttaður eins og gamaldags sporvagn. Á matseðlinum er fjölbreytt úrval af hamborgurum og kostar sá ódýrasti fimmtíu og tvær danskar krónur (47 krónur ef valið er kjúklingakjöt). Ommeletturnar eru líka freistandi sem og morgunmaturinn sem samanstendur af beikoni, eggjum og ristuðu rúgbrauði (kostar 59 dkr). Þeim sem ætla að spara rækilega og fá sér kranavatn með matnum skal bent á að fyrir vatnsglasið eru rukkaðar níu danskar krónur líkt og algengt er á dönskum veitingastöðum og kaffihúsum.

Halifax – Hamborgarar eru í aðalhlutverki á Halifax við Larsbjørnsstræde 9. Í hádeginu kostar borgari hússins sextíu og níu danskar. Reikningurinn hækkar um helming ef gos eða franskar eru pantaðar með. 

Jensen’s Bøfhus – Þessi steikarhús er að finna vítt og breitt í Danmörku. Þar á meðal við Grábræðatorg í miðbæ Kaupmannahafnar. Í hádeginu geta gestir valið á milli hakkebøf, nautasteikur og kjúklingarétts sem kosta 49 danskar með sósu og frönskum.

Samlokur

Af samloku- og beyglustöðunum er nóg af í Kaupmannahöfn. Í götunum Larsbjørnsstræde og Studiestræde, sem liggja við hvora aðra, eru nokkrir ódýrir skyndibitastaðir þar sem hægt er að fá samlokur á 35 til 45 krónur. Feinsmækker er einn af þeim en hann er til húsa á Larsbjørnsstræde 7. Bakarinn við Sankt Peders Stræde 29 (gatan liggur samsíða Studiestræde) er einnig ódýr heim að sækja. Þar er sætabrauð á tilboði á hverjum degi og samlokurnar kosta 30 til 40 krónur. Hægt er að tylla sér niður á meðan borðað er.

Smurbrauð

Dönsk matarmenning nær hæstu hæðum á smurbrauðsstofunum í hádeginu. Það er er því ekki annað hægt en að benda á tvo aldargamla staði þar sem ódýrustu réttirnir kosta rúmar fjörtíu danskar. Þeir sem vilja eitthvað annað en síld borga hins vegar aðeins meira. 

Kanal Cafeen – Heit lifrarkæfa með beikoni og sveppum kostar 52 danskar og roastbeef með spæleggi 56 krónur. Ekki þarf að borga aukalega fyrir að sitja inni á einum elsta veitingastað Kaupmannahafnar og fá matarkúltúr Dana beint í æð.

Café Petersborg – Saga staðarins nær aftur til 1746 og því er merkilegt að setjast þar niður og smakka á réttunum sem hafa verið á matseðlunum um mjög langt skeið. Kjötbollur með súrum gúrkum og rauðkáli kosta 54 danskar og nóg er af góðgæti á matseðlinum.

Meira: Matur og drykkur í Kaupmannahöfn

Bookmark and Share

Nýtt efni

Þann 12. ágúst árið 2022 voru liðin meira en 33 ár frá því að múslímaklerkar í Íran dæmdu Salman Rushdie til dauða fyrir að hafa talað óvarlega um Múhameð spámann. Þennan ágústdag hafði Salman verið fenginn til að tala á ráðstefnu í New York um nauðsyn þess að búa til öruggt athvarf fyrir rithöfunda sem …

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …