Samfélagsmiðlar

Ferðaminningar Bryndísar Björgvinsdóttur

Krókódílar sem borðuðu pasta voru heimalingar á gistihúsi Bryndísar Björgvinsdóttur rithöfundar við bakka Amazon. Hún hefur ferðast víða en getur ekki hugsað sér að snúa aftur til Indlands eftir óþægilega uppákomu á veitingahúsi þar í landi. Bók Bryndísar, Flugan sem stöðvaði stríðið, fékk Íslensku barnabókaverðlaunin 2011.

Fyrsta ferðalagið til útlanda:

Tveggja ára fór ég til Lúx (Lúxemburg) með mömmu minni. Einu minningarnar úr ferðalaginu tengjast dýrum: Það voru froskar í gosbrunnum, páfagaukar á svölum og hestar á túnum, einhver talaði um leðurblökur. Við mamma vorum að heimsækja ættingja en ég man hinsvegar ekkert eftir þeim frá þessu ferðalagi.

Best heppnaða utanlandsferðin:

Það hlýtur að vera vikuferðin til London sem ég fór í fyrra og endaði á að fljúga ekki til baka heldur dvelja í London í tæpt ár. Það að lengja ferðina svona rækilega – aðeins með handfarangur og þvert ofan á öll plön – hlýtur að þýða að mér hafi liðið vel. En til að nefna fjarlægari staði þá held ég mikið upp á ferð sem ég fór til Bólivíu, til La Paz og Rurrenabaque í Amazon. Í Amazon sigldum við um á kanó og honum stýrði innfæddur maður í lendarskýlu sem gat talað við dýrin og þá sérstaklega krókódíla. Við gistum í húsi úti í ánni og þar á „bæjarhlaðinu“ biðu krókódílar eins og heimalingar á íslenskum sveitabæ eftir því að maður kæmi út og gæfi þeim eitthvað að bíta og brenna. Sá innfæddi sagði að þeir væru vitlausir í pasta og þá sérstaklega tagliatelle.

Verst heppnaða utanlandsferðin:

Rúta frá Eistlandi til St. Pétusborgar um nótt. Enginn talaði ensku í rútunni og ég missti af stoppistöðinni minni því að ég efaðist stórlega um að þetta væri rétta stöðin. Byggingarnar í kring voru svo hrörlegar og ljótar að ég hreinlega trúði því ekki að ég væri komin til St. Pétursborgar. Lenti í útjaðri borgarinnar og leigubílstjóri (sem talaði ekki ensku heldur) keyrði mig til baka fyrir himinháa upphæð. Kom í ljós að rússneski strákurinn sem ég átti að fá að gista hjá gat ekki hýst mig. Gjörsamlega óþolandi Hollendingur endaði á að leyfa mér að gista í lítilli íbúð sem hann var að leigja og gaf ekkert eftir í leiðindum allan tímann. Þetta var sólarhringsferð til borgarinnar sem mér hafði svo lengi verið hugleikin. Ég gat ekki beðið allan tímann eftir að komast aftur til baka til Eistlands. Á leiðinni frá landinu ákváðu þau í vegabréfaeftirlitinu hinsvegar að vegabréfið mitt væri dularfullt (það var allt morkið eftir að hafa blotnað á ferðlalaginu þarna í Amazon) og að framlengja dvöl mína í fyrirheitna landinu í nokkra klukkutíma. Á meðan sat ég á bekk við landamæraeftirlitsstöðina og horfði á fíkniefnahunda að störfum.

Tek alltaf með í fríið:

Töskur.

Vandræðalegasta uppákoman í útlöndum:

Ég lenti í því á ferðalagi um Rajasthan-hérað á Indlandi, borg sem heitir Jaisalmer, að panta mér mat á veitingastað sem mér fannst erfitt að borða af því að hann var sterkur og fullur af mjólkurafurðum en ég þoli ekki sterkan mat og er með vægt mjólkuróþol í þokkabót. Konan sem rak veitingastaðinn vildi hinsvegar ekki leyfa mér að fara án þess að klára af diskinum. Hún tók upp á því að mata mig með tilfþirfum fyrir framan alla á veitingastaðnum. Ég neitaði í fyrstu en hún var svo ákveðin, og öllum gestunum fannst þetta svo sniðugt (þeir fóru að taka myndir), að það hefði verið enn vandræðalegra hefði ég mótmælt meira. Ég borðaði því matinn sem hún skóflaði ofan í mig og mér hefur sjaldan liðið jafn illa. Mér varð rosalega illt í maganum í kjölfarið og fannst eins og mér hefði verið misþyrmt, öðru fólki til gleði og ánægju.

Besta maturinn sem ég hef smakkað á ferðalagi:

Djúpsteikt sushi sem ég fékk á litlum og skrýtnum veitingastað í Berkeley Kaliforníu, japönskum að sjálfsögðu. Það var svo gott að allt annað í heiminum hætti að skipta mig máli um stundarsakir. Ég táraðist. Bragðið af Guði.

Uppáhalds staðurinn í útlöndum:

Atitlan vatnið í Gvatemala. Þar kemur allt heim og saman. Eins og Guð hafi hnýtt alla sína hnúta saman í sköpun heimsins akkúrat þar.

Draumafríið:

Ég er spennt fyrir öllum heimsins stöðum nema Indlandi (eins og er, er enn illt í maganum). Mest þá kannski Madagaskar, Kína, Tælandi og svo er ferðalag um Kyrrahafseyjurnar eitthvað sem mig dreymir um að upplifa en efast þó stórlega um að gerist nokkurn tímann. Annars hugsa ég nánast dag hvern um að ferðast aftur um Suður-Ameríku. Það er besta heimsálfan til að heimsækja.

TENGDAR GREINAR: Ferðaminningar Steinars Braga – Ferðaminningar Ingunnar Snædal
NÝJAR GREINAR: Stundvísitölur: Mörgum flugum seinkaði en tafirnar litlar

Nýtt efni

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …

Karólínska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi er það sjöunda besta í heimi samkvæmt árlegum lista bandaríska tímaritsins Newsweek. Þetta er fimmta árið í röð sem Karólínska er á lista yfir þau 10 bestu en Björn Zoëga hefur verið forstjóri sjúkrahússins öll þau ár. Björn sagði stöðunni upp nú í ársbyrjun og lætur af störfum í næstu viku. …

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …