Samfélagsmiðlar

Ferðaminningar Bryndísar Björgvinsdóttur

Krókódílar sem borðuðu pasta voru heimalingar á gistihúsi Bryndísar Björgvinsdóttur rithöfundar við bakka Amazon. Hún hefur ferðast víða en getur ekki hugsað sér að snúa aftur til Indlands eftir óþægilega uppákomu á veitingahúsi þar í landi. Bók Bryndísar, Flugan sem stöðvaði stríðið, fékk Íslensku barnabókaverðlaunin 2011.

Fyrsta ferðalagið til útlanda:

Tveggja ára fór ég til Lúx (Lúxemburg) með mömmu minni. Einu minningarnar úr ferðalaginu tengjast dýrum: Það voru froskar í gosbrunnum, páfagaukar á svölum og hestar á túnum, einhver talaði um leðurblökur. Við mamma vorum að heimsækja ættingja en ég man hinsvegar ekkert eftir þeim frá þessu ferðalagi.

Best heppnaða utanlandsferðin:

Það hlýtur að vera vikuferðin til London sem ég fór í fyrra og endaði á að fljúga ekki til baka heldur dvelja í London í tæpt ár. Það að lengja ferðina svona rækilega – aðeins með handfarangur og þvert ofan á öll plön – hlýtur að þýða að mér hafi liðið vel. En til að nefna fjarlægari staði þá held ég mikið upp á ferð sem ég fór til Bólivíu, til La Paz og Rurrenabaque í Amazon. Í Amazon sigldum við um á kanó og honum stýrði innfæddur maður í lendarskýlu sem gat talað við dýrin og þá sérstaklega krókódíla. Við gistum í húsi úti í ánni og þar á „bæjarhlaðinu“ biðu krókódílar eins og heimalingar á íslenskum sveitabæ eftir því að maður kæmi út og gæfi þeim eitthvað að bíta og brenna. Sá innfæddi sagði að þeir væru vitlausir í pasta og þá sérstaklega tagliatelle.

Verst heppnaða utanlandsferðin:

Rúta frá Eistlandi til St. Pétusborgar um nótt. Enginn talaði ensku í rútunni og ég missti af stoppistöðinni minni því að ég efaðist stórlega um að þetta væri rétta stöðin. Byggingarnar í kring voru svo hrörlegar og ljótar að ég hreinlega trúði því ekki að ég væri komin til St. Pétursborgar. Lenti í útjaðri borgarinnar og leigubílstjóri (sem talaði ekki ensku heldur) keyrði mig til baka fyrir himinháa upphæð. Kom í ljós að rússneski strákurinn sem ég átti að fá að gista hjá gat ekki hýst mig. Gjörsamlega óþolandi Hollendingur endaði á að leyfa mér að gista í lítilli íbúð sem hann var að leigja og gaf ekkert eftir í leiðindum allan tímann. Þetta var sólarhringsferð til borgarinnar sem mér hafði svo lengi verið hugleikin. Ég gat ekki beðið allan tímann eftir að komast aftur til baka til Eistlands. Á leiðinni frá landinu ákváðu þau í vegabréfaeftirlitinu hinsvegar að vegabréfið mitt væri dularfullt (það var allt morkið eftir að hafa blotnað á ferðlalaginu þarna í Amazon) og að framlengja dvöl mína í fyrirheitna landinu í nokkra klukkutíma. Á meðan sat ég á bekk við landamæraeftirlitsstöðina og horfði á fíkniefnahunda að störfum.

Tek alltaf með í fríið:

Töskur.

Vandræðalegasta uppákoman í útlöndum:

Ég lenti í því á ferðalagi um Rajasthan-hérað á Indlandi, borg sem heitir Jaisalmer, að panta mér mat á veitingastað sem mér fannst erfitt að borða af því að hann var sterkur og fullur af mjólkurafurðum en ég þoli ekki sterkan mat og er með vægt mjólkuróþol í þokkabót. Konan sem rak veitingastaðinn vildi hinsvegar ekki leyfa mér að fara án þess að klára af diskinum. Hún tók upp á því að mata mig með tilfþirfum fyrir framan alla á veitingastaðnum. Ég neitaði í fyrstu en hún var svo ákveðin, og öllum gestunum fannst þetta svo sniðugt (þeir fóru að taka myndir), að það hefði verið enn vandræðalegra hefði ég mótmælt meira. Ég borðaði því matinn sem hún skóflaði ofan í mig og mér hefur sjaldan liðið jafn illa. Mér varð rosalega illt í maganum í kjölfarið og fannst eins og mér hefði verið misþyrmt, öðru fólki til gleði og ánægju.

Besta maturinn sem ég hef smakkað á ferðalagi:

Djúpsteikt sushi sem ég fékk á litlum og skrýtnum veitingastað í Berkeley Kaliforníu, japönskum að sjálfsögðu. Það var svo gott að allt annað í heiminum hætti að skipta mig máli um stundarsakir. Ég táraðist. Bragðið af Guði.

Uppáhalds staðurinn í útlöndum:

Atitlan vatnið í Gvatemala. Þar kemur allt heim og saman. Eins og Guð hafi hnýtt alla sína hnúta saman í sköpun heimsins akkúrat þar.

Draumafríið:

Ég er spennt fyrir öllum heimsins stöðum nema Indlandi (eins og er, er enn illt í maganum). Mest þá kannski Madagaskar, Kína, Tælandi og svo er ferðalag um Kyrrahafseyjurnar eitthvað sem mig dreymir um að upplifa en efast þó stórlega um að gerist nokkurn tímann. Annars hugsa ég nánast dag hvern um að ferðast aftur um Suður-Ameríku. Það er besta heimsálfan til að heimsækja.

TENGDAR GREINAR: Ferðaminningar Steinars Braga – Ferðaminningar Ingunnar Snædal
NÝJAR GREINAR: Stundvísitölur: Mörgum flugum seinkaði en tafirnar litlar

Nýtt efni

„Við erum á lokametrunum í undirbúningi og opnum vonandi í september," segir Inga Harðardóttir, framkvæmdastjóri Flóra hotels, um nýtt íbúðahótel á vegum Reykjavik Residence við Vatnsstíg. Á nýja hótelinu verða 26 íbúðir í nýuppgerðum fasteignum milli Laugavegs og Hverfisgötu en Reykjavik Residence rekur íbúðahótel á nokkrum stöðum í miðborginni. Flóra hotels, móðurfélag Reykjavík Residence, rekur …

Níunda fjórðunginn í röð lækkar verð á notuðum lúxus úrum og verðlækkun ársins nemur 1,2 prósentum, samkvæmt fjárfestingabankanum Morgan Stanley sem vel fylgist með verðþróuninni. Dýrustu úrin hafa lækkað ennþá meira og þannig hefur verðið á notuðu Rolex farið niður um 7,2 prósent síðastliðna 12 mánuði. Morgan Stanley gerir ráð fyrir að þessi verðþróun verði …

Rekstrarafkoma Play var neikvæð um 2,9 milljarða króna í fyrra og svo bættust við rúmir þrír milljarðar í fjármagnskostnað. Tapið fyrir skatt nam því 6,3 milljörðum króna. Afkomuspáin fyrir yfirstandandi ár gerði ráð fyrir að rekstrarafkoman yrði í kringum núllið en nú hefur staðan versnað og reiknað er með neikvæðri afkomu. Þetta kemur fram í …

Verð á hlutabréfum í þýska rafhlöðuframleiðandanum Varta hrundi við opnun markaðar í Frankfurt í dag, eða um nærri 80%, eftir að fréttir bárust af tillögum um endurskipulagningu fyrirtækisins. Þær myndu leiða til þess að hlutabréf núverandi eigenda yrðu nánast verðlaus.  Meðal þess sem að rætt er um er að núverandi meirihlutaeigandi, austurríski milljarðamæringurinn Nichael Tojner, …

Meðal þess sem kom í ljós eftir Covid-19-faraldurinn var að starfsfólk skorti í vaxandi ferðaþjónustu víða um heim. Faraldurinn truflaði gangverk vinnumarkaðar margra landa og sér ekki fyrir endann á því. Skortur á starfsfólki gæti hamlað vexti í greininni. Ætli megi ekki segja að fólk vilji fremur ferðast en þjóna öðrum? Vandræði eru á mörgum …

Íslandssjóðir eru ekki lengur meðal 20 stærstu hluthafa Icelandair en sjóðastýringafyrirtækið, sem er í eigu Íslandsbanka, varð stærsti hluthafinn í Play eftir hlutafjáraukningu í apríl sl. Íslandssjóðir hafa síðustu mánuði dregið töluvert úr fjárfestingu sinni í Icelandair og eru ekki lengur meðal tuttugu stærstu hluthafanna. Nú eru aftur á móti tvö eignarhaldsfélög á vegum Högna …

Ekkert félag flýgur fleirum innan Evrópu en lágfargjaldaflugfélagið Ryanair gerir og síðustu mánuði hafa farþegar félagsins að jafnaði borgað minnað fyrir sætin en þeir sem voru á ferðinni í fyrra. Tekjur félagsins lækkuðu þannig á milli ára samkvæmt uppgjöri sem félagið birti í morgun fyrir fjórðunginn apríl til júní. Sá er fyrsti fjórðungur reikningsársins hjá …

BYD

Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD lækkaði verð á bílum sínum á íslenska markaðnum í ársbyrjun þegar dregið var úr opinberum stuðningi við kaup á nýjum rafbílum. Þar með gat Vatt, sem er með umboð fyrir BYD hér á landi, boðið ódýrustu tegundina á lægra verði en í fyrra að því gefnu að kaupandinn fái hinn nýja rafbílastyrk …