Samfélagsmiðlar

Borg í góðum tengslum við náttúruna

Íbúar Denver þurfa ekki að fara langt til að renna sér á skíðum við bestu aðstæður. Þegar þeir eru ekki uppi í fjöllum geta þeir tekið upp á því að stoppa íslenska ferðamenn og spyrjast fyrir um land okkar og þjóð líkt og útsendari Túrista fékk að reyna á dögunum.

„Er það rétt að fólkið hafi tekið völdin í sínar hendur á Íslandi og ætli að setja alla bankakarlana bak við lás og slá?“, spyr þjónustustúlka á matsölustaðnum The Market þegar útsendari Túrista segist vera kominn frá Íslandi til að kynna sér heimaborg hennar, Denver. Gestur á staðnum leggur orð í belg og beinir um leið athyglinni frá búsáhaldabyltingunni. „Frændi minn lærði íslensku í háskóla hér í Colorado. Sennilega fyrsti svarti maðurinn til að læra tungumálið“, segir hann og hlær hátt. Aðspurður segist hann hafa heimsótt The Market daglega í nærri tvo áratugi og geti ekki hugsað sér betri stað í borginni fyrir svanga íslenska ferðamenn. Hann segir staðinn persónulegan öfugt við alla skyndibitastaðina sem standa í röðum við helstu götur borgarinnar.

Og þessi hressi heimamaður hefur sennilega rétt fyrir sér því The Market er einn af þessum stöðum í Denver sem sker sig úr. Það þarf hins vegar ekki að rölta lengi um miðborgina til að ramba á forvitnilegar sérverslanir eins og balsamikedik búðina hans Mick Major eða hinn splunkunýja veitingastað The Kitchen (sjá myndasýningu hér neðar) þar sem boðið er upp á ostrur þó 2000 kílómetrar séu að ströndinni. Það má því ekki dæma borgina út frá litlausum háhýsum og nokkrum hrörlegum byggingum sem enn er að finna í miðborginni þó uppgangurinn hafi verið mikill á þessu svæði undanfarna áratugi.

Denver á það reyndar sammerkt með fleiri bandarískum borgum að þar hafa bílar verið í forgangi allt of lengi. Þeirri þróun eru borgaryfirvöld nú að reyna að snúa við með því að auðvelda hjólreiðafólki og gangandi vegfarendum að komast leiðar sinnar .

Grönnustu íbúar Bandaríkjanna

Þó Denver sé ekki ein af tuttugu fjölmennustu borgum Bandaríkjanna á hún engu að síður úrvalsdeildarlið í öllum vinsælustu íþróttagreinum Bandaríkjanna. Borgin er því kjörinn áfangastaður fyrir þá sem vilja krydda utanlandsferðina með því að slást í hóp tugþúsunda áhorfenda á leik í NBA, NFL, NHL eða MLB.

Íbúarnir láta sér samt ekki nægja að sitja í stúkunni. Áhugi á útivist er landlægur á þessum slóðum enda örstutt í hin tignarlegu Klettafjöll og öll þau frábæru útivistarsvæði sem þar er að finna. Á veturna liggur púðursnjór í fjallshlíðunum við Aspen, Vail og Breckenridge og þá streyma þangað skíðamenn frá öllum heimsins hornum. Þegar snjóa leysir eru nágrannasveitir Denver kjörinn staður fyrir þá sem vilja ganga, hjóla og allt það sem hugur útivistarmannsins girnist. Það er klárlega Klettafjöllunum að þakka að íbúar Colorado eru grennstir Bandaríkjamanna.

Vaxandi heimsborg

Fjöllin eru líka helsta ástæðan fyrir blómlegum ferðamannaiðnaði á svæðinu. En með tilkomu listasafns stjörnuarkitektsins Daniel Libeskind, matsölustaða eins og Kitchen og ört vaxandi áhuga heimamanna á framleiðslu lítilla brugghúsa (fylkisstjórinn byrjaði ferilinn sem bruggari og bareigandi) þá er Denver góður staður til að brjóta upp skíðaferðina eða verslunarreisuna. Vegalengdir í borginni eru heldur ekki langar sem er mikill kostur þegar tíminn er knappur og mikið að sjá og gera. Beint flug Icelandair til borgarinnar eru því ekki bara góð tíðindi fyrir skíðaáhugafólk.

Auðvitað hægt að versla

Búðarölt er hluti af Ameríkureisu flestra ferðamanna. Í Denver má finna verslunarmiðstöðvar og sérverslanir í miðborginni. Í hverfinu Cherry Creek er risavaxinn kringla. Þar geta kaupglaðir gengið á milli búða frá öllum þekktustu verslunarkeðjunum vestanhafs, til dæmis Apple, Gap, Macy’s og fleiri.

Bandaríkjamenn eru upp til hópa kurteisir og ekki óalgengt að þeir kasti kveðju á ókunnuga. Íbúar Denver eru þar engin undantekning og það sem meira er þá virðast margir þeirra vita að nú sé hægt að fljúga beint til Íslands. Það er því ekki bara þjónustustúlkan á The Market sem vill vita meira um land og þjóð. Sumir eru jafnvel svo áhugasamir að þeir eru til í að borga fyrir umgang á barnum í skiptum fyrir góð ráð um hvernig best sé að verja tveimur vikum á Íslandi. Túristi hitti einnig eldri hjón á förnum vegi sem voru búin að panta sér ferð til Íslands og ætluðu að keyra um landið með vinafólki. Það er því næsta víst að þeim á eftir að fjölga mikið íbúum Colorado sem hafa heimsótt Ísland. Þá eru líka Denverbúar sem bíða spenntir eftir íslenskum túristum. Þar á meðal Andre, kokkurinn á The Kitchen, sem iðar í skinninu að fá að bera sjávarrétti sína á borð fyrir fólk sem er alið upp á fiski.

Nýtt efni

Þessar niðurstöður komu í ljós í könnun sem Jacques Delors-stofnunin gerði í mars í þessum löndum, en niðurstöðurnar fóru ekki mjög hátt fyrr en The Guardian gerði þær að umtalsefni á dögunum. Niðurstöðurnar þykja nefnilega athyglisverðar í ljósi þess að mikið hefur verið rætt um að bakslag hafi orðið í stuðningi almennings í Evrópu við aðgerðir í umhverfismálum. Könnunin …

Almennu hlutafjárútboði Play lauk í gær og bárust tilboð upp á 105 milljónir króna en lagt var upp með að selja nýtt hlutafé fyrir allt að 500 milljónir króna. Þátttaka almennings í hlutafjáraukningu Play í nóvember 2022 var heldur ekki í takt við framboð. Þá lögðu stærstu hluthafar félagsins því til 2,3 milljarða króna. Það …

Bandarísk flugfélög hvetja Biden-stjórnina í Bandaríkjunum til að gefa ekki út fleiri flugleyfi fyrir kínverska keppinauta þeirra í flugi milli Kína og Bandaríkjanna. Vísað er til samkeppnishindrana sem flugmálayfirvöld í Kína beita erlend flugfélög. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu. Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna gaf það út í febrúar að kínversk flugfélög gætu boðið allt að 50 flugferðir á …

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Fyrir áttu Kynnisferðir 51% hlut í félaginu á móti Tobias Klose. Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta …

„Ég myndi halda að við værum stærsta flugfélagið fyrir þá sem eru að fljúga frá Íslandi," sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, á kynningarfundi hlutafjárútboðs félagsins, á þriðjudaginn. Máli sínu til stuðnings sýndi hinn nýi forstjóri og fyrrum stjórnarformaður flugfélagsins glæru þar sem sjá mátti hvernig hlutdeild Play á heimamarkaði hefur aukist og farið upp …

Árið 2018 kynnti netverslunin Amazon nýjung á bandarískum smásölumarkaði: Amazon Just Walk Out-Stores. Verslunin var kynnt sem mikil bylting og í rauninni væri lausn Amazon framtíðarlausn fyrir aðrar smásöluverslanir. Maður skannaði símann sinn þegar gengið var inn í Just Walk Out-verslun Amazon, valdi þær vörur sem maður girntist, setti þær í innkaupakörfu og síðan gat …

MYND: ÓJ

Fyrir heimsfaraldur voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu litlar, takmörkuðust lengst af við sumarferðir til Mílanó. Á þessu hefur orðið mikil breyting því nú er hægt að fljúga héðan allt árið til Rómar og Mílanó og á sumrin eykst úrvalið enn frekar.  Ítölsku ferðafólki hefur fjölgað verulega í takt við þessar auknu samgöngur og var …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …